40.000 nýir aðdáendur á tæpri viku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. september 2014 14:34 Í kjölfar þess að Instagram-síðu lögreglunnar var deilt út um allan heim fjölgaði aðdáendum hennar jafnt og þétt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur eignast 40.000 nýja aðdáendur á Instagram á tæpri viku, eða síðan bloggari í Rússlandi vakti athygli á síðunni á síðastliðinn þriðjudag. Í kjölfarið fjölluðu síður á borð við Buzzfeed og Bored Panda um síðuna sem og vefsíða í Kína og má í raun segja að lögreglan sé orðin heimsfræg. Þórir Ingvarsson rannsóknarlögreglumaður hefur yfirumsjón með samfélagsmiðlum lögreglunnar. Hann segir þetta allt mjög skemmtilegt og hákómískt. „Þetta er svona enn að gerjast. Á þriðjudaginn í seinustu viku voru 11.000 manns að fylgja okkur á Instagram og við vorum bara mjög sáttir með það. Lögreglan í New York er með svipaðan fjölda en það er auðvitað miklu stærri stofnun en við,“ segir Þórir. Í kjölfar þess að Instagram-síðunni var svo deilt út um allan heim hefur aðdáendum lögreglunnar á samskiptamiðlinum fjölgað jafnt og þétt. Á fimmtudaginn voru þeir orðnir 18.000 talsins og á föstudaginn um 24.000, en eru nú komnir yfir 50.000. Kommentin hrúgast inn við myndirnar og segir Þórir afar áhugavert að lesa þau. „Kommentin koma alls staðar að úr heiminum. Þetta er mikið af þakkar-og hvatningarorðum. Ég held að fólk sjá þarna aðra hlið á lögreglunni en það er vant.“Þórir Ingvarsson rannsóknarlögreglumaður hefur yfirumsjón með samskiptamiðlum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Samskiptamiðlarnir algengasta leiðin til að hafa samband við lögregluna Aðspurður hvað lögreglunni finnist um þessa auknu athygli og frægð segir Þórir að hann líti svo á að þetta sé ákveðin viðurkenning á því sem lögreglan er að gera á Instagram. „Þegar við byrjuðum á Instagram ákváðum við að það myndi vera leið til að sýna löggæslu út frá sjónarhorni lögreglunnar. Sex manns sjá um síðuna og það eru allt lögreglumenn á vöktum. Þeir geta sagt frá því sem þeim finnst áhugavert og við hugsuðum þetta þannig að við værum að skapa miðil þar sem hægt væri að hafa samskipti við borgarana.“ Það hefur svo sannarlega tekist en Þórir segir samskiptamiðlana vera þá leið sem fólk notar mest til að hafa samband við lögregluna. „Við fáum 300-400 einkaskilaboð á viku í gegnum Facebook. Við fáum því gríðarlega mikið af upplýsingum í gegnum samskiptamiðla og fólk notar þá frekar til að hafa samskipti við okkur heldur en símann, tölvupóst, vefsvæði eða 1-1-2. Þetta er því mjög öflugt tæki til að hafa samskipti við almenning,“ segir Þórir að lokum. Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Fleiri fréttir Staða inn á fótboltavelli sem heiti það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur eignast 40.000 nýja aðdáendur á Instagram á tæpri viku, eða síðan bloggari í Rússlandi vakti athygli á síðunni á síðastliðinn þriðjudag. Í kjölfarið fjölluðu síður á borð við Buzzfeed og Bored Panda um síðuna sem og vefsíða í Kína og má í raun segja að lögreglan sé orðin heimsfræg. Þórir Ingvarsson rannsóknarlögreglumaður hefur yfirumsjón með samfélagsmiðlum lögreglunnar. Hann segir þetta allt mjög skemmtilegt og hákómískt. „Þetta er svona enn að gerjast. Á þriðjudaginn í seinustu viku voru 11.000 manns að fylgja okkur á Instagram og við vorum bara mjög sáttir með það. Lögreglan í New York er með svipaðan fjölda en það er auðvitað miklu stærri stofnun en við,“ segir Þórir. Í kjölfar þess að Instagram-síðunni var svo deilt út um allan heim hefur aðdáendum lögreglunnar á samskiptamiðlinum fjölgað jafnt og þétt. Á fimmtudaginn voru þeir orðnir 18.000 talsins og á föstudaginn um 24.000, en eru nú komnir yfir 50.000. Kommentin hrúgast inn við myndirnar og segir Þórir afar áhugavert að lesa þau. „Kommentin koma alls staðar að úr heiminum. Þetta er mikið af þakkar-og hvatningarorðum. Ég held að fólk sjá þarna aðra hlið á lögreglunni en það er vant.“Þórir Ingvarsson rannsóknarlögreglumaður hefur yfirumsjón með samskiptamiðlum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Samskiptamiðlarnir algengasta leiðin til að hafa samband við lögregluna Aðspurður hvað lögreglunni finnist um þessa auknu athygli og frægð segir Þórir að hann líti svo á að þetta sé ákveðin viðurkenning á því sem lögreglan er að gera á Instagram. „Þegar við byrjuðum á Instagram ákváðum við að það myndi vera leið til að sýna löggæslu út frá sjónarhorni lögreglunnar. Sex manns sjá um síðuna og það eru allt lögreglumenn á vöktum. Þeir geta sagt frá því sem þeim finnst áhugavert og við hugsuðum þetta þannig að við værum að skapa miðil þar sem hægt væri að hafa samskipti við borgarana.“ Það hefur svo sannarlega tekist en Þórir segir samskiptamiðlana vera þá leið sem fólk notar mest til að hafa samband við lögregluna. „Við fáum 300-400 einkaskilaboð á viku í gegnum Facebook. Við fáum því gríðarlega mikið af upplýsingum í gegnum samskiptamiðla og fólk notar þá frekar til að hafa samskipti við okkur heldur en símann, tölvupóst, vefsvæði eða 1-1-2. Þetta er því mjög öflugt tæki til að hafa samskipti við almenning,“ segir Þórir að lokum.
Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Fleiri fréttir Staða inn á fótboltavelli sem heiti það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Sjá meira