Real Madrid skoraði átján mörk á einni viku Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. september 2014 15:00 Vísir/Getty Real Madrid átti lygilega viku eftir 2-1 tapið gegn Spánarmeisturum Atletico Madrid um þarsíðustu helgi. Real tapaði óvænt tveimur leikjum í röð í spænsku deildinni - gegn Real Sociedad og Atletico Madrid - en kom sér aftur á beinu brautina með 5-1 sigri á Basel í Meistaradeild Evrópu fyrir viku síðan. Tveir sigrar í deildinni fylgdu svo í kjölfarið. Fyrst slátraði liðið nýliðum Deportivo á laugardag, 8-2, og í gær unnu Madrídingar 5-1 sigur á Elche. Þetta þýðir að á einni viku náði Real Madrid að setja boltann átján sinnum í mark andstæðingsins. Þar af skoraði Cristiano Ronaldo átta mörk, þar af sjö í síðustu tveimur leikjum. „Ég hef gert þetta tvisvar eða þrisvar áður,“ sagði Ronaldo um fernuna sem hann skoraði gegn Elche í gær. „En þetta snýst um liðið. Það gengur vel hjá mér og ég vil þakka liðsfélögum mínum fyrir að hjálpa mér. Ég ætla að gefa stráknum mínum boltann sem ég fékk.“Cristiano Ronaldo er kominn með níu mörk í fjórum deildarleikju á tímabilinu.Vísir/GettyRonaldo spilaði sem „nía“ í leiknum og hann kvartaði ekki undan því eftir leikinn í gær. „Þjálfarinn tekur þessar ákvarðanir og við berum virðingu fyrir þeim. Hann vildi að ég myndi spila upp á toppi. Aðamálið er að við erum að vinna leiki og enn með í toppbaráttunni.“ Fullyrt er að Ronaldo stefni leynt og ljóst að því að bæta markamet Real Madrid en er nú í fjórða sæti markalistans með 264 mörk. Raul (323 mörk), Alfredo Di Stefano (305 mörk) og Carlos Santillana (289 mörk) eru enn á undan honum. Ronaldo mun þó með þessu áframhaldi fikra sig áfram upp listann og jafnvel bæta markametið strax á næsta tímabili. Hann er með langbesta meðaltalið af þessum fjórum enda skorar hann að meðaltali 1,04 mark í leik (264 mörk í 254 leikjum).Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid.Vísir/GettyÞað er ljóst að fá lið standast Madrídingum snúning þegar þeir eru í þessum mikla sóknarham. Varnarleikur liðsins hefur hins vegar verið höfuðverkur enda liðið aðeins einu sinni haldið hreinu í öllum keppnum í ár - samtals átta leikjum. Það var gegn Cordoba í fyrstu umferð tímabilsins á Spáni. Stjórinn Carlo Ancelotti segir að það sé þó meira jafnvægi í liðinu nú en fyrir tíu dögum síðan. „Þetta snýst ekki um leikkerfið heldur það sem menn leggja á sig. Við reynum að verjast í 4-4-2 kerfinu og sækja með öðru kerfi, til að nýta sóknarmennina okkar sem best.“ Spænski boltinn Tengdar fréttir Ronaldo kominn með 25 þrennur fyrir Real Madrid | Myndband Real Madrid vann öruggan 5-1 sigur á Elche á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 23. september 2014 10:58 Ronaldo með 24 þrennur fyrir Real og nálgast fullt af markametum Portúgalski framherjinn búinn að skora 260 mörk í 253 leikjum fyrir spænska stórliðið. 23. september 2014 13:00 Real skoraði átta gegn nýliðunum Cristiano Ronaldo og félagar kjöldrógu nýliða Deportivo í spænsku úrvalsdeildinni. 20. september 2014 00:01 Lauflétt hjá Real gegn Basel Gareth Bale og Cristiano Ronaldo skoruðu báðir í stórsigri. 16. september 2014 11:11 Sjáðu markasúpuna hjá Real Madrid Real Madrid gjörsamlega keyrði yfir nýliða Deportivo í dag, en lokatölur urðu 2-8. Ótrúlegar tölur. 20. september 2014 17:15 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
Real Madrid átti lygilega viku eftir 2-1 tapið gegn Spánarmeisturum Atletico Madrid um þarsíðustu helgi. Real tapaði óvænt tveimur leikjum í röð í spænsku deildinni - gegn Real Sociedad og Atletico Madrid - en kom sér aftur á beinu brautina með 5-1 sigri á Basel í Meistaradeild Evrópu fyrir viku síðan. Tveir sigrar í deildinni fylgdu svo í kjölfarið. Fyrst slátraði liðið nýliðum Deportivo á laugardag, 8-2, og í gær unnu Madrídingar 5-1 sigur á Elche. Þetta þýðir að á einni viku náði Real Madrid að setja boltann átján sinnum í mark andstæðingsins. Þar af skoraði Cristiano Ronaldo átta mörk, þar af sjö í síðustu tveimur leikjum. „Ég hef gert þetta tvisvar eða þrisvar áður,“ sagði Ronaldo um fernuna sem hann skoraði gegn Elche í gær. „En þetta snýst um liðið. Það gengur vel hjá mér og ég vil þakka liðsfélögum mínum fyrir að hjálpa mér. Ég ætla að gefa stráknum mínum boltann sem ég fékk.“Cristiano Ronaldo er kominn með níu mörk í fjórum deildarleikju á tímabilinu.Vísir/GettyRonaldo spilaði sem „nía“ í leiknum og hann kvartaði ekki undan því eftir leikinn í gær. „Þjálfarinn tekur þessar ákvarðanir og við berum virðingu fyrir þeim. Hann vildi að ég myndi spila upp á toppi. Aðamálið er að við erum að vinna leiki og enn með í toppbaráttunni.“ Fullyrt er að Ronaldo stefni leynt og ljóst að því að bæta markamet Real Madrid en er nú í fjórða sæti markalistans með 264 mörk. Raul (323 mörk), Alfredo Di Stefano (305 mörk) og Carlos Santillana (289 mörk) eru enn á undan honum. Ronaldo mun þó með þessu áframhaldi fikra sig áfram upp listann og jafnvel bæta markametið strax á næsta tímabili. Hann er með langbesta meðaltalið af þessum fjórum enda skorar hann að meðaltali 1,04 mark í leik (264 mörk í 254 leikjum).Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid.Vísir/GettyÞað er ljóst að fá lið standast Madrídingum snúning þegar þeir eru í þessum mikla sóknarham. Varnarleikur liðsins hefur hins vegar verið höfuðverkur enda liðið aðeins einu sinni haldið hreinu í öllum keppnum í ár - samtals átta leikjum. Það var gegn Cordoba í fyrstu umferð tímabilsins á Spáni. Stjórinn Carlo Ancelotti segir að það sé þó meira jafnvægi í liðinu nú en fyrir tíu dögum síðan. „Þetta snýst ekki um leikkerfið heldur það sem menn leggja á sig. Við reynum að verjast í 4-4-2 kerfinu og sækja með öðru kerfi, til að nýta sóknarmennina okkar sem best.“
Spænski boltinn Tengdar fréttir Ronaldo kominn með 25 þrennur fyrir Real Madrid | Myndband Real Madrid vann öruggan 5-1 sigur á Elche á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 23. september 2014 10:58 Ronaldo með 24 þrennur fyrir Real og nálgast fullt af markametum Portúgalski framherjinn búinn að skora 260 mörk í 253 leikjum fyrir spænska stórliðið. 23. september 2014 13:00 Real skoraði átta gegn nýliðunum Cristiano Ronaldo og félagar kjöldrógu nýliða Deportivo í spænsku úrvalsdeildinni. 20. september 2014 00:01 Lauflétt hjá Real gegn Basel Gareth Bale og Cristiano Ronaldo skoruðu báðir í stórsigri. 16. september 2014 11:11 Sjáðu markasúpuna hjá Real Madrid Real Madrid gjörsamlega keyrði yfir nýliða Deportivo í dag, en lokatölur urðu 2-8. Ótrúlegar tölur. 20. september 2014 17:15 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
Ronaldo kominn með 25 þrennur fyrir Real Madrid | Myndband Real Madrid vann öruggan 5-1 sigur á Elche á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 23. september 2014 10:58
Ronaldo með 24 þrennur fyrir Real og nálgast fullt af markametum Portúgalski framherjinn búinn að skora 260 mörk í 253 leikjum fyrir spænska stórliðið. 23. september 2014 13:00
Real skoraði átta gegn nýliðunum Cristiano Ronaldo og félagar kjöldrógu nýliða Deportivo í spænsku úrvalsdeildinni. 20. september 2014 00:01
Lauflétt hjá Real gegn Basel Gareth Bale og Cristiano Ronaldo skoruðu báðir í stórsigri. 16. september 2014 11:11
Sjáðu markasúpuna hjá Real Madrid Real Madrid gjörsamlega keyrði yfir nýliða Deportivo í dag, en lokatölur urðu 2-8. Ótrúlegar tölur. 20. september 2014 17:15
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann