Fyrir þolendur með blóðbragð í munni María Rut Kristinsdóttir skrifar 28. nóvember 2014 13:30 Ímyndaðu þér einhvern sem þú treystir. Ímyndaðu þér hvernig það er þegar að sá sem þú treystir brýtur svo á þér. Ítrekað. Fer yfir mörk sem ekki er hægt að fyrirgefa. Sem ekki er hægt að skilja. Sviptir þig sakleysinu. Ímyndaðu þér svo að sá sem þú treystir haldi svo áfram með sitt líf, skeytingalaus um það hvaða afleiðingar gjörðir hans höfðu á þig. Ímyndaðu þér svo þegar þú, umvafin algjöru svartnætti, ferð hægt og rólega að efast um allt sem þú gerir, sjálfstraustið í molum, sektarkenndin ærandi, sálin öskrandi; „Af hverju gerði ég ekkert?“ „Af hverju sagði ég ekkert?“ „Af hverju öskraði ég ekki?“ „Þetta er allt mér að kenna.“ „Ég bauð upp á þetta.“ „Ég hefði átt að… “ Svo kemur dagurinn, (mögulega) mörgum árum seinna að þú ákveður að segja frá. Þú ætlar að hætta að draga alla ábyrgðina á eftir þér. Þú byrjar á því að æfa þig að segja og viðurkenna það upphátt fyrir framan spegilinn að þú berir ekki ábyrgð á gjörðum ofbeldismannsins. Þessi dagur mun breyta öllu, loksins ætlar þú að standa upp og segja sannleikann. Svo kemur efinn; „Mun fólk trúa mér?“ „Hvað ef það trúir mér ekki?“ „Kannski var þetta allt mér að kenna.“ „Ég hefði átt að… “ Hann játar. Hann yfirgefur. Hann hverfur. Hann er ákærður. Þú ert í réttarsal. Dómarinn spyr þig spurninga. Ítarlegra spurninga. „Hvar varstu?” - Í sófanum í fyrsta skipti í tvö skipti í rúminu mínu og eitt skipti í Portúgal. „Hvenær var þetta?” - Þegar ég var 12 ára, 2001. „Hvernig gerðist þetta?” - Hann var fullur. „Hversu margir puttar?” - einn. „Hversu oft?” - Fjórum sinnum. „Hvernig varst þú klædd?” - Í svörtum Nike stuttbuxum og bláum bol. „Hvernig voru nærbuxurnar hans á litinn?“ - Þær voru rauðar. Hann neitar. Skjálfandi af ótta heldur lífið áfram.Tveimur árum síðar fellur dómur: „Framburður A fyrir dómi var ítarlegur og var stúlkan að mati dómsins samkvæm sjálfri sér. Í málinu liggur ekkert fyrir sem brýtur í bága við framburð A annað en neitun ákærða” Dómur fellur. Hann sýknaður. Þú í molum. ------- Jafnvel þó það séu liðin sjö ár síðan ég skilaði skömminni og líf mitt sé almennt mjög gott þá þarf ekki mikið til þess að sárin rifni upp. Jafnvel þó það séu liðin sjö ár þá nístir það ennþá djúpt þegar fólk heldur því til að mynda fram að ef einstaklingur er ekki dæmdur fyrir kynferðisbrot þá hafi hann ekki framið verknaðinn. Raunin er önnur og tölfræðin er sláandi. Af þeim málum sem bárust til Stígamóta árið 2013 var ofbeldið tilkynnt til lögreglu í aðeins 11% tilvika. Hjá þeim 11% sem þó tilkynntu ofbeldið var ofbeldismaðurinn ákærður í aðeins 30% mála. Það vantaði sönnun. Réttarkerfið hefur brugðist svo mörgum einstaklingum að það er þyngra en tárum tekur. Margra ára óvissa, áfallastreituröskun og kvíði. Ég hef heyrt fólk fullyrða það síðustu daga að það hafi misst trúna á réttarkerfinu vegna niðurstöðu hæstaréttar í meiðyrðamáli. Mikið væri nú samfélagið gott ef sama fólk myndi rísa upp og berjast fyrir úrbótum í réttarkerfinu fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Það er nefnilega langt síðan þolendur misstu trúna á réttarkerfinu. Tölfræðin talar sínu máli. Að lokum hef ég þetta að segja: Pössum okkur á því hvernig við tölum, hvað við fullyrðum og hverju við slengjum fram. Munum að orð geta sært og ýft upp vondar minningar fyrir þá sem aldrei fengu réttlætinu fullnægt. Það eru nefnilega tugþúsundir þolenda og aðstandendur þeirra þarna úti sem þurfa að hlusta á þessa orðræðu, með blóðbragð í munni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Ímyndaðu þér einhvern sem þú treystir. Ímyndaðu þér hvernig það er þegar að sá sem þú treystir brýtur svo á þér. Ítrekað. Fer yfir mörk sem ekki er hægt að fyrirgefa. Sem ekki er hægt að skilja. Sviptir þig sakleysinu. Ímyndaðu þér svo að sá sem þú treystir haldi svo áfram með sitt líf, skeytingalaus um það hvaða afleiðingar gjörðir hans höfðu á þig. Ímyndaðu þér svo þegar þú, umvafin algjöru svartnætti, ferð hægt og rólega að efast um allt sem þú gerir, sjálfstraustið í molum, sektarkenndin ærandi, sálin öskrandi; „Af hverju gerði ég ekkert?“ „Af hverju sagði ég ekkert?“ „Af hverju öskraði ég ekki?“ „Þetta er allt mér að kenna.“ „Ég bauð upp á þetta.“ „Ég hefði átt að… “ Svo kemur dagurinn, (mögulega) mörgum árum seinna að þú ákveður að segja frá. Þú ætlar að hætta að draga alla ábyrgðina á eftir þér. Þú byrjar á því að æfa þig að segja og viðurkenna það upphátt fyrir framan spegilinn að þú berir ekki ábyrgð á gjörðum ofbeldismannsins. Þessi dagur mun breyta öllu, loksins ætlar þú að standa upp og segja sannleikann. Svo kemur efinn; „Mun fólk trúa mér?“ „Hvað ef það trúir mér ekki?“ „Kannski var þetta allt mér að kenna.“ „Ég hefði átt að… “ Hann játar. Hann yfirgefur. Hann hverfur. Hann er ákærður. Þú ert í réttarsal. Dómarinn spyr þig spurninga. Ítarlegra spurninga. „Hvar varstu?” - Í sófanum í fyrsta skipti í tvö skipti í rúminu mínu og eitt skipti í Portúgal. „Hvenær var þetta?” - Þegar ég var 12 ára, 2001. „Hvernig gerðist þetta?” - Hann var fullur. „Hversu margir puttar?” - einn. „Hversu oft?” - Fjórum sinnum. „Hvernig varst þú klædd?” - Í svörtum Nike stuttbuxum og bláum bol. „Hvernig voru nærbuxurnar hans á litinn?“ - Þær voru rauðar. Hann neitar. Skjálfandi af ótta heldur lífið áfram.Tveimur árum síðar fellur dómur: „Framburður A fyrir dómi var ítarlegur og var stúlkan að mati dómsins samkvæm sjálfri sér. Í málinu liggur ekkert fyrir sem brýtur í bága við framburð A annað en neitun ákærða” Dómur fellur. Hann sýknaður. Þú í molum. ------- Jafnvel þó það séu liðin sjö ár síðan ég skilaði skömminni og líf mitt sé almennt mjög gott þá þarf ekki mikið til þess að sárin rifni upp. Jafnvel þó það séu liðin sjö ár þá nístir það ennþá djúpt þegar fólk heldur því til að mynda fram að ef einstaklingur er ekki dæmdur fyrir kynferðisbrot þá hafi hann ekki framið verknaðinn. Raunin er önnur og tölfræðin er sláandi. Af þeim málum sem bárust til Stígamóta árið 2013 var ofbeldið tilkynnt til lögreglu í aðeins 11% tilvika. Hjá þeim 11% sem þó tilkynntu ofbeldið var ofbeldismaðurinn ákærður í aðeins 30% mála. Það vantaði sönnun. Réttarkerfið hefur brugðist svo mörgum einstaklingum að það er þyngra en tárum tekur. Margra ára óvissa, áfallastreituröskun og kvíði. Ég hef heyrt fólk fullyrða það síðustu daga að það hafi misst trúna á réttarkerfinu vegna niðurstöðu hæstaréttar í meiðyrðamáli. Mikið væri nú samfélagið gott ef sama fólk myndi rísa upp og berjast fyrir úrbótum í réttarkerfinu fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Það er nefnilega langt síðan þolendur misstu trúna á réttarkerfinu. Tölfræðin talar sínu máli. Að lokum hef ég þetta að segja: Pössum okkur á því hvernig við tölum, hvað við fullyrðum og hverju við slengjum fram. Munum að orð geta sært og ýft upp vondar minningar fyrir þá sem aldrei fengu réttlætinu fullnægt. Það eru nefnilega tugþúsundir þolenda og aðstandendur þeirra þarna úti sem þurfa að hlusta á þessa orðræðu, með blóðbragð í munni.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun