Valencia tyllti sér á topp spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta þegar liðið lagði Spánarmeistara Atletico Madrid 3-1 á heimavelli í dag.
Heimamenn byrjuðu af krafti. Valencia komst yfir með sjálfsmarki Miranda á sjöttu mínútu og mínútu síðar bætti André Gomes við marki.
Á 13. mínútu kom Nicoals Otamendi Valencia og gerði í raun út um leikinn en Mario Mandzukic minnkaði muninn á 29. mínútu og það létu liðin duga.
Valencia er á toppnum með 17 stig, stigi meira en Barcelona sem leikur síðar í dag. Atletico er í þriðja sæti með 14 stig, stigi á undan Real Madrid sem á leik til góða.
Valencia skellti meisturunum
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn



Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti


Lést á leiðinni á æfingu
Sport


Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn
