Guðlaugur Þór: Laugardalsvöllur er eign Reykjavíkurborgar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2014 21:26 Enn og aftur er komin umræða um stækkun stúkunnar á Laugardalsvelli og að fjarlægja hlaupabrautina sem umlykur völlinn. Valtýr Björn Valtýsson ræddi málið við Guðlaug Þór Þórðarson starfandi formann fjárlaganefndar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Laugardalsvöllur tekur rétt tæplega tíu þúsund manns og velgengni íslenska fótboltalandsliðsins hefur ýtt undir umræður um stækkun stúkunnar. Stækkun stúkunnar yrði á þá vegu að vellinum yrði lokað og hlaupabrautin fjarlægð. Þetta myndi þýða að völlurinn tæki um 15-18 þúsund manns. Geir Þórsteinsson formaður KSÍ sagði í Morgunblaðinu í dag að nú þegar liggi fyrir styrkur frá knattspyrnusambandi Evrópu um að taka upp grasið á vellinum og gera hann upphitaðan. Geir vill að þær framkvæmdir hefjist að ári og þá verði hlaupabrautin fjarlægð um leið. Hann segir að samkomulag við frjálsíþróttasambandið liggi fyrir en hvað varðar stúkubygginu og lokun vallarins þurfi ríki og borg að koma að málinu. Enn hvað segir Guðlaugur Þór Þórðarson starfandi formaður fjárlaganefndar um þetta? „Laugardalsvöllur er eign Reykjavíkurborgar en auðvitað er þetta Þjóðarleikvangurinn okkar. Hann er samt á ábyrgð Reykjavíkurborgar og þetta er þetta eign," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson í samtali við Valtý Björn Valtýsson. „Það er erfitt fyrir Ríkissjóð, sem eru ekkert annað en skattgreiðendur, að taka á sig fleiri verkefni. Það er frábært að sjá þennan árangur hjá landsliðunum okkar og algjörlega ómetanlegt. Við þurfum að huga meira að því þegar við skoðum mannvirki eins og þetta, sem væri stórkostlegt að sjá rísa, að menn þurfi að hugsa meira út fyrir boxið," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson og nefndi sem dæmi fjölnota íþróttamannvikri sem hafa verið byggð í samstarfi við einkaaðila. „Ef við viljum sjá þennan draum rætast þá ættu menn að skoða þetta út frá þeim forsendum og ég er sannfærður um að það að það væri vilji margra og þá sérstaklega stjórnmálamanna að hjálpa til við það," sagði Guðlaugur Þór en það má sjá allt viðtal Valtýs við Guðlaug hér fyrir ofan. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Vilja yfirbyggða stúku og hlaupabrautina burt KSÍ vill byggja stúku allan hringinn í kringum Laugardalsvöll og losna við hlaupabrautina. 16. október 2014 10:00 Endurbættur Laugardalsvöllur: Fjárfestar munu vilja peningana tilbaka Það verður ekki auðvelt fyrir Knattspyrnusamband Íslands að láta draum sinn rætast og laða fjárfesta að endurbótum á Laugardalsvelli, að sögn Helga S. Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Regins, rekstraraðila Egilshallarinnar, sem er í núverandi mynd líkust því viðskiptamódeli sem KSÍ leggur til grundvallar fjármögnun endurbótanna. 16. október 2014 14:47 ÍTR: Ekkert gerist án aðkomu ríkisins ÍTR er ekki mótfallið hugmyndum um nýjan yfirbyggðan Laugardalsvöll. 16. október 2014 11:30 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Enn og aftur er komin umræða um stækkun stúkunnar á Laugardalsvelli og að fjarlægja hlaupabrautina sem umlykur völlinn. Valtýr Björn Valtýsson ræddi málið við Guðlaug Þór Þórðarson starfandi formann fjárlaganefndar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Laugardalsvöllur tekur rétt tæplega tíu þúsund manns og velgengni íslenska fótboltalandsliðsins hefur ýtt undir umræður um stækkun stúkunnar. Stækkun stúkunnar yrði á þá vegu að vellinum yrði lokað og hlaupabrautin fjarlægð. Þetta myndi þýða að völlurinn tæki um 15-18 þúsund manns. Geir Þórsteinsson formaður KSÍ sagði í Morgunblaðinu í dag að nú þegar liggi fyrir styrkur frá knattspyrnusambandi Evrópu um að taka upp grasið á vellinum og gera hann upphitaðan. Geir vill að þær framkvæmdir hefjist að ári og þá verði hlaupabrautin fjarlægð um leið. Hann segir að samkomulag við frjálsíþróttasambandið liggi fyrir en hvað varðar stúkubygginu og lokun vallarins þurfi ríki og borg að koma að málinu. Enn hvað segir Guðlaugur Þór Þórðarson starfandi formaður fjárlaganefndar um þetta? „Laugardalsvöllur er eign Reykjavíkurborgar en auðvitað er þetta Þjóðarleikvangurinn okkar. Hann er samt á ábyrgð Reykjavíkurborgar og þetta er þetta eign," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson í samtali við Valtý Björn Valtýsson. „Það er erfitt fyrir Ríkissjóð, sem eru ekkert annað en skattgreiðendur, að taka á sig fleiri verkefni. Það er frábært að sjá þennan árangur hjá landsliðunum okkar og algjörlega ómetanlegt. Við þurfum að huga meira að því þegar við skoðum mannvirki eins og þetta, sem væri stórkostlegt að sjá rísa, að menn þurfi að hugsa meira út fyrir boxið," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson og nefndi sem dæmi fjölnota íþróttamannvikri sem hafa verið byggð í samstarfi við einkaaðila. „Ef við viljum sjá þennan draum rætast þá ættu menn að skoða þetta út frá þeim forsendum og ég er sannfærður um að það að það væri vilji margra og þá sérstaklega stjórnmálamanna að hjálpa til við það," sagði Guðlaugur Þór en það má sjá allt viðtal Valtýs við Guðlaug hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Vilja yfirbyggða stúku og hlaupabrautina burt KSÍ vill byggja stúku allan hringinn í kringum Laugardalsvöll og losna við hlaupabrautina. 16. október 2014 10:00 Endurbættur Laugardalsvöllur: Fjárfestar munu vilja peningana tilbaka Það verður ekki auðvelt fyrir Knattspyrnusamband Íslands að láta draum sinn rætast og laða fjárfesta að endurbótum á Laugardalsvelli, að sögn Helga S. Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Regins, rekstraraðila Egilshallarinnar, sem er í núverandi mynd líkust því viðskiptamódeli sem KSÍ leggur til grundvallar fjármögnun endurbótanna. 16. október 2014 14:47 ÍTR: Ekkert gerist án aðkomu ríkisins ÍTR er ekki mótfallið hugmyndum um nýjan yfirbyggðan Laugardalsvöll. 16. október 2014 11:30 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Vilja yfirbyggða stúku og hlaupabrautina burt KSÍ vill byggja stúku allan hringinn í kringum Laugardalsvöll og losna við hlaupabrautina. 16. október 2014 10:00
Endurbættur Laugardalsvöllur: Fjárfestar munu vilja peningana tilbaka Það verður ekki auðvelt fyrir Knattspyrnusamband Íslands að láta draum sinn rætast og laða fjárfesta að endurbótum á Laugardalsvelli, að sögn Helga S. Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Regins, rekstraraðila Egilshallarinnar, sem er í núverandi mynd líkust því viðskiptamódeli sem KSÍ leggur til grundvallar fjármögnun endurbótanna. 16. október 2014 14:47
ÍTR: Ekkert gerist án aðkomu ríkisins ÍTR er ekki mótfallið hugmyndum um nýjan yfirbyggðan Laugardalsvöll. 16. október 2014 11:30