Það var ekki nóg að með að leikurinn hafi tapast þá kenndi þessi 22 ára gamli strákur sér um tapið en það var mögulega hægt að skrifa bæði mörk Tékka á hann.
Jón Daði gleymdi sér í aukaspyrnunni í uppbótartíma fyrri hálfleiks og "hans" maður jafnaði leikinn og svo skoraði Jón Daði sjálfsmark í seinni hálfleiknum, mark sem tryggði Tékkum þrjú stig.
Jón Daði var niðurbrotinn maður á Doosan-leikvanginum í Plzen eftir að lokaflautið gall og hann tjáði sig líka um vonbrigðin á twitter-síðu sinni.
„Svekkjandi úrslit, líður eins og ég hafi tapað leiknum í kvöld.. Takk fyrir ótrúlegan stuðning og koma alla þessa leið. #ÁframÍsland," skrifaði Jón Daði.
Jón Daði Böðvarsson hefur verið spútnikstjarna íslenska liðsins í undankeppninni haust og átti mikinn þátt í sigrunum á Tyrkjum, Lettum og Hollendingum með frábærri vinnslu og öruggum leik. Hann hefur haldið Alfreð Finnbogasyni á bekknum í síðustu leikjum íslenska liðsins.
Svekkjandi úrslit, lídur eins og ég hafi tapad leiknum í kvöld.. Takk fyrir ótrúlegan studning og koma alla tessa leid.
#ÁframÍsland
— Jón Daði Böðvarsson (@jondadi) November 17, 2014