„Þetta er algjörlega ómetanlegur þáttur fyrir ferðaþjónustuna“ Stefán Árni skrifar 9. nóvember 2014 18:32 „Þetta er fyrsta kvöldið mitt og ég er mjög spennt,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra, sem var mætti á Iceland Airwaves í Hörpunni í gærkvöldi. Hún var þar ásamt flokkssystur sinni Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, fyrrum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. „Ég skellti mér á fimmtudaginn og sá skoskan gítarista og hún var frábær og það er ótrúlega gaman að kynnast nýjum listamönnum,“ segir Þorbjörg. Kvöldið lagðist vel í ráðherrann. „Það eina sem er erfitt á þessari hátíð, er að velja. Maður þyrfti eiginlega að klóna sig á svona kvöldum. Við erum með lista og ætlum að fylgja planinu í kvöld.“ Þorbjörg segir að hátíðin sé einstaklega vel skipulögð og Íslendingar ættu skilið hrós fyrir það. Þær vinkonurnar voru síðan á leiðinni á tónleika með Samaris. „Ég er búinn að fara á þessa hátíð í mörg ár og þetta er orðið allt annað í dag en fyrir nokkrum árum. Núna er þetta alvöru hátíð og Harpan er frábær fyrir svona viðburði,“ segir Þorbjörg. „Það er bara svo frábært að sjá hvernig húsið fúnkerar. Þú getur verið með hámenningalegt Óperuprógramm í öllum sölum eða svona popphátíð og þetta virkar allt saman,“ segir Ragnheiður og bætir við að hvað sem fólki finnst um að ráðist hafi verið í byggingu Hörpunnar þá sýni hún sannarlega notagildi sitt á svona dögum. „Ég sem ráðherra ferðamála geri mér algjörlega grein fyrir því hversu mikil landkynning þessi hátíð er fyrir okkur Íslendinga. Ég finn fyrir því, liggur við, á degi hverjum. Þetta er sextánda sinn sem þessi hátíð er haldin. Núna eru níu þúsund gestir og þar af fimm þúsund frá útlöndum, og þetta í nóvember. Ég keyrði niður Laugarveginn í dag og sá fullt af fólki, bærinn alveg stappaður og fullt á öllum veitingastöðum. Þetta er algjörlega ómetanlegur þáttur fyrir ferðaþjónustuna.“ Þorbjörg hefur ferðast töluvert til Bandaríkjanna síðastliðið ár. „Það er bara með ólíkindum hvað margir vita af þessari hátíð og ekki síður hvað margir vita af Íslandi. Ég bjó í Bandaríkjunum í fimmtán ár og þá var ég ítrekað spurð hvað það tæki langan tíma að keyra til Íslands. Þetta hefur algjörlega breyst.“ Airwaves Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
„Þetta er fyrsta kvöldið mitt og ég er mjög spennt,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra, sem var mætti á Iceland Airwaves í Hörpunni í gærkvöldi. Hún var þar ásamt flokkssystur sinni Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, fyrrum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. „Ég skellti mér á fimmtudaginn og sá skoskan gítarista og hún var frábær og það er ótrúlega gaman að kynnast nýjum listamönnum,“ segir Þorbjörg. Kvöldið lagðist vel í ráðherrann. „Það eina sem er erfitt á þessari hátíð, er að velja. Maður þyrfti eiginlega að klóna sig á svona kvöldum. Við erum með lista og ætlum að fylgja planinu í kvöld.“ Þorbjörg segir að hátíðin sé einstaklega vel skipulögð og Íslendingar ættu skilið hrós fyrir það. Þær vinkonurnar voru síðan á leiðinni á tónleika með Samaris. „Ég er búinn að fara á þessa hátíð í mörg ár og þetta er orðið allt annað í dag en fyrir nokkrum árum. Núna er þetta alvöru hátíð og Harpan er frábær fyrir svona viðburði,“ segir Þorbjörg. „Það er bara svo frábært að sjá hvernig húsið fúnkerar. Þú getur verið með hámenningalegt Óperuprógramm í öllum sölum eða svona popphátíð og þetta virkar allt saman,“ segir Ragnheiður og bætir við að hvað sem fólki finnst um að ráðist hafi verið í byggingu Hörpunnar þá sýni hún sannarlega notagildi sitt á svona dögum. „Ég sem ráðherra ferðamála geri mér algjörlega grein fyrir því hversu mikil landkynning þessi hátíð er fyrir okkur Íslendinga. Ég finn fyrir því, liggur við, á degi hverjum. Þetta er sextánda sinn sem þessi hátíð er haldin. Núna eru níu þúsund gestir og þar af fimm þúsund frá útlöndum, og þetta í nóvember. Ég keyrði niður Laugarveginn í dag og sá fullt af fólki, bærinn alveg stappaður og fullt á öllum veitingastöðum. Þetta er algjörlega ómetanlegur þáttur fyrir ferðaþjónustuna.“ Þorbjörg hefur ferðast töluvert til Bandaríkjanna síðastliðið ár. „Það er bara með ólíkindum hvað margir vita af þessari hátíð og ekki síður hvað margir vita af Íslandi. Ég bjó í Bandaríkjunum í fimmtán ár og þá var ég ítrekað spurð hvað það tæki langan tíma að keyra til Íslands. Þetta hefur algjörlega breyst.“
Airwaves Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira