Skoðun

Heimsókn til fólks á flótta

Toshiki Toma skrifar
Heimsóknarþjónusta sjálfboðsliða hjá Rauða krossinum á Íslandi við hælisleitendur hófst árið 2006 og ég hef tekið þátt í henni frá upphafi fram til dagsins í dag. Í byrjun langar mig að fram komi þetta, ég held persónulega að við skulum hæta að nota orð ,,hælisleitandi“, sem hlaðist hefur neikvæðu gildi, og nota,,umsækjandi um alþjóðlega vernd“ eða einfaldlega ,,fólk á flótta“ í staðinn.

Í mörg ár gisti flest fólk á flótta í Fit-hostel í Reykjanesbæ og nokkrum íbúðum í nágrenni. Og þangað fór heimsóknarvinahópur, sem voru fjórir í samantali, í heimsókn í hverri viku (sem sagt mánaðarlega fyrir hvern hóp). En núna hefur fólk dreifst í Reyljanesbæ og einnig í Reykjavík, því mun það vera nauðsynlegt að endurskipulegga hvernig við förum í heimsókn.

Tilgangurinn heimsóknar er að brjóta niður einangrun fólks á flótta. Fólkið er komið í ókunnugt land og hér er enginn vinur, það skilur ekki tungumálið og vantar grunnupplýsingar. Auk þess veit það ekki hvað gerist á næstu dögum. Það væri jafnvel eðlilegt að fólk dytti í einangrun og festist þar.

Satt að segja tel ég ekki að heimsókn okkar sjálfboðsliða getur brotið niður einangrun fólks nægilega. Margir segjast geta ekki sofið á nóttunni vegna áhyggna af framtíð sinni þó að það sé búið að eignast nokkra vini. Svo framarlega ótímabundin vernd sé ekki tryggð, er fólkið úti úr veggi sem aðgreinir það frá ,,íbúum“ á Íslandi.

Engu að síður er það ekki rétt viðhorf að sjá fólkið alltaf í tengslum við ,,flótta“. Að vera á flótta er staða sem fólkið hefur lent í, en ekki hluti af mennsku þess eða persónuleika. Fólkið á jú sömu mennsku og við og persónuleiki er auðvitað mismunandi mann frá manni. Heimsóknarvinir vilja hitta ,,manneskju“ sem er á flótta núna í bili.

Ég hef eignast marga vini sem voru/eru á flótta og líf mitt hefur verið auðgað vegna kynna við þá. Ég óska að margir meðal lesenda hafi áhuga á heimsóknarsatarfsemi og jákvæðan skilning.




Skoðun

Sjá meira


×