Leikarinn og leikstjórinn Richard Attenborough er látinn níræður að aldri. BBC greinir frá.
Attenborough er þekktastur fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum The Great Escape og Jurassic Park auk þess sem hann leikstýrði Gandhi sem vann til Óskarsverðlauna árið 1982 bæði sem besta myndin auk þess sem Attenborough var valinn besti leikstjórinn.
Attenborough hefur verið á hjúkrunarheimili ásamt konu sinni undanfarin ár. Þá hefur hann verið í hjólastól síðastliðin sex ár eftir slys. Hann er eldri bróðir náttúrufræðingsins og sjónvarpsmannsins Sir David Attenborough.
David Cameron, forsætisráðherra Breta, minnist Attenborough í tilkynningu í kvöld. Þar segir hann Attenborough einn þann merkasta í sögu kvikmyndanna.
Richard Attenborough allur
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
