Skráning er hafin í Jólastjörnu ársins 2014 hér á Visir.is. Jólastjarnan er söngkeppni fyrir börn yngri en sextán ára og kemur sigurvegarinn fram á stórtónleikunum Jólagestir Björgvins eins og síðustu ár.
Skráningu lýkur á miðnætti miðvikudaginn 22. október en þeir sem vilja skrá sig þurfa að syngja lag að eigin vali og senda inn hlekk á myndbandsupptökuna af söngnum. Myndböndin eða skrárnar skal merkja á þennan hátt: Jólastjarnan 2014 - Nafn keppanda.
Tíu bestu söngvararnir að mati dómnefndar verða boðaðir í prufur og eftir þær mun sigurvegarinn koma í ljós.
Ísland í dag á Stöð 2 mun fylgjast grannt með framvindunni og afhjúpa sigurvegarann þegar af því kemur en dómnefndina skipa Björgvin Halldórsson, Gissur Páll, Gunnar Helgason og Jóhanna Guðrún.
Skráðu þig í Jólastjörnuna 2014 hér.
Skráning hafin í Jólastjörnuna 2014
Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Mest lesið





Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því?
Tíska og hönnun

Gamli er (ekki) alveg með'etta
Gagnrýni



