„Sýnum öllum heiminum inn í innstu hugarfylgsni okkar“ Viktoría Hermannsdóttir skrifar 28. september 2014 15:30 Blær, Katrín og Valdís „Hvaða Reykvíkingur hefur ekki gengið niður Laugaveginn klukkan fimm að nóttu til og upplifað þessar hugsanir, við einfaldlega komum þeim í orð. Tökum þau síðan upp og sýnum öllum heiminum inn í innstu hugarfylgsni okkar sem og allra,“ segir Þuríður Blær Jóhannsdóttir ein meðlima sveitarinnar Reykjavíkur dætur um nýtt mynband sveitarinnar. Reykjavíkurdætur frumsýna hér á Vísi glænýtt myndband við lagið Tíminn tapar takti. Sveitin hefur vakið mikla athygli undanfarið en í þessu lagi eru aðeins þrjár dætranna að rappa, ásamt Blæ eru það Katrín Helga Andrésdóttir og Valdís Steinarsdóttir. „Reykjavíkurdætur eru „clan“ svo við gerum lög allt frá einni rappettu upp í tuttugu og eina, eftir því hvað við höfum áhuga á að semja um. Upprunalega ætluðum við að vera sex í lagi sem átti að heita þú „þykist þekkja mig“ sem breyttist í 2 lög, með 3 rappettum í hverju: „Tíminn tapar takti“ og „Þú þykist þekkja mig“. Þessi lög eru eins og tvær hliðar á sama peningnum. Nú erum við líka orðnar svo margar að fólk á eftir að sjá meira af myndböndum þar sem við erum færri. Þetta er heldur ekki fyrsta myndbandið sem kemur út með hljómsveit innan Reykjavíkurdætra. Í sumar gaf dúóið Cyber út lagið „Sjálfstæðisfyllerí“ og systurnar í Hljómsveitt hafa gefið út lagið „Kynþokkafull“ og munu senda frá sér nýtt myndband á næstu dögum,“ segir Blær.Myndbandið við lagið var tekið upp fyrir verkefni listamannsins Saulius Baradinskas. „Hann er með project í Litháen ásamt hópi af fólki sem heitir Vilnius Temperature. Það gengur út á að taka live myndbönd af hljómsveitum út um allan heim. Hefðin er að kynna sig fyrst og taka fram við hvaða hitastig myndbandið er tekið. Vilnius temperature er búið að taka upp fullt af myndböndum þar á meðal af Gusgus en þetta er í fyrsta sinn sem þau taka upp live rapp-myndband, þannig að þetta er nýjung bæði fyrir þau og okkur. Þá eru engin hljóðfæri svo til að brjóta þetta aðeins upp ákváðum við að ganga um í bænum á meðan," segir hún. Samstarfið við Saulius kom til á skemmtilegan hátt. „Engin okkar þekkti Saulius í fyrstu en fyrir tilviljun fengu hann og kærastan hans Karolina að gista hjá mér nokkrar nætur á meðan þau voru að skoða Ísland. Hann gekk framhjá herberginu mínu eitt kvöldið þegar ég var að hlusta á lagið sem við vorum þá nýbúnar að gera og bauð honum að hlusta, hann varð yfir sig hrifinn og spurði strax hvort hann mætti ekki taka upp myndbandið. Tveimur dögum síðar vorum við komin á Skólavörðustíginn að taka upp,“ segir Blær. Reykjavíkurdætur sitja ekki auðum höndum þessa dagana og von er á tveimur lögum frá sveitinni á næstunni. „Annað um aftengingu okkar við raunveruleikann og hitt um dauðasyndirnar sjö. Planið er að vera búin að gefa þau út fyrir Airwaves. Þar af leiðandi hvetjum við fólk til að fylgjast með okkur því þau koma út á næstu vikum,“ segir Blær. Airwaves Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Sjá meira
„Hvaða Reykvíkingur hefur ekki gengið niður Laugaveginn klukkan fimm að nóttu til og upplifað þessar hugsanir, við einfaldlega komum þeim í orð. Tökum þau síðan upp og sýnum öllum heiminum inn í innstu hugarfylgsni okkar sem og allra,“ segir Þuríður Blær Jóhannsdóttir ein meðlima sveitarinnar Reykjavíkur dætur um nýtt mynband sveitarinnar. Reykjavíkurdætur frumsýna hér á Vísi glænýtt myndband við lagið Tíminn tapar takti. Sveitin hefur vakið mikla athygli undanfarið en í þessu lagi eru aðeins þrjár dætranna að rappa, ásamt Blæ eru það Katrín Helga Andrésdóttir og Valdís Steinarsdóttir. „Reykjavíkurdætur eru „clan“ svo við gerum lög allt frá einni rappettu upp í tuttugu og eina, eftir því hvað við höfum áhuga á að semja um. Upprunalega ætluðum við að vera sex í lagi sem átti að heita þú „þykist þekkja mig“ sem breyttist í 2 lög, með 3 rappettum í hverju: „Tíminn tapar takti“ og „Þú þykist þekkja mig“. Þessi lög eru eins og tvær hliðar á sama peningnum. Nú erum við líka orðnar svo margar að fólk á eftir að sjá meira af myndböndum þar sem við erum færri. Þetta er heldur ekki fyrsta myndbandið sem kemur út með hljómsveit innan Reykjavíkurdætra. Í sumar gaf dúóið Cyber út lagið „Sjálfstæðisfyllerí“ og systurnar í Hljómsveitt hafa gefið út lagið „Kynþokkafull“ og munu senda frá sér nýtt myndband á næstu dögum,“ segir Blær.Myndbandið við lagið var tekið upp fyrir verkefni listamannsins Saulius Baradinskas. „Hann er með project í Litháen ásamt hópi af fólki sem heitir Vilnius Temperature. Það gengur út á að taka live myndbönd af hljómsveitum út um allan heim. Hefðin er að kynna sig fyrst og taka fram við hvaða hitastig myndbandið er tekið. Vilnius temperature er búið að taka upp fullt af myndböndum þar á meðal af Gusgus en þetta er í fyrsta sinn sem þau taka upp live rapp-myndband, þannig að þetta er nýjung bæði fyrir þau og okkur. Þá eru engin hljóðfæri svo til að brjóta þetta aðeins upp ákváðum við að ganga um í bænum á meðan," segir hún. Samstarfið við Saulius kom til á skemmtilegan hátt. „Engin okkar þekkti Saulius í fyrstu en fyrir tilviljun fengu hann og kærastan hans Karolina að gista hjá mér nokkrar nætur á meðan þau voru að skoða Ísland. Hann gekk framhjá herberginu mínu eitt kvöldið þegar ég var að hlusta á lagið sem við vorum þá nýbúnar að gera og bauð honum að hlusta, hann varð yfir sig hrifinn og spurði strax hvort hann mætti ekki taka upp myndbandið. Tveimur dögum síðar vorum við komin á Skólavörðustíginn að taka upp,“ segir Blær. Reykjavíkurdætur sitja ekki auðum höndum þessa dagana og von er á tveimur lögum frá sveitinni á næstunni. „Annað um aftengingu okkar við raunveruleikann og hitt um dauðasyndirnar sjö. Planið er að vera búin að gefa þau út fyrir Airwaves. Þar af leiðandi hvetjum við fólk til að fylgjast með okkur því þau koma út á næstu vikum,“ segir Blær.
Airwaves Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Sjá meira