Stjarnan vann sannfærandi sigur, 4-0, með tveimur mörkum frá Ólafi Karli Finsen og sitthvoru markinu frá Veigari Páli Gunnarssyni og Halldóri Orra Björnssyni.
Halldór Orri er kominn heim eftir eitt sumar í atvinnumennsku með Falkenbergs í Svíþjóð, en búist er við að hann skrifi undir samning við uppeldisfélagið sitt á næstu dögum.
KR og Víkingur mætast í Bose-bikarnum í Egilshöllinni klukkan 14.30 á laugardaginn og sigurvegarinn úr þeim leik mætir meisturum Stjörnunnar í úrslitaleik.
Hér að neðan má sjá mörkin úr leiknum, en leikurinn var í beinni útsendingu á Sport TV.
Post by SportTV.is.