Væri heima hjá sér að skera osta og horfa á Friends ef Airwaves væri ekki Stefán Árni Pálsson skrifar 8. nóvember 2014 15:46 „Mér finnst alltaf gaman að sjá hvernig bærinn lifnar við á nokkuð daufum tíma ársins,“ segir tónlistarmaðurinn Egill Ólafur Thorarensen, um Iceland Airwaves-hátiðina sem hófst á miðvikudaginn. Blaðamaður Vísis hitti hann ásamt Friðriki Ólafssyni á Slippbarnum í gær en þeir standa sjálfir að tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fram fór síðasta sumar og mun einnig verða í Laugardalnum næsta sumar. „Þetta er ótrúlegur vettvangur fyrir íslenskar hljómsveitir til að kynna sig. Þetta er fyrir mitt leyti besta hátíðin fyrir íslenska listamenn til að koma sér á framfæri,“ segir Egill og þá bætir Friðrik við: „Þú finnur alltaf eitthvað nýtt og sniðugt á þessari hátíð.“ Strákarnir segja að þetta sé árlegur viðburður fyrir þá báða og missa þeir helst ekki af hátíðinni en Friðrik er búsettur erlendis. Egill hefur sjálfur spilað á Airwaves og þá aðallega með hljómsveitinni Quarashi.vísir/sáp„Það er svo gaman að spila á þessari hátíð. Ég man þegar ég fór síðast á svið og leit yfir salinn og gerði mér grein fyrir því að þetta voru mestmegnis erlendir gestir. Að spila fyrir sal sem er sjötíu prósent útlendingar sem eru komnir alla leið hingað til að hlusta á þig er ótrúlega gaman. Ég veit ekki hvað maður væri að gera ef þessi hátíð væri ekki, kannski heima hjá sér að skera osta og horfa á Friends.“ Secret Solstice hátíðin fór fram í Laugardalnum í sumar og stefna þeir félagar á það að gera enn betur næsta sumar. „Við fengum góðar ráðleggingar frá þeim sem standa að tónlistarviðburðum hér á landi og hér á landi eru allir bara svo miklir vinir og tilbúnir að hjálpa. Það vantaði bara einhverja hátíð hinumegin við árið.“ Airwaves Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Fleiri fréttir Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Sjá meira
„Mér finnst alltaf gaman að sjá hvernig bærinn lifnar við á nokkuð daufum tíma ársins,“ segir tónlistarmaðurinn Egill Ólafur Thorarensen, um Iceland Airwaves-hátiðina sem hófst á miðvikudaginn. Blaðamaður Vísis hitti hann ásamt Friðriki Ólafssyni á Slippbarnum í gær en þeir standa sjálfir að tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fram fór síðasta sumar og mun einnig verða í Laugardalnum næsta sumar. „Þetta er ótrúlegur vettvangur fyrir íslenskar hljómsveitir til að kynna sig. Þetta er fyrir mitt leyti besta hátíðin fyrir íslenska listamenn til að koma sér á framfæri,“ segir Egill og þá bætir Friðrik við: „Þú finnur alltaf eitthvað nýtt og sniðugt á þessari hátíð.“ Strákarnir segja að þetta sé árlegur viðburður fyrir þá báða og missa þeir helst ekki af hátíðinni en Friðrik er búsettur erlendis. Egill hefur sjálfur spilað á Airwaves og þá aðallega með hljómsveitinni Quarashi.vísir/sáp„Það er svo gaman að spila á þessari hátíð. Ég man þegar ég fór síðast á svið og leit yfir salinn og gerði mér grein fyrir því að þetta voru mestmegnis erlendir gestir. Að spila fyrir sal sem er sjötíu prósent útlendingar sem eru komnir alla leið hingað til að hlusta á þig er ótrúlega gaman. Ég veit ekki hvað maður væri að gera ef þessi hátíð væri ekki, kannski heima hjá sér að skera osta og horfa á Friends.“ Secret Solstice hátíðin fór fram í Laugardalnum í sumar og stefna þeir félagar á það að gera enn betur næsta sumar. „Við fengum góðar ráðleggingar frá þeim sem standa að tónlistarviðburðum hér á landi og hér á landi eru allir bara svo miklir vinir og tilbúnir að hjálpa. Það vantaði bara einhverja hátíð hinumegin við árið.“
Airwaves Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Fleiri fréttir Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“