Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist Stefán Árni Pálsson skrifar 20. október 2014 22:00 Sjónvarpsþátturinn Brestir hóf göngu sína á Stöð 2 í kvöld en landslagið í skemmtanalífinu í Reykjavík er síbreytilegt og hætturnar leynast víða. Í fyrsta þætti Bresta segir Þórhildur Þorkelsdóttir sögu Evu Maríu Þorvarðardóttur, en hún fannst látin í eftirpartýi í vesturbæ Reykjavíkur þann 16. nóvember síðastliðinn. Banamein Evu var margfaldur dauðaskammtur af eiturlyfinu Mollý, eða MDMA, sem fjölmörg ungmenni telja skaðlaust og þykir lítið tiltökumál að taka inn á djamminu. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að ofan.Valþór Ásgrímsson, verkefnastóri hjá rannsóknarstofu HÍ í lyfja- og eiturefnafræði.Vísir„Styrkur töflunnar sem þú ert að taka út á götunni er óþekktur og við erum að sjá töflur sem innihalda tífaldan mun á styrk,“ segir Valþór Ásgrímsson, verkefnastóri hjá rannsóknarstofu HÍ í lyfja- og eiturefnafræði. „Það er enginn trygging fyrir því að í töflunni sé sannarlega MDMA og það sem er oft selt sem MDMA töflur getur verið eitthvað allt annað og getur innihaldið efni sem er mun sterkara og hættulegra.“ „Það sem er hættulegast við MDMA er að það er stutt á milli skammta sem menn taka svona í venjulegu partíi,“ segir Jakob Kristinsson, prófessor í eiturefnafræði við læknadeild HÍ.Jakob Kristinsson, Prófessor í eiturefnafræði við læknadeild HÍ.Vísir„Menn eru misjafnlega viðkvæmir fyrir þessum efnum. Þetta getur haft áhrif á hjartað og gerir það. Þetta getur einnig valdið hættulegum hjartsláttatruflunum sem geta leitt til dauða. Það er kannski ekki algengasta orsökin fyrir þessum dauðsföllum heldur frekar hækkandi líkamshiti og því fylgir bilun í líffærum, í vöðvum sem fara brotna niður, í nýrum og lifrum og það verður einskonar fjölkerfa bilun.“ Jakob segir að sjúklingurinn geti því dáið ef hann fái ekki viðeigandi aðstoð. Eva María var hraust ung kona sem stundaði hestamennsku af kappi. Samkvæmt rannsókn lögreglu átti hún enga tengingu inn í eiturlyfjaheiminn, og kom dauðsfallið fjölskyldu hennar og vinum í opna skjöldu. Aðdragandinn var enginn. „Ég sé tvo menn og konu labba inn í íbúðina og hélt fyrst að þetta væri eitthvað trúarfólk eða einhver að villast,“ segir móðir Evu Maríu.Foreldrar Evu Maríu.Vísir„Þegar ég sé konuna nálgast sé ég að hún er með kraga um hálsinn og þá fattaði ég strax að eitthvað hefði gerst. Ég hélt fyrst að þetta væri sonur minn sem hafði farið upp í skóla á mótorhjólinu sínu og ég hélt að eitthvað hefði komið fyrir hann. Þá segir hún mér að Eva María sé dáin.“ Foreldrar Evu Maríu benda á að þrátt fyrir að fjölmenni hafi verið í partýinu afdrifaríka hafi enginn haft samband við þau og útskýrt hvað hafi gerst. „Maður á ekki að þurfa að jarðsetja börnin sín,“ segir faðir Evu Maríu. „Ég vona að einhver sem var í þessu umrædda partýi hafi lært eitthvað.“ Brestir Tengdar fréttir Íslensk stúlka lést úr of stórum skammti af MDMA Landslagið í skemmtanalífinu í Reykjavík er síbreytilegt og hætturnar leynast víða. 18. október 2014 12:08 Flytja inn vökva og framleiða MDMA Fíkniefnadeild lögreglunnar hefur undanfarið lagt hald á tæki og efni sem hafa verið notuð við framleiðslu eiturlyfsins MDMA. Helst er um að ræða sérstakar töflugerðarvélar sem notaðar eru til að setja MDMA-duft í töfluform. 21. október 2014 07:00 Brestir fara í loftið 20. október Forvitnir umsjónarmenn rýna í bresti samfélagsins 8. október 2014 18:58 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Sjónvarpsþátturinn Brestir hóf göngu sína á Stöð 2 í kvöld en landslagið í skemmtanalífinu í Reykjavík er síbreytilegt og hætturnar leynast víða. Í fyrsta þætti Bresta segir Þórhildur Þorkelsdóttir sögu Evu Maríu Þorvarðardóttur, en hún fannst látin í eftirpartýi í vesturbæ Reykjavíkur þann 16. nóvember síðastliðinn. Banamein Evu var margfaldur dauðaskammtur af eiturlyfinu Mollý, eða MDMA, sem fjölmörg ungmenni telja skaðlaust og þykir lítið tiltökumál að taka inn á djamminu. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að ofan.Valþór Ásgrímsson, verkefnastóri hjá rannsóknarstofu HÍ í lyfja- og eiturefnafræði.Vísir„Styrkur töflunnar sem þú ert að taka út á götunni er óþekktur og við erum að sjá töflur sem innihalda tífaldan mun á styrk,“ segir Valþór Ásgrímsson, verkefnastóri hjá rannsóknarstofu HÍ í lyfja- og eiturefnafræði. „Það er enginn trygging fyrir því að í töflunni sé sannarlega MDMA og það sem er oft selt sem MDMA töflur getur verið eitthvað allt annað og getur innihaldið efni sem er mun sterkara og hættulegra.“ „Það sem er hættulegast við MDMA er að það er stutt á milli skammta sem menn taka svona í venjulegu partíi,“ segir Jakob Kristinsson, prófessor í eiturefnafræði við læknadeild HÍ.Jakob Kristinsson, Prófessor í eiturefnafræði við læknadeild HÍ.Vísir„Menn eru misjafnlega viðkvæmir fyrir þessum efnum. Þetta getur haft áhrif á hjartað og gerir það. Þetta getur einnig valdið hættulegum hjartsláttatruflunum sem geta leitt til dauða. Það er kannski ekki algengasta orsökin fyrir þessum dauðsföllum heldur frekar hækkandi líkamshiti og því fylgir bilun í líffærum, í vöðvum sem fara brotna niður, í nýrum og lifrum og það verður einskonar fjölkerfa bilun.“ Jakob segir að sjúklingurinn geti því dáið ef hann fái ekki viðeigandi aðstoð. Eva María var hraust ung kona sem stundaði hestamennsku af kappi. Samkvæmt rannsókn lögreglu átti hún enga tengingu inn í eiturlyfjaheiminn, og kom dauðsfallið fjölskyldu hennar og vinum í opna skjöldu. Aðdragandinn var enginn. „Ég sé tvo menn og konu labba inn í íbúðina og hélt fyrst að þetta væri eitthvað trúarfólk eða einhver að villast,“ segir móðir Evu Maríu.Foreldrar Evu Maríu.Vísir„Þegar ég sé konuna nálgast sé ég að hún er með kraga um hálsinn og þá fattaði ég strax að eitthvað hefði gerst. Ég hélt fyrst að þetta væri sonur minn sem hafði farið upp í skóla á mótorhjólinu sínu og ég hélt að eitthvað hefði komið fyrir hann. Þá segir hún mér að Eva María sé dáin.“ Foreldrar Evu Maríu benda á að þrátt fyrir að fjölmenni hafi verið í partýinu afdrifaríka hafi enginn haft samband við þau og útskýrt hvað hafi gerst. „Maður á ekki að þurfa að jarðsetja börnin sín,“ segir faðir Evu Maríu. „Ég vona að einhver sem var í þessu umrædda partýi hafi lært eitthvað.“
Brestir Tengdar fréttir Íslensk stúlka lést úr of stórum skammti af MDMA Landslagið í skemmtanalífinu í Reykjavík er síbreytilegt og hætturnar leynast víða. 18. október 2014 12:08 Flytja inn vökva og framleiða MDMA Fíkniefnadeild lögreglunnar hefur undanfarið lagt hald á tæki og efni sem hafa verið notuð við framleiðslu eiturlyfsins MDMA. Helst er um að ræða sérstakar töflugerðarvélar sem notaðar eru til að setja MDMA-duft í töfluform. 21. október 2014 07:00 Brestir fara í loftið 20. október Forvitnir umsjónarmenn rýna í bresti samfélagsins 8. október 2014 18:58 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Íslensk stúlka lést úr of stórum skammti af MDMA Landslagið í skemmtanalífinu í Reykjavík er síbreytilegt og hætturnar leynast víða. 18. október 2014 12:08
Flytja inn vökva og framleiða MDMA Fíkniefnadeild lögreglunnar hefur undanfarið lagt hald á tæki og efni sem hafa verið notuð við framleiðslu eiturlyfsins MDMA. Helst er um að ræða sérstakar töflugerðarvélar sem notaðar eru til að setja MDMA-duft í töfluform. 21. október 2014 07:00
Brestir fara í loftið 20. október Forvitnir umsjónarmenn rýna í bresti samfélagsins 8. október 2014 18:58