Fótbolti

Suárez valinn aftur í landslið Úrúgvæ

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Luis Suárez skoraði í fyrsta sinn fyrir Barcelona á vikunni.
Luis Suárez skoraði í fyrsta sinn fyrir Barcelona á vikunni. vísir/getty
Luis Suárez, framherji Barcelona, var valinn í hópinn hjá úrúgvæska landsliðinu sem mætir Sádi Arabíu og Óman í vináttuleikjum í næsta mánuði.

Suárez er eins og allir knattspyrnáhugamenn vita í fjögurra mánaða löngu leikbanni fyrir að bíta GiorgioChiellini á HM í Brasilíu, og má hann ekki spila mótsleik fyrir félagslið né landslið.

Hann fékk níu leikja bann frá landsleikjum, en eftir að íþróttadómstóllinn mildaði upphaflegan úrskurð Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, má hann nú spila vináttuleiki fyrir Úrúgvæ.

Suárez var ekki valinn í landsliðshópinn sem mætti Japan og Suður-Kóreu í þessum mánuði, en OscarTabarez, landsliðsþjálfari Úrúgvæ, valdi hann að þessu sinni.

Suárez, sem gekk í raðir Barcelona frá Liverpool í sumar, skoraði sín fyrstu mörk í Barcelona-treyjunni á miðvikudaginn. Hann setti þá tvö í vináttuleik gegn U19 ára úrvali Indónesíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×