Spænsku meistararnir í Atletico Madrid gerðu jafntefli við Celta Vigo á heimavelli og Granada lagði Athletic Bilbao að velli.
Pablo Hernandez kom Celta Vigo yfir, en Miranda jafnaði metin. Diego Godin kom svo Madrídar-liðinu yfir, en Nolito jafnaði fyrir Celta úr víti. 2-2 og þannig urðu lokatölur.
Granada lagði Athletic Bilbao að velli 0-1 í Bilboa, en Jhon Cordoba skoraði eina markið eftir 40. mínútna leik.
Espanyol og Malaga mætast svo í síðasta leik dagsins í spænska boltanum, en sá leikur hefst klukkan átta.
