Fótbolti

James og Kroos með Real í fyrsta sinn í Cardiff á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
James Rodriguez varð markakóngur HM í sumar.
James Rodriguez varð markakóngur HM í sumar. Vísir/Getty
James Rodriguez og Toni Kroos, nýjustu stjörnur spænska stórliðsins Real Madrid, mun væntanlega spila sinn fyrsta leik með félaginu í Ofurbikar UEFA á morgun. Real Madrid mætir þá Sevilla í Cardiff í Wales.

Þeir James Rodriguez og Toni Kroos stóðu sig báðir frábærlega með landsliðinum sínum á HM í Brasilíu í sumar þar sem Kólumbíumaðurinn Rodriguez varð markakóngur og Kroos heimsmeistari með Þýskalandi.

Real Madrid borgaði 71 milljón pund fyrir James Rodriguez en félagið keypti hann frá franska félaginu Mónakó. Kroos kostaði um 20 milljónir punda þannig að Real borgaði samanlagt meira en 90 milljónir punda, 17,5 milljarða íslenskra króna, fyrir þessa tvo frábæru leikmenn.

Gareth Bale verður einnig í sviðsljósinu í þessum leik enda að spila með Real Madrid í heimaborg sinni en Real gerði Bale að dýrasta knattspyrnumanni heims fyrir ári síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×