Bransadagar RIFF beina sjónum að íslensku hugviti og hæfileikum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 11. ágúst 2014 18:00 Ottó Tynes er einn skipuleggjenda RIFF í ár. Bransadagar verða aftur hluti af Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, í ár en þá kemur til landsins erlent kvikmyndagerðarfólk og blaðamenn frá tímaritum á borð við Hollywood Reporter og Variety. „Hingað til hafa Bransadagar beint sjónum sínum að hlutum sem snúa almennt að kvikmyndagerð, stuldur á myndum á netinu og dreifingarkerfi og þess háttar. Nú ætlum við eingöngu að einblína á að kynna það sem við Íslendingar erum að gera,“ segir Ottó Tynes einn skipuleggjandi Bransadaga og RIFF. „Við ætlum að leggja áherslu á íslenska hæfileika og listsköpun. Víkka þetta mengi þar sem íslensk náttúra hefur verið okkar aðalsöluvara hingað til.“ Að mati Ottós er RIFF góður vettvangur til þess að kynna Ísland erlendis þar sem hátíðin er orðin þekkt víða um heim. „Það sem verður í aðalhlutverki hjá okkur núna eru þrír ákveðnir punktar.“ Nefnir Ottó í fyrsta lagi íslenska kvikmyndatónlist, bæði Íslendinga sem eru að semja tónlist sérstaklega fyrir kvikmyndir bæði hérlendis og í Hollywood og íslenskar hljómsveitir sem hafa lánað tónlist sína til spilunar í stórum erlendum myndum. Í öðru lagi langar skipuleggjendur til þess að víkka út þá pælingu að kvikmyndagerðarmenn taki upp myndir sínar hér á landi. „Hugmyndin er að þeir átti sig á því að hér geturðu gert fleira en að taka upp við Jökulsárlón. Hér væri til dæmis hægt að bjóða upp á að menn vinni með Sinfoníuhljómsveit Íslands til að taka upp „scorið“ sitt [innsk.blaðam. tónlis í kvikmyndum]. Það eru alls konar möguleikar í boði.“ Í þriðja og síðasta lagi verður kynning á hinni íslensku skáldsögu. „Hvort það sé eitthvað sérstakt í sambandi við íslenskar skáldsögur og kvikmyndagerð.“ „Þetta verður blanda af kvikmyndagerðarmönnum – leikstjórar en mikið af framleiðendum – og síðan bjóðum við blaðamönnum þrátt fyrir að þeir séu kannski ekki beinir gestir Bransadaga. Auk þeirra koma leikstjórar sem eiga mynd á hátíðinni, heiðursgestir og einhverjir Íslendingar. Þetta slefar hátt í hundrað manns.“ Kvikmyndahátíðin RIFF fer fram dagana 25. september til 5. október og eru Bransadagar í lok hátíðar dagana 1. – 4. október. RIFF Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Bransadagar verða aftur hluti af Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, í ár en þá kemur til landsins erlent kvikmyndagerðarfólk og blaðamenn frá tímaritum á borð við Hollywood Reporter og Variety. „Hingað til hafa Bransadagar beint sjónum sínum að hlutum sem snúa almennt að kvikmyndagerð, stuldur á myndum á netinu og dreifingarkerfi og þess háttar. Nú ætlum við eingöngu að einblína á að kynna það sem við Íslendingar erum að gera,“ segir Ottó Tynes einn skipuleggjandi Bransadaga og RIFF. „Við ætlum að leggja áherslu á íslenska hæfileika og listsköpun. Víkka þetta mengi þar sem íslensk náttúra hefur verið okkar aðalsöluvara hingað til.“ Að mati Ottós er RIFF góður vettvangur til þess að kynna Ísland erlendis þar sem hátíðin er orðin þekkt víða um heim. „Það sem verður í aðalhlutverki hjá okkur núna eru þrír ákveðnir punktar.“ Nefnir Ottó í fyrsta lagi íslenska kvikmyndatónlist, bæði Íslendinga sem eru að semja tónlist sérstaklega fyrir kvikmyndir bæði hérlendis og í Hollywood og íslenskar hljómsveitir sem hafa lánað tónlist sína til spilunar í stórum erlendum myndum. Í öðru lagi langar skipuleggjendur til þess að víkka út þá pælingu að kvikmyndagerðarmenn taki upp myndir sínar hér á landi. „Hugmyndin er að þeir átti sig á því að hér geturðu gert fleira en að taka upp við Jökulsárlón. Hér væri til dæmis hægt að bjóða upp á að menn vinni með Sinfoníuhljómsveit Íslands til að taka upp „scorið“ sitt [innsk.blaðam. tónlis í kvikmyndum]. Það eru alls konar möguleikar í boði.“ Í þriðja og síðasta lagi verður kynning á hinni íslensku skáldsögu. „Hvort það sé eitthvað sérstakt í sambandi við íslenskar skáldsögur og kvikmyndagerð.“ „Þetta verður blanda af kvikmyndagerðarmönnum – leikstjórar en mikið af framleiðendum – og síðan bjóðum við blaðamönnum þrátt fyrir að þeir séu kannski ekki beinir gestir Bransadaga. Auk þeirra koma leikstjórar sem eiga mynd á hátíðinni, heiðursgestir og einhverjir Íslendingar. Þetta slefar hátt í hundrað manns.“ Kvikmyndahátíðin RIFF fer fram dagana 25. september til 5. október og eru Bransadagar í lok hátíðar dagana 1. – 4. október.
RIFF Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið