Brasilíski framherjinn Neymar meiddist á æfingu Barcelona í morgun og verður ekki með liðinu í fyrsta leik tímabilsins gegn Elche á Nou Camp á sunnudaginn.
Miklar væntingar eru gerðar til Neymar en hann er að hefja annað tímabil sitt sem leikmaður Barcelona.
Hann átti misjöfnu gengi að fagna á síðasta tímabili þegar hann sýndi inn á milli frábæra takta en gekk illa að ná stöðugleika í evrópska boltanum eftir að hafa komið frá Santos.
Neymar sneri sig á ökkla á æfingunni og mun að öllum líkindum sitja hjá í fyrsta leik Barcelona og mun því mikið mæða á Lionel Messi í fjarveru Neymar og Luis Suárez.
Neymar er nýkominn af stað á ný eftir að hafa brákast á hryggjarlið þegar hann fékk þungt högg í bakið frá Juan Zuniga, varnarmanni Kólumbíu, á Heimsmeistaramótinu.
