Alfreð Finnbogason lék sinn fyrsta deildarleik fyrir Real Sociedad þegar liðið tapaði fyrir Sevilla á útivelli með einu marki gegn engu.
Það var Gerard Deulofeu sem skoraði sigurmarkið á 18. mínútu, en hann er á láni hjá Sevilla frá Barcelona.
Alfreð kom inn á sem varamaður á 70. mínútu fyrir Sergio Canales, en íslenski landsliðsmaðurinn náði ekki að láta verulega að sér kveða.
Með sigrinum jafnaði Sevilla Barcelona að stigum á toppi deildarinnar, en bæði lið eru með 13 stig eftir fimm umferðir. Real Sociedad er hins vegar í 13. sæti með fjögur stig.
Alfreð lék sinn fyrsta deildarleik
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn
Íslenski boltinn

Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United
Enski boltinn

Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti
Enski boltinn





Bayern varð sófameistari
Fótbolti
