Alfreð Finnbogason er á meðal varamanna Real Sociedad sem mætir Elche í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.45 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sports.
David Moyes stýrir nú liðinu í fyrsta sinn á heimavelli en Alfreð var einnig á meðal varamanna liðsins í leik þess gegn Deportivo La Coruna um síðustu helgi. Þá kom hann inn á sem varamaður á 87. mínútu leiksins.
Fylgst verður með leiknum í Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.
Byrjunarlið Real Sociedad: Tyton; Damián, Lombán, D.Cisma, Mosquera; Adrián, Cristian H., Víctor R., Pelegrín, Faycal; Jonathas.
Alfreð á bekknum hjá Moyes

Tengdar fréttir

Alfreð um Moyes: Notar mig ef það er eitthvað vit í kallinum
Sóknarmaðurinn komst aftur á blað með íslenska landsliðinu í kvöld.

Vela með þrennu | Alfreð spilaði í sigurleik
Real Sociedad hafði betur gegn Elche í fyrsta heimaleik sínum undir stjórn David Moyes.