Króatinn Mario Mandzukic tryggði Atlético Madríd sigur, 1-0, á nágrönnunum í Real Madrid í seinni leik liðanna um Stórbikarinn á Spáni.
Mandzukic skoraði markið á annarri mínútu leiksins, en fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli og vann Atlético því einvígið samanlagt, 1-1.
Luka Modric fékk annað gult spjald á 90. mínútu og var rekinn út af, en CristianoRonaldo, sem kom inn á sem varamaður, fékk einnig gult spjald í uppbótartíma.
Þessi sömu lið börðust um spænska meistaratitilinn í fyrra þar sem Atlético Madríd hafði betur, en Real vann leik liðanna í úrslitum Meistaradeildarinnar.
