Helgi glímir við hjartsláttartruflanir | Gæti hætt þjálfun hjá Keflavík Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. nóvember 2014 14:41 Helgi Jónas Guðfinnsson. vísir/stefán „Maður verður smeykur þegar maður finnur fyrir svona. Mér var brugðið og leist eiginlega ekkert á blikuna," segir Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Keflavíkur, en hann varð að yfirgefa íþróttahúsið er hann stýrði liði sínu gegn ÍR á fimmtudag. Helgi Jónas fann fyrir hjartsláttartruflunum í hálfleik og taldi réttast að fara upp á spítala strax. Hann mun ekki stýra Keflvíkingum gegn Tindastóli á fimmtudag vegna veikindanna. „Ég hef verið að glíma við hjartsláttartruflanir síðan ég var unglingur en aldrei lent í neinu alvarlegu. Aftur á móti er ég gekk út eftir hálfleikinn í leiknum við ÍR þá finn ég að hjartað byrjar að sleppa úr slagi. Það hélt svo áfram í um 20 mínútur sem er óvanalegt. Því leist mér ekkert á blikuna." Helgi þekkir ágætlega til slíkra veikinda enda hefur faðir hans verið að glíma við hið sama. „Þegar hann var á svipuðum aldri og ég þá fékk hann líklega hjartaáfall og endaði inn á spítala. Þetta hefur haft talsverð áhrif á mig og ég hef eiginlega verið hálfur maður síðan á fimmtudag," segir Helgi en hann missti einnig af leik Njarðvíkur og Keflavíkur en hann þá var einfaldlega veikur. „Ég hef kannski farið of snemma af stað eftir veikindin. Maður veit ekki en ýmislegt hefur áhrif. Er ég fór niður á sjúkrahús á fimmtudag þá var hjartslátturinn orðinn eðlilegur áður en ég komst í rannsóknir."Helgi Jónas er hann þjálfaði Grindavík.vísir/hagHelgi Jónas viðurkennir fúslega að þetta hafi ekki verið góð lífsreynsla og eðlilega varð hann hræddur. „Það er hægt að harka ýmislegt af sér en þetta er kannski eini vöðvinn í líkamanum sem þarf að hlusta almennilega á. Ég var orðinn dasaður þarna á fimmtudag og hef verið síðan þá. Ég hefði líklega getað sofið alveg síðan á fimmtudag. Ég hef misst mikinn mátt og í raun bara verið hálfur maður." Á morgun mun Helgi Jónas hitta sérfræðing og eftir það mun hann vita meira um stöðuna á sér. Álag og streita hefur sitt að segja er menn glíma við hjartavandamál. Þjálfarar þekkja það vel að mikið álag og streita fylgja starfinu. „Það var búið að vera mikið að gera hjá mér áður en ég veiktist. Ég var búinn að vinna út í eitt og þetta var uppsafnað álag. Ég mun taka ákvörðun um framhaldið hjá mér eftir að hafa talað við lækninn. Ég tek engar áhættur á meðan. Ef það kemur mikið neikvætt úr þessu er það alveg möguleiki að ég verði að hætta að þjálfa. „Það fylgir þessu starfi streita sem ég vissi af. Þess utan vinn ég mikið. Ég fæ vonandi svör sem fyrst og ekki síst fyrir mig persónulega. Það er ekki gott að hafa svona hangandi yfir sér. Maður verður smeykur er maður finnur fyrir svona." Dominos-deild karla Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira
„Maður verður smeykur þegar maður finnur fyrir svona. Mér var brugðið og leist eiginlega ekkert á blikuna," segir Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Keflavíkur, en hann varð að yfirgefa íþróttahúsið er hann stýrði liði sínu gegn ÍR á fimmtudag. Helgi Jónas fann fyrir hjartsláttartruflunum í hálfleik og taldi réttast að fara upp á spítala strax. Hann mun ekki stýra Keflvíkingum gegn Tindastóli á fimmtudag vegna veikindanna. „Ég hef verið að glíma við hjartsláttartruflanir síðan ég var unglingur en aldrei lent í neinu alvarlegu. Aftur á móti er ég gekk út eftir hálfleikinn í leiknum við ÍR þá finn ég að hjartað byrjar að sleppa úr slagi. Það hélt svo áfram í um 20 mínútur sem er óvanalegt. Því leist mér ekkert á blikuna." Helgi þekkir ágætlega til slíkra veikinda enda hefur faðir hans verið að glíma við hið sama. „Þegar hann var á svipuðum aldri og ég þá fékk hann líklega hjartaáfall og endaði inn á spítala. Þetta hefur haft talsverð áhrif á mig og ég hef eiginlega verið hálfur maður síðan á fimmtudag," segir Helgi en hann missti einnig af leik Njarðvíkur og Keflavíkur en hann þá var einfaldlega veikur. „Ég hef kannski farið of snemma af stað eftir veikindin. Maður veit ekki en ýmislegt hefur áhrif. Er ég fór niður á sjúkrahús á fimmtudag þá var hjartslátturinn orðinn eðlilegur áður en ég komst í rannsóknir."Helgi Jónas er hann þjálfaði Grindavík.vísir/hagHelgi Jónas viðurkennir fúslega að þetta hafi ekki verið góð lífsreynsla og eðlilega varð hann hræddur. „Það er hægt að harka ýmislegt af sér en þetta er kannski eini vöðvinn í líkamanum sem þarf að hlusta almennilega á. Ég var orðinn dasaður þarna á fimmtudag og hef verið síðan þá. Ég hefði líklega getað sofið alveg síðan á fimmtudag. Ég hef misst mikinn mátt og í raun bara verið hálfur maður." Á morgun mun Helgi Jónas hitta sérfræðing og eftir það mun hann vita meira um stöðuna á sér. Álag og streita hefur sitt að segja er menn glíma við hjartavandamál. Þjálfarar þekkja það vel að mikið álag og streita fylgja starfinu. „Það var búið að vera mikið að gera hjá mér áður en ég veiktist. Ég var búinn að vinna út í eitt og þetta var uppsafnað álag. Ég mun taka ákvörðun um framhaldið hjá mér eftir að hafa talað við lækninn. Ég tek engar áhættur á meðan. Ef það kemur mikið neikvætt úr þessu er það alveg möguleiki að ég verði að hætta að þjálfa. „Það fylgir þessu starfi streita sem ég vissi af. Þess utan vinn ég mikið. Ég fæ vonandi svör sem fyrst og ekki síst fyrir mig persónulega. Það er ekki gott að hafa svona hangandi yfir sér. Maður verður smeykur er maður finnur fyrir svona."
Dominos-deild karla Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira