Biðja lögregluna og nærstadda afsökunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. október 2014 12:35 Félagarnir voru miður sín þegar blaðamaður ræddi við þá í dag. Vísir/JóiK „Við biðjumst afsökunar á þessu. Þetta var vanhugsað af okkar hálfu og við virðum störf lögreglunnar miklu meira en þetta,“ segja félagarnir Nökkvi Fjalar Orrason, Egill Ploder Ottósson og Róbert Úlfarsson sem standa að sjónvarpsþættinum Áttunni á Bravó. Lögregla var kölluð að Kringlunni í gær vegna ábendingar frá vegfaranda um að maður klæddur lambhúshettu væri að brjótast inn í bíl. Hið rétta er að þremenningarnir voru að taka upp liðinn Samfélagstilraun í þætti sínum. Í þetta skiptið vildu þeir kanna viðbrögð almennings við því að verið væri að brjótast inn í bíl um hábjartan dag. Áttu þeir von á því að öryggisvörður gæti skorist í leikinn eða þá einn lögreglumaður myndi koma við. Skömmu eftir að upptökum lauk um hálf fjögur leytið í gær voru þrír lögreglubílar mættir á vettvang. „Þeir voru rosalega fúlir og skiljanlega. Við eigum erfitt með að lýsa með orðum hvað við sjáum mikið eftir þessu,“ segja félagarnir sem gáfu lögreglu skýrslu. Lögreglan hefur málið á sínu borði og mun koma í ljós í vikunni hvert framhald þess verður.Í tilkynningu lögreglu í gær kom fram að drengirnir hefðu ætlað bæði að kanna viðbragðstíma almennings og lögreglu við innbroti í bíl. Í tilkynningunni kom fram að atvikið teldist alvarlegt og það varðaði við lög að blekkja lögreglu og valda töfum á öðrum verkefnum hennar. Þáttastjórnendurnir segjast eingöngu hafa ætlað að kanna hvernig almenningur myndi bregðast við. Þeir hafi hins vegar ekki hugsað dæmið til enda. „Við vitum að lögreglan hefur miklu mikilvægari málum að sinna. Okkur þykir afar leiðinlegt að hafa sóað tíma þeirra í þetta,“ segja félagarnir. „Við biðjum lögregluna afsökunar og alla þá sem mögulega hafa orðið hræddir eða skelkaðir vegna uppákomunar í gær.“ Áttan Tengdar fréttir Lögregla ósátt við sviðsett innbrot í Kringlunni Atvikið reyndist sviðsett en lögregla lítur það alvarlegum augum. 5. október 2014 18:11 Svæfa Gillz og setja á hann skinku og rjóma Strákarnir í Áttunni taka upp á ýmsu. 6. október 2014 14:30 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
„Við biðjumst afsökunar á þessu. Þetta var vanhugsað af okkar hálfu og við virðum störf lögreglunnar miklu meira en þetta,“ segja félagarnir Nökkvi Fjalar Orrason, Egill Ploder Ottósson og Róbert Úlfarsson sem standa að sjónvarpsþættinum Áttunni á Bravó. Lögregla var kölluð að Kringlunni í gær vegna ábendingar frá vegfaranda um að maður klæddur lambhúshettu væri að brjótast inn í bíl. Hið rétta er að þremenningarnir voru að taka upp liðinn Samfélagstilraun í þætti sínum. Í þetta skiptið vildu þeir kanna viðbrögð almennings við því að verið væri að brjótast inn í bíl um hábjartan dag. Áttu þeir von á því að öryggisvörður gæti skorist í leikinn eða þá einn lögreglumaður myndi koma við. Skömmu eftir að upptökum lauk um hálf fjögur leytið í gær voru þrír lögreglubílar mættir á vettvang. „Þeir voru rosalega fúlir og skiljanlega. Við eigum erfitt með að lýsa með orðum hvað við sjáum mikið eftir þessu,“ segja félagarnir sem gáfu lögreglu skýrslu. Lögreglan hefur málið á sínu borði og mun koma í ljós í vikunni hvert framhald þess verður.Í tilkynningu lögreglu í gær kom fram að drengirnir hefðu ætlað bæði að kanna viðbragðstíma almennings og lögreglu við innbroti í bíl. Í tilkynningunni kom fram að atvikið teldist alvarlegt og það varðaði við lög að blekkja lögreglu og valda töfum á öðrum verkefnum hennar. Þáttastjórnendurnir segjast eingöngu hafa ætlað að kanna hvernig almenningur myndi bregðast við. Þeir hafi hins vegar ekki hugsað dæmið til enda. „Við vitum að lögreglan hefur miklu mikilvægari málum að sinna. Okkur þykir afar leiðinlegt að hafa sóað tíma þeirra í þetta,“ segja félagarnir. „Við biðjum lögregluna afsökunar og alla þá sem mögulega hafa orðið hræddir eða skelkaðir vegna uppákomunar í gær.“
Áttan Tengdar fréttir Lögregla ósátt við sviðsett innbrot í Kringlunni Atvikið reyndist sviðsett en lögregla lítur það alvarlegum augum. 5. október 2014 18:11 Svæfa Gillz og setja á hann skinku og rjóma Strákarnir í Áttunni taka upp á ýmsu. 6. október 2014 14:30 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Lögregla ósátt við sviðsett innbrot í Kringlunni Atvikið reyndist sviðsett en lögregla lítur það alvarlegum augum. 5. október 2014 18:11
Svæfa Gillz og setja á hann skinku og rjóma Strákarnir í Áttunni taka upp á ýmsu. 6. október 2014 14:30