Real Madrid lagði Villarreal 2-0 á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Bæði mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik.
Luka Modric kom Real á blað með marki á 32. mínútu og átta mínútum síðar skoraði Cristiano Ronaldo seinna mark liðsins og þar við sat.
Real Madrid skoraði mikið í síðustu viku en sætti sig við stigin þrjú og öruggan sigur.
Real Madrid er komið í 12 stig úr sex leikjum en Villarreal er í 7. sæti með 8 stig.
