Verjandi Gísla Freys fékk gögnin afhent klukkan þrjú í gær Aðalsteinn Kjartansson skrifar 12. nóvember 2014 08:57 Gísli Freyr fundaði með Hönnu Birnu í kjölfar þess að lögmaður hans fékk í hendurnar ný gögn frá ríkissaksóknara. Vísir / GVA Ný gögn í máli Gísla Freys Valdórssonar bárust verjanda hans, Ólafi Garðarssyni, um klukkan þrjú í gær. Gísli Freyr, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, játaði sök í lekamálinu í gær. Saksóknari telur þau sanna að Gísli Freyr hafi átt við hið umrædda minnisblað. „Ég er búinn að fá það í hendurnar, eða ég er búinn að fá ljósrit í hendurnar. Það verður lagt fram á eftir,“ segir Ólafur í samtali við Vísi í morgun. „Ég fékk það í gær. Rétt fyrir þrjú í gær.“ Réttað verður í málinu klukkan 9.15 í héraðsdómi í dag þar sem nýju gögnin verða formlega lögð fram. Ólafur er ekki sammála því að þessi nýju gögn taki af allan vafa um að Gísli hafi lekið trúnaðargögnunum. „Nei það er langur vegur frá því en þetta styrkir málatilbúnað ákæruvaldsins,“ segir hann. „Það er mjög tæknilega eðlis þetta skjal.“ Gísli Freyr fundaði með Hönnu Birnu eftir að lögmaður hans hafði fengið gögnin í hendurnar. Á fundinum játaði hann brotið. Engin vitni verða leidd fyrir dóminn líkt og til stóð vegna játningar Gísla. Meðal þeirra sem áttu að koma fyrir réttinn voru Hanna Birna og Þórey Vilhjálmsdóttir, hinn aðstoðarmaður ráðherra. Gísli Freyr hefur fullyrt að hvorug þeirra hafi vitað að hann hafi lekið trúnaðargögnunum. „Ég get ekki lengur lifað í lygavef sem ég sjálfur ber ábyrgð á að hafa spunnið í kringum mig,“ sagði Gísli Freyr í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum í gærkvöldi. Alþingi Lekamálið Tengdar fréttir Aðalmeðferð í lekamálinu frestað Fjölmörg vitni voru boðuð í aðalmeðferðina, meðal annars Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. 11. nóvember 2014 13:42 Gísli Freyr játaði lekann fyrir Hönnu Birnu Þetta segir ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla. Gísla hefur verið vikið úr starfi. 11. nóvember 2014 18:02 Tilkynning Gísla Freys til fjölmiðla: „Get ekki lengur lifað í lygavef“ Gísli Freyr Valdórsson ítrekar að hann hafi ekki vitað að gjörðir hans væru ólöglegar. 11. nóvember 2014 22:15 Gögn sýna fram á rangar staðhæfingar Gísla Freys Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, hefur viðurkennt að hafa látið fjölmiðlum í té persónuupplýsingar um hælisleitandann Tony Omos. 12. nóvember 2014 07:00 Segist hafa játað samviskunnar vegna Gísli Freyr Valdórsson segir engan annan hafa vitað að hann stæði að baki leka úr innanríkisráðuneytinu. 11. nóvember 2014 20:15 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Ný gögn í máli Gísla Freys Valdórssonar bárust verjanda hans, Ólafi Garðarssyni, um klukkan þrjú í gær. Gísli Freyr, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, játaði sök í lekamálinu í gær. Saksóknari telur þau sanna að Gísli Freyr hafi átt við hið umrædda minnisblað. „Ég er búinn að fá það í hendurnar, eða ég er búinn að fá ljósrit í hendurnar. Það verður lagt fram á eftir,“ segir Ólafur í samtali við Vísi í morgun. „Ég fékk það í gær. Rétt fyrir þrjú í gær.“ Réttað verður í málinu klukkan 9.15 í héraðsdómi í dag þar sem nýju gögnin verða formlega lögð fram. Ólafur er ekki sammála því að þessi nýju gögn taki af allan vafa um að Gísli hafi lekið trúnaðargögnunum. „Nei það er langur vegur frá því en þetta styrkir málatilbúnað ákæruvaldsins,“ segir hann. „Það er mjög tæknilega eðlis þetta skjal.“ Gísli Freyr fundaði með Hönnu Birnu eftir að lögmaður hans hafði fengið gögnin í hendurnar. Á fundinum játaði hann brotið. Engin vitni verða leidd fyrir dóminn líkt og til stóð vegna játningar Gísla. Meðal þeirra sem áttu að koma fyrir réttinn voru Hanna Birna og Þórey Vilhjálmsdóttir, hinn aðstoðarmaður ráðherra. Gísli Freyr hefur fullyrt að hvorug þeirra hafi vitað að hann hafi lekið trúnaðargögnunum. „Ég get ekki lengur lifað í lygavef sem ég sjálfur ber ábyrgð á að hafa spunnið í kringum mig,“ sagði Gísli Freyr í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum í gærkvöldi.
Alþingi Lekamálið Tengdar fréttir Aðalmeðferð í lekamálinu frestað Fjölmörg vitni voru boðuð í aðalmeðferðina, meðal annars Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. 11. nóvember 2014 13:42 Gísli Freyr játaði lekann fyrir Hönnu Birnu Þetta segir ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla. Gísla hefur verið vikið úr starfi. 11. nóvember 2014 18:02 Tilkynning Gísla Freys til fjölmiðla: „Get ekki lengur lifað í lygavef“ Gísli Freyr Valdórsson ítrekar að hann hafi ekki vitað að gjörðir hans væru ólöglegar. 11. nóvember 2014 22:15 Gögn sýna fram á rangar staðhæfingar Gísla Freys Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, hefur viðurkennt að hafa látið fjölmiðlum í té persónuupplýsingar um hælisleitandann Tony Omos. 12. nóvember 2014 07:00 Segist hafa játað samviskunnar vegna Gísli Freyr Valdórsson segir engan annan hafa vitað að hann stæði að baki leka úr innanríkisráðuneytinu. 11. nóvember 2014 20:15 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Aðalmeðferð í lekamálinu frestað Fjölmörg vitni voru boðuð í aðalmeðferðina, meðal annars Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. 11. nóvember 2014 13:42
Gísli Freyr játaði lekann fyrir Hönnu Birnu Þetta segir ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla. Gísla hefur verið vikið úr starfi. 11. nóvember 2014 18:02
Tilkynning Gísla Freys til fjölmiðla: „Get ekki lengur lifað í lygavef“ Gísli Freyr Valdórsson ítrekar að hann hafi ekki vitað að gjörðir hans væru ólöglegar. 11. nóvember 2014 22:15
Gögn sýna fram á rangar staðhæfingar Gísla Freys Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, hefur viðurkennt að hafa látið fjölmiðlum í té persónuupplýsingar um hælisleitandann Tony Omos. 12. nóvember 2014 07:00
Segist hafa játað samviskunnar vegna Gísli Freyr Valdórsson segir engan annan hafa vitað að hann stæði að baki leka úr innanríkisráðuneytinu. 11. nóvember 2014 20:15