Birkir Bjarna: Holland var bara bónusleikur fyrir mót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2014 21:45 Birkir Bjarnason. Vísir/Vilhelm Birkir Bjarnason og félagar hans í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta sitja í efsta sæti A-riðils í undankeppni EM 2016 eftir tvær umferðir og framundan er leikur við stórlið Hollendinga á Laugardalsvellinum á morgun. „Ég held að allir séu bara rólegir yfir þessu því það er mikið eftir. Við þurfum bara að halda fullri einbeitingu," sagði Birkir Bjarnason um frábæra byrjun íslenska landsliðsins sem hefur fullt hús eftir tvo leiki í undankeppni EM 2016. Íslenska liðið lærði á reynslunni frá því í síðustu keppni þegar liðið tapaði á móti Kýpur í sínum öðrum leik eftir sigur á Noregi í þeim fyrsta. Nú fylgdi liðið eftir 3-0 sigri á Tyrkjum með öðrum 3-0 sigri á Lettum. „Maður sá það í leiknum á móti Lettlandi að við vorum rólegir og ákveðnir í að vinna leikinn. Við vorum bara að bíða eftir fyrsta markinu. Þetta var erfitt í fyrri hálfleik og þeir voru góðir að verjast. Við náðum ekki að brjóta varnarlínuna þeirra almennilega upp en það var fínt að fá þessi mörk í lokin," sagði Birkir um Lettaleikinn. „Við förum í leikinn á móti Hollandi til þess að vinna en fyrir mótið var þetta bara bónusleikur. Þeir hafa ekki byrjað þetta vel þannig að þeir eru ekki að spila sinn besta bolta. Þeir bera alveg virðingu fyrir okkur eftir okkar góðu byrjun og þetta verður örugglega hörkuleikur," sagði Birkir en verður leikurinn öðruvísi en síðustu leikir. „Við þurfum að spila meira eins og við gerðum á móti Tyrkjum, vera rólegir, láta þá aðeins hafa boltann og reyna að ná skyndisóknum á móti þeim. Ef við getum unnið 3-0 á móti Tyrkjum þá getum við líka náð góðum úrslitum á móti Hollandi," sagði Birkir og það er hægt að láta sig dreyma. „Það væri ekki leiðinlegt að vera komnir með níu stig eftir þrjá leiki og kæmi örugglega öllum á óvart," sagði Birkir léttur að lokum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Sjá meira
Birkir Bjarnason og félagar hans í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta sitja í efsta sæti A-riðils í undankeppni EM 2016 eftir tvær umferðir og framundan er leikur við stórlið Hollendinga á Laugardalsvellinum á morgun. „Ég held að allir séu bara rólegir yfir þessu því það er mikið eftir. Við þurfum bara að halda fullri einbeitingu," sagði Birkir Bjarnason um frábæra byrjun íslenska landsliðsins sem hefur fullt hús eftir tvo leiki í undankeppni EM 2016. Íslenska liðið lærði á reynslunni frá því í síðustu keppni þegar liðið tapaði á móti Kýpur í sínum öðrum leik eftir sigur á Noregi í þeim fyrsta. Nú fylgdi liðið eftir 3-0 sigri á Tyrkjum með öðrum 3-0 sigri á Lettum. „Maður sá það í leiknum á móti Lettlandi að við vorum rólegir og ákveðnir í að vinna leikinn. Við vorum bara að bíða eftir fyrsta markinu. Þetta var erfitt í fyrri hálfleik og þeir voru góðir að verjast. Við náðum ekki að brjóta varnarlínuna þeirra almennilega upp en það var fínt að fá þessi mörk í lokin," sagði Birkir um Lettaleikinn. „Við förum í leikinn á móti Hollandi til þess að vinna en fyrir mótið var þetta bara bónusleikur. Þeir hafa ekki byrjað þetta vel þannig að þeir eru ekki að spila sinn besta bolta. Þeir bera alveg virðingu fyrir okkur eftir okkar góðu byrjun og þetta verður örugglega hörkuleikur," sagði Birkir en verður leikurinn öðruvísi en síðustu leikir. „Við þurfum að spila meira eins og við gerðum á móti Tyrkjum, vera rólegir, láta þá aðeins hafa boltann og reyna að ná skyndisóknum á móti þeim. Ef við getum unnið 3-0 á móti Tyrkjum þá getum við líka náð góðum úrslitum á móti Hollandi," sagði Birkir og það er hægt að láta sig dreyma. „Það væri ekki leiðinlegt að vera komnir með níu stig eftir þrjá leiki og kæmi örugglega öllum á óvart," sagði Birkir léttur að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Sjá meira