Lífið

„Ég elska línurnar mínar og hvert einasta kíló“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ása Ástardóttir er að slá í gegn í Sviss.
Ása Ástardóttir er að slá í gegn í Sviss. myndir/aðsendar
Svissneskir slúðurmiðlar fjalla töluvert um Ásu Ástardóttur um þessar mundir en hún er skemmtikraftur, söngkona og bloggari sem tekur nú þátt í undankeppni Eurovision þar í landi.

Þar mun hún taka þátt með lagið „Dont Stop The Madness“. Á vefsíðu slúðurmiðilsins Blick kemur fram að Svisslendingar séu þekktir fyrir að elska að sjá smá kjöt eða hold.

Ása er orðin nokkuð þekkt í Sviss.

„Ég elska línurnar mínar og hvert einasta kíló. Þú þarft ekki að líta út eins Barbie til að vera kynþokkafull,“ segir Ása í viðtali við Blick.

„Margir elska Sviss út af fjöllunum og því auðvitað elska margir fjöllin mín.“

Svisslendingar hafa til 17. nóvember til að kjósa um framlag sitt til Eurovision.

Ása hefur áður gefið út tvö lög á íslensku en þau eru Sætir kossar og Skál. Horft hefur verið á myndbönd hennar 1,5 milljón sinnum á myndbandavefnum YouTube.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×