Þegar Andres Iniesta er ekki að sparka bolta með Barcelona þá nýtur hann lífsins á vínekrunni sinni.
Miðjumaðurinn magnaði hefur nú sett í gang leik þar sem einn heppinn fær að gista heima hjá honum á vínekrunni.
Viðkomandi mun fá að drekka Iniesta-vínið með góðri máltíð og svo mun Iniesta fara með hann í skoðunarferð um heimabæ sinn, Fuentealbilla.
„Það var draumur fjölskyldunnar að byrja í vínræktinni og ég vil deila því með einhverjum sem er að leita að einstakri reynslu," segir Iniesta.
Keppnin gengur út á að segja í 100 orðum af hverju þú átt að fá þetta tækifæri. Það verða væntanlega margar umsóknir.

