Biðja lögregluna og nærstadda afsökunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. október 2014 12:35 Félagarnir voru miður sín þegar blaðamaður ræddi við þá í dag. Vísir/JóiK „Við biðjumst afsökunar á þessu. Þetta var vanhugsað af okkar hálfu og við virðum störf lögreglunnar miklu meira en þetta,“ segja félagarnir Nökkvi Fjalar Orrason, Egill Ploder Ottósson og Róbert Úlfarsson sem standa að sjónvarpsþættinum Áttunni á Bravó. Lögregla var kölluð að Kringlunni í gær vegna ábendingar frá vegfaranda um að maður klæddur lambhúshettu væri að brjótast inn í bíl. Hið rétta er að þremenningarnir voru að taka upp liðinn Samfélagstilraun í þætti sínum. Í þetta skiptið vildu þeir kanna viðbrögð almennings við því að verið væri að brjótast inn í bíl um hábjartan dag. Áttu þeir von á því að öryggisvörður gæti skorist í leikinn eða þá einn lögreglumaður myndi koma við. Skömmu eftir að upptökum lauk um hálf fjögur leytið í gær voru þrír lögreglubílar mættir á vettvang. „Þeir voru rosalega fúlir og skiljanlega. Við eigum erfitt með að lýsa með orðum hvað við sjáum mikið eftir þessu,“ segja félagarnir sem gáfu lögreglu skýrslu. Lögreglan hefur málið á sínu borði og mun koma í ljós í vikunni hvert framhald þess verður.Í tilkynningu lögreglu í gær kom fram að drengirnir hefðu ætlað bæði að kanna viðbragðstíma almennings og lögreglu við innbroti í bíl. Í tilkynningunni kom fram að atvikið teldist alvarlegt og það varðaði við lög að blekkja lögreglu og valda töfum á öðrum verkefnum hennar. Þáttastjórnendurnir segjast eingöngu hafa ætlað að kanna hvernig almenningur myndi bregðast við. Þeir hafi hins vegar ekki hugsað dæmið til enda. „Við vitum að lögreglan hefur miklu mikilvægari málum að sinna. Okkur þykir afar leiðinlegt að hafa sóað tíma þeirra í þetta,“ segja félagarnir. „Við biðjum lögregluna afsökunar og alla þá sem mögulega hafa orðið hræddir eða skelkaðir vegna uppákomunar í gær.“ Áttan Tengdar fréttir Lögregla ósátt við sviðsett innbrot í Kringlunni Atvikið reyndist sviðsett en lögregla lítur það alvarlegum augum. 5. október 2014 18:11 Svæfa Gillz og setja á hann skinku og rjóma Strákarnir í Áttunni taka upp á ýmsu. 6. október 2014 14:30 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
„Við biðjumst afsökunar á þessu. Þetta var vanhugsað af okkar hálfu og við virðum störf lögreglunnar miklu meira en þetta,“ segja félagarnir Nökkvi Fjalar Orrason, Egill Ploder Ottósson og Róbert Úlfarsson sem standa að sjónvarpsþættinum Áttunni á Bravó. Lögregla var kölluð að Kringlunni í gær vegna ábendingar frá vegfaranda um að maður klæddur lambhúshettu væri að brjótast inn í bíl. Hið rétta er að þremenningarnir voru að taka upp liðinn Samfélagstilraun í þætti sínum. Í þetta skiptið vildu þeir kanna viðbrögð almennings við því að verið væri að brjótast inn í bíl um hábjartan dag. Áttu þeir von á því að öryggisvörður gæti skorist í leikinn eða þá einn lögreglumaður myndi koma við. Skömmu eftir að upptökum lauk um hálf fjögur leytið í gær voru þrír lögreglubílar mættir á vettvang. „Þeir voru rosalega fúlir og skiljanlega. Við eigum erfitt með að lýsa með orðum hvað við sjáum mikið eftir þessu,“ segja félagarnir sem gáfu lögreglu skýrslu. Lögreglan hefur málið á sínu borði og mun koma í ljós í vikunni hvert framhald þess verður.Í tilkynningu lögreglu í gær kom fram að drengirnir hefðu ætlað bæði að kanna viðbragðstíma almennings og lögreglu við innbroti í bíl. Í tilkynningunni kom fram að atvikið teldist alvarlegt og það varðaði við lög að blekkja lögreglu og valda töfum á öðrum verkefnum hennar. Þáttastjórnendurnir segjast eingöngu hafa ætlað að kanna hvernig almenningur myndi bregðast við. Þeir hafi hins vegar ekki hugsað dæmið til enda. „Við vitum að lögreglan hefur miklu mikilvægari málum að sinna. Okkur þykir afar leiðinlegt að hafa sóað tíma þeirra í þetta,“ segja félagarnir. „Við biðjum lögregluna afsökunar og alla þá sem mögulega hafa orðið hræddir eða skelkaðir vegna uppákomunar í gær.“
Áttan Tengdar fréttir Lögregla ósátt við sviðsett innbrot í Kringlunni Atvikið reyndist sviðsett en lögregla lítur það alvarlegum augum. 5. október 2014 18:11 Svæfa Gillz og setja á hann skinku og rjóma Strákarnir í Áttunni taka upp á ýmsu. 6. október 2014 14:30 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Lögregla ósátt við sviðsett innbrot í Kringlunni Atvikið reyndist sviðsett en lögregla lítur það alvarlegum augum. 5. október 2014 18:11
Svæfa Gillz og setja á hann skinku og rjóma Strákarnir í Áttunni taka upp á ýmsu. 6. október 2014 14:30