Kardashian-fjölskyldan ætlar ekki að gera sitt árlega jólakort í ár. Fyrri ár hafa allir fjölskyldumeðlimir prýtt kortið.
„Við féllum á tíma,“ segir raunveruleikastjarnan Kim Kardashian í samtali við breska tímaritið Glamour.
„Ég held að þetta sé fyrsta árið sem við gerum ekki kort. Í staðinn ætlum við að hafa ljósmyndaklefa í jólapartíinu okkar þannig að við ætlum að safna saman myndum og búa til gamlárskort,“ bætir hún við.
Þetta verða fyrstu jól Kardashian-klansins eftir skilnað Kris og Bruce Jenner en Kris er móðir Kardashian-systranna þriggja; Kim, Kourtney og Khloe.
Hér má sjá nánast öll jólakortin sem Kardashian-fjölskyldan hefur sent frá sér. Takið eftir metnaðinum í hverju einasta.
