Luis Enrique, þjálfari Barcelona, staðfesti á blaðamannafundi fyrir El Clásico í dag að Luis Suárez mun koma við sögu í leiknum.
Suárez lýkur afplánun á fjögurra mánaða keppnisbanni á laugardaginn, aðeins nokkrum klukkustundum áður en stórleikurinn hefst.
Enrique vildi þó ekki segja til mun hvort hann verði í byrjunarliðinu, en framherjinn öflugi mun koma við sögu.
„Það er á hreinu að hann fær einhverjar mínútur, en hversu margar segi ég ekki til um. Þetta verður stór stund fyrir hann, að geta loks spila með samherjum sínum og fengið einhverjar mínútur,“ sagði Luis Enrique.
El Clásico verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun, en leikurinn hefst klukkan 16.00.
Suárez mun spila í El Clásico

Tengdar fréttir

Ancelotti: Myndi aldrei þjálfa Barcelona
Carlo Ancelotti vill klára þjálfaraferilinn sinn hjá Real Madrid.

Ronaldo: El Clasico ætti að vera á sunnudag
Cristiano Ronaldo óánægður með að fá minni tíma en Barcelona til að undirbúa sig fyrir stórslaginn

Suárez: Messi er betri en Ronaldo
Úrúgvæski framherjinn má hefja leik aftur eftir keppnisbannið á laugardaginn og tekur þátt í sálfræðistríðinu fyrir El Clásico.

Barcelona boðar komu Suarez með myndbandi
Úrúgvæinn Luis Suarez má loksins spila með Barcelona.

Neymar valdi Barcelona fram yfir Real Madrid
Sálfræðistríðið fyrir El Clásico heldur áfram, en spænsku risarnir mætast á laugardaginn.