Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist Stefán Árni Pálsson skrifar 20. október 2014 22:00 Sjónvarpsþátturinn Brestir hóf göngu sína á Stöð 2 í kvöld en landslagið í skemmtanalífinu í Reykjavík er síbreytilegt og hætturnar leynast víða. Í fyrsta þætti Bresta segir Þórhildur Þorkelsdóttir sögu Evu Maríu Þorvarðardóttur, en hún fannst látin í eftirpartýi í vesturbæ Reykjavíkur þann 16. nóvember síðastliðinn. Banamein Evu var margfaldur dauðaskammtur af eiturlyfinu Mollý, eða MDMA, sem fjölmörg ungmenni telja skaðlaust og þykir lítið tiltökumál að taka inn á djamminu. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að ofan.Valþór Ásgrímsson, verkefnastóri hjá rannsóknarstofu HÍ í lyfja- og eiturefnafræði.Vísir„Styrkur töflunnar sem þú ert að taka út á götunni er óþekktur og við erum að sjá töflur sem innihalda tífaldan mun á styrk,“ segir Valþór Ásgrímsson, verkefnastóri hjá rannsóknarstofu HÍ í lyfja- og eiturefnafræði. „Það er enginn trygging fyrir því að í töflunni sé sannarlega MDMA og það sem er oft selt sem MDMA töflur getur verið eitthvað allt annað og getur innihaldið efni sem er mun sterkara og hættulegra.“ „Það sem er hættulegast við MDMA er að það er stutt á milli skammta sem menn taka svona í venjulegu partíi,“ segir Jakob Kristinsson, prófessor í eiturefnafræði við læknadeild HÍ.Jakob Kristinsson, Prófessor í eiturefnafræði við læknadeild HÍ.Vísir„Menn eru misjafnlega viðkvæmir fyrir þessum efnum. Þetta getur haft áhrif á hjartað og gerir það. Þetta getur einnig valdið hættulegum hjartsláttatruflunum sem geta leitt til dauða. Það er kannski ekki algengasta orsökin fyrir þessum dauðsföllum heldur frekar hækkandi líkamshiti og því fylgir bilun í líffærum, í vöðvum sem fara brotna niður, í nýrum og lifrum og það verður einskonar fjölkerfa bilun.“ Jakob segir að sjúklingurinn geti því dáið ef hann fái ekki viðeigandi aðstoð. Eva María var hraust ung kona sem stundaði hestamennsku af kappi. Samkvæmt rannsókn lögreglu átti hún enga tengingu inn í eiturlyfjaheiminn, og kom dauðsfallið fjölskyldu hennar og vinum í opna skjöldu. Aðdragandinn var enginn. „Ég sé tvo menn og konu labba inn í íbúðina og hélt fyrst að þetta væri eitthvað trúarfólk eða einhver að villast,“ segir móðir Evu Maríu.Foreldrar Evu Maríu.Vísir„Þegar ég sé konuna nálgast sé ég að hún er með kraga um hálsinn og þá fattaði ég strax að eitthvað hefði gerst. Ég hélt fyrst að þetta væri sonur minn sem hafði farið upp í skóla á mótorhjólinu sínu og ég hélt að eitthvað hefði komið fyrir hann. Þá segir hún mér að Eva María sé dáin.“ Foreldrar Evu Maríu benda á að þrátt fyrir að fjölmenni hafi verið í partýinu afdrifaríka hafi enginn haft samband við þau og útskýrt hvað hafi gerst. „Maður á ekki að þurfa að jarðsetja börnin sín,“ segir faðir Evu Maríu. „Ég vona að einhver sem var í þessu umrædda partýi hafi lært eitthvað.“ Brestir Tengdar fréttir Íslensk stúlka lést úr of stórum skammti af MDMA Landslagið í skemmtanalífinu í Reykjavík er síbreytilegt og hætturnar leynast víða. 18. október 2014 12:08 Flytja inn vökva og framleiða MDMA Fíkniefnadeild lögreglunnar hefur undanfarið lagt hald á tæki og efni sem hafa verið notuð við framleiðslu eiturlyfsins MDMA. Helst er um að ræða sérstakar töflugerðarvélar sem notaðar eru til að setja MDMA-duft í töfluform. 21. október 2014 07:00 Brestir fara í loftið 20. október Forvitnir umsjónarmenn rýna í bresti samfélagsins 8. október 2014 18:58 Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Sjónvarpsþátturinn Brestir hóf göngu sína á Stöð 2 í kvöld en landslagið í skemmtanalífinu í Reykjavík er síbreytilegt og hætturnar leynast víða. Í fyrsta þætti Bresta segir Þórhildur Þorkelsdóttir sögu Evu Maríu Þorvarðardóttur, en hún fannst látin í eftirpartýi í vesturbæ Reykjavíkur þann 16. nóvember síðastliðinn. Banamein Evu var margfaldur dauðaskammtur af eiturlyfinu Mollý, eða MDMA, sem fjölmörg ungmenni telja skaðlaust og þykir lítið tiltökumál að taka inn á djamminu. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að ofan.Valþór Ásgrímsson, verkefnastóri hjá rannsóknarstofu HÍ í lyfja- og eiturefnafræði.Vísir„Styrkur töflunnar sem þú ert að taka út á götunni er óþekktur og við erum að sjá töflur sem innihalda tífaldan mun á styrk,“ segir Valþór Ásgrímsson, verkefnastóri hjá rannsóknarstofu HÍ í lyfja- og eiturefnafræði. „Það er enginn trygging fyrir því að í töflunni sé sannarlega MDMA og það sem er oft selt sem MDMA töflur getur verið eitthvað allt annað og getur innihaldið efni sem er mun sterkara og hættulegra.“ „Það sem er hættulegast við MDMA er að það er stutt á milli skammta sem menn taka svona í venjulegu partíi,“ segir Jakob Kristinsson, prófessor í eiturefnafræði við læknadeild HÍ.Jakob Kristinsson, Prófessor í eiturefnafræði við læknadeild HÍ.Vísir„Menn eru misjafnlega viðkvæmir fyrir þessum efnum. Þetta getur haft áhrif á hjartað og gerir það. Þetta getur einnig valdið hættulegum hjartsláttatruflunum sem geta leitt til dauða. Það er kannski ekki algengasta orsökin fyrir þessum dauðsföllum heldur frekar hækkandi líkamshiti og því fylgir bilun í líffærum, í vöðvum sem fara brotna niður, í nýrum og lifrum og það verður einskonar fjölkerfa bilun.“ Jakob segir að sjúklingurinn geti því dáið ef hann fái ekki viðeigandi aðstoð. Eva María var hraust ung kona sem stundaði hestamennsku af kappi. Samkvæmt rannsókn lögreglu átti hún enga tengingu inn í eiturlyfjaheiminn, og kom dauðsfallið fjölskyldu hennar og vinum í opna skjöldu. Aðdragandinn var enginn. „Ég sé tvo menn og konu labba inn í íbúðina og hélt fyrst að þetta væri eitthvað trúarfólk eða einhver að villast,“ segir móðir Evu Maríu.Foreldrar Evu Maríu.Vísir„Þegar ég sé konuna nálgast sé ég að hún er með kraga um hálsinn og þá fattaði ég strax að eitthvað hefði gerst. Ég hélt fyrst að þetta væri sonur minn sem hafði farið upp í skóla á mótorhjólinu sínu og ég hélt að eitthvað hefði komið fyrir hann. Þá segir hún mér að Eva María sé dáin.“ Foreldrar Evu Maríu benda á að þrátt fyrir að fjölmenni hafi verið í partýinu afdrifaríka hafi enginn haft samband við þau og útskýrt hvað hafi gerst. „Maður á ekki að þurfa að jarðsetja börnin sín,“ segir faðir Evu Maríu. „Ég vona að einhver sem var í þessu umrædda partýi hafi lært eitthvað.“
Brestir Tengdar fréttir Íslensk stúlka lést úr of stórum skammti af MDMA Landslagið í skemmtanalífinu í Reykjavík er síbreytilegt og hætturnar leynast víða. 18. október 2014 12:08 Flytja inn vökva og framleiða MDMA Fíkniefnadeild lögreglunnar hefur undanfarið lagt hald á tæki og efni sem hafa verið notuð við framleiðslu eiturlyfsins MDMA. Helst er um að ræða sérstakar töflugerðarvélar sem notaðar eru til að setja MDMA-duft í töfluform. 21. október 2014 07:00 Brestir fara í loftið 20. október Forvitnir umsjónarmenn rýna í bresti samfélagsins 8. október 2014 18:58 Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Íslensk stúlka lést úr of stórum skammti af MDMA Landslagið í skemmtanalífinu í Reykjavík er síbreytilegt og hætturnar leynast víða. 18. október 2014 12:08
Flytja inn vökva og framleiða MDMA Fíkniefnadeild lögreglunnar hefur undanfarið lagt hald á tæki og efni sem hafa verið notuð við framleiðslu eiturlyfsins MDMA. Helst er um að ræða sérstakar töflugerðarvélar sem notaðar eru til að setja MDMA-duft í töfluform. 21. október 2014 07:00
Brestir fara í loftið 20. október Forvitnir umsjónarmenn rýna í bresti samfélagsins 8. október 2014 18:58