Verndartollar ekki til að verja skort Heimir Már Pétursson skrifar 13. ágúst 2014 14:50 Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokssformaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/gva Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir augljóst að heildarendurskoðun verði að eiga sér stað á landbúnaðarkerfinu. Ekki sé réttlætanlegt að leggja tolla og gjöld á t.d. innflutt nautakjöt þegar innlend framleiðsla nái ekki að anna eftirspurn. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að verð á nautahakki hafi hækkað í verði um tíu prósent umfram verðbólgu á síðustu átta mánuðum og innflutningur á nautakjöti hafi tífaldast að undanförnu, sérstaklega til hakkgerðar vegna þess að innlendir framleiðendur anna ekki eftirspurnininni. Verndartollar hafa átt sinn þátt í að hækka verðið, á sama tíma og verð á lambakjöti og fuglakjöti hefur lækkað um 2,5 prósent. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta dæmi sýni að endurskoða þurfi landbúnaðarstefnuna. „Lögin segja til um að verndartollar eigi ekki að vera á innfluttu nautakjöti ef framleiðslan annar ekki eftirspurn. Þannig að það er alveg ljóst að það er eitthvað við þetta og í þessu kerfi sem þarf að skoða,“ segir Ragnheiður Erfiðlega hefur gengið að breyta landbúnaðarkerfinu á Íslandi hver sem setið hefur við stjórnvölin. En tollar og gjöld hafa þó verið lækkaðir eða afnumdir á innflutt grænmeti. Ragnheiður minnir á að það sé stefna Sjálfstæðisflokksins að endurskoða landbúnaðarstefnuna samkvæmt landsfundarályktunum. „Um að okkur beri að skoða vörugjöld og tollalækkanir og annað í þeim dúr og það hefur verið stefna Sjálfstæðisflokksins. Ég er sammála þér í því að það hefur verið verndarstefna um landbúnaðinn. En ég held samt eins og hefur sýnt sig í grænmetisframleiðslu, að við höfum staðið vörð um grænmetisframleiðsluna Íslendingar. Við höfum keypt íslenska vöru þrátt fyrir að hún hafi kannski verið ívið dýrari og ég hef enga trú á að við munum haga okkur öðruvísi þegar kemur að landbúnaðarvörum, hvort heldur um er að ræða lambakjöt eða nautakjöt,“ segir Ragnheiður. Núverandi verndarstefna byggi á gömlum og ástæðulausum ótta. Aukið frjálsræði í innflutningi á landbúnaðarvörum og lækkun eða afnám tolla muni ekki kollvarpa íslenskum landbúnaði. „Nei, ég hef aldrei haft trú á því og hef enga trú á því núna. Ég held að neytendur séu þannig gerðir og vel í stakk búnir til að velja það besta sem þeir kjósa hverju sinni. Íslenskar landbúnaðarvörur eru góðar og við munum örugglega halda áfram að velja þær. En neytendur eiga rétt á ákveðnu vali og í svona tilviki þegar varan er ekki til og íslenskur landbúnaður annar ekki eftirspurn á ekki að nýta verndartolla með þeim hætti sem gert er,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir augljóst að heildarendurskoðun verði að eiga sér stað á landbúnaðarkerfinu. Ekki sé réttlætanlegt að leggja tolla og gjöld á t.d. innflutt nautakjöt þegar innlend framleiðsla nái ekki að anna eftirspurn. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að verð á nautahakki hafi hækkað í verði um tíu prósent umfram verðbólgu á síðustu átta mánuðum og innflutningur á nautakjöti hafi tífaldast að undanförnu, sérstaklega til hakkgerðar vegna þess að innlendir framleiðendur anna ekki eftirspurnininni. Verndartollar hafa átt sinn þátt í að hækka verðið, á sama tíma og verð á lambakjöti og fuglakjöti hefur lækkað um 2,5 prósent. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta dæmi sýni að endurskoða þurfi landbúnaðarstefnuna. „Lögin segja til um að verndartollar eigi ekki að vera á innfluttu nautakjöti ef framleiðslan annar ekki eftirspurn. Þannig að það er alveg ljóst að það er eitthvað við þetta og í þessu kerfi sem þarf að skoða,“ segir Ragnheiður Erfiðlega hefur gengið að breyta landbúnaðarkerfinu á Íslandi hver sem setið hefur við stjórnvölin. En tollar og gjöld hafa þó verið lækkaðir eða afnumdir á innflutt grænmeti. Ragnheiður minnir á að það sé stefna Sjálfstæðisflokksins að endurskoða landbúnaðarstefnuna samkvæmt landsfundarályktunum. „Um að okkur beri að skoða vörugjöld og tollalækkanir og annað í þeim dúr og það hefur verið stefna Sjálfstæðisflokksins. Ég er sammála þér í því að það hefur verið verndarstefna um landbúnaðinn. En ég held samt eins og hefur sýnt sig í grænmetisframleiðslu, að við höfum staðið vörð um grænmetisframleiðsluna Íslendingar. Við höfum keypt íslenska vöru þrátt fyrir að hún hafi kannski verið ívið dýrari og ég hef enga trú á að við munum haga okkur öðruvísi þegar kemur að landbúnaðarvörum, hvort heldur um er að ræða lambakjöt eða nautakjöt,“ segir Ragnheiður. Núverandi verndarstefna byggi á gömlum og ástæðulausum ótta. Aukið frjálsræði í innflutningi á landbúnaðarvörum og lækkun eða afnám tolla muni ekki kollvarpa íslenskum landbúnaði. „Nei, ég hef aldrei haft trú á því og hef enga trú á því núna. Ég held að neytendur séu þannig gerðir og vel í stakk búnir til að velja það besta sem þeir kjósa hverju sinni. Íslenskar landbúnaðarvörur eru góðar og við munum örugglega halda áfram að velja þær. En neytendur eiga rétt á ákveðnu vali og í svona tilviki þegar varan er ekki til og íslenskur landbúnaður annar ekki eftirspurn á ekki að nýta verndartolla með þeim hætti sem gert er,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir.
Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent