„Þetta er stór breyting á undankeppninni. Hér áður fyrr var leikjum hrúgað á föstudaga og þriðjudaga og flestir knattspyrnuáhugamenn sem staddir voru á landsleikjum misstu því af bestu leikjunum í sjónvarpinu,“ segir Hjörvar Hafliðason, dagskrárstjóri Stöðvar 2 Sports.
„Nú er aftur á móti öldin önnur. Spilað er á mörgum leiktímum og því enginn hætta á að missa af bestu leikjunum. Fótboltavikan er mesta byltingin frá stofnun Meistaradeildarinnar.“ segir hann.
Stöð 2 Sport mun sýna frá ógrynni leikja í næstu tveimur undankeppnum, en evrópska knattspyrnusambandið UEFA, byrjaði með þessa fótboltaviku til að upphefja landsliðsfótboltann.
„Við munum sýna að lágmarki 150 leiki í undankeppni EM 2016 auk umspils og aðra 150 leiki í undankeppni HM 2018 auk umspilsleikjanna þar,“ segir Hjörvar.
„Þá verður íslenska landsliðinu gerð sérstök skil í þáttunum Leiðin til Frakklands. Þar munu þeir Óskar Hrafn Þorvaldsson og ÞorvaldurÖrlygsson fara yfir leiki Íslands ásamt bestu leikjum hverrar leikviku ásamt Gumma Ben.“

Fyrstu leikirnir í undankeppninni hefjast klukkan 16.00 á sunnudaginn og verða fjórir leikir í beinni á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2.
Leikir Englands, Skotlands, Norður-Írlands og Wales verða á Stöð 2 Sport 2 (enski boltinn), en leikir allra annarra liða utan Bretlandseyja verða á Stöð 2 Sport.
Dagskrá fyrstu daga fótboltavikunnar:
Sunnudagur 7. sept:
15.50 Ungverjaland - Norður-Írland Sport 2
15.50 Danmörk - Armenía Sport
18.35 Þýskaland - Skotland Sport 2
18.35 Portúgal - Albanía Sport
Mánudagur 8. sept:
15.50 Rússland - Lichtenstein Sport
18.35 Spánn - Makedónía Sport
18.35 Austurríki - Svíþjóð Sport 3
18.35 Sviss - England Sport 2
Þriðjudagur 9. sept
15.50 Kasakstan - Lettland Sport
15.50 Aserbaídjan - Búlgaría Sport 3
18.35 Andorra - Wales Sport 2
18.35 Tékkland - Holland Sport
21.00 Leiðin til Frakklands Sport
22.00 Ísland - Tyrkland Sport