Karlar sem hata konur Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 25. nóvember 2014 11:13 Í dag, á alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi hefjum við 16 daga átak sem helgað er baráttunni gegn þessari helstu heilsufarsógn kvenna og útbreiddasta mannréttindabroti í heiminum – ofbeldi af hendi karla. Það er ótrúlegt til þess að hugsa, að þrátt fyrir alla þær framfarir og sigra sem náðst hafa í jafnréttisbaráttu og mannréttindamálum á liðnum árum og áratugum óttist konur þessa heims, fátt meira en feður, syni og bræður þessa heims og því miður ekki að ástæðu lausu. Á hverju ári eru hundruð þúsunda kvenna myrtar af körlum um allann heim og meirihluti kvenna hefur einhverntíma á æfi sinni orðið fyrir einhverskonar ofbeldi af hálfu karla. Á hverju ári eru hundruð þúsunda kvenna, hnepptar í kynlífsþrældóm, hátt í 200 milljónum kvenna er nauðgað og hundruð milljóna beittar kynferðisofbeldi, um 82 milljónir stúlkna undir 18 ára aldri eru giftar eldri körlum og í Evrópu einni er talið að daglega deyi 7 konur af völdum heimilisofbeldis. Frá lokum heimstyrjaldarinnar síðari hafi karlar myrt fleiri konur en fórnarlömb nazista voru í heimstyrjöldinni síðari.Samfélagið bregst konumJafnvel á Íslandi, þar sem jafnrétti kynjanna er mest í öllum heiminum eru konur ekki öruggar. Ein af hverjum fimm stúlkum hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur og um helmingur íslenskra kvenna hafa einhverntíma á æfinni orðið fyrir ofbeldi af hálfu karla og stór hluti íslenskra kvenna upplifir sig óörugga í miðborg Reykjavíkur. Samhvæmt nýlegri íslenskri könnun tilkynna konur aðeins um 8% þeirra ofbeldisverka sem þær verða fyrir og lítill hluti þessara tilkynnu brota leiða til sakfellingar í meðferð réttarvörslukerfisins. Það blasir því við að réttarvörslukerfið og í raun, samfélagið allt, hefur brugðist í því hlutverki sínu að tryggja íslenskum konum öruggt umhverfi, til jafns við karla.Þú getur breytt heiminumÞað hljóta allir að sjá, að slíkt ástand er óásættanlegt í siðuðum samfélögum og það er vissulega umhugsunarefni hvers vegna þúsundir karlar beita konur ofbeldi og hvers vegna við höfum sem samfélag hingað til ekki getað unnið á þessu samfélagsmeini. En það góða er að við getum breytt þessu, þú getur breytt þessu, með því að hætt að taka þátt í þeirri ofbeldis menningu sem við lifum í. Segja frá ofbeldi sem þú veist um og hjálpa brotaþolum, taka ekki þátt í neinu sem niðurlægir konur og andmæla þess háttar ummælum, myndbirtingum, viðburðum og svo framvegis. Það er mikilvægt að við komum þeim skilaboðum til þeirra sem beita ofbeldi að það er ekki samþykkt. Ef þú beitir ofbeldi verður þú að leita þér hjálpar því við getum einfaldlega ekki haldið svona áfram, dætur okkar systur og mæður eiga betra skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, á alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi hefjum við 16 daga átak sem helgað er baráttunni gegn þessari helstu heilsufarsógn kvenna og útbreiddasta mannréttindabroti í heiminum – ofbeldi af hendi karla. Það er ótrúlegt til þess að hugsa, að þrátt fyrir alla þær framfarir og sigra sem náðst hafa í jafnréttisbaráttu og mannréttindamálum á liðnum árum og áratugum óttist konur þessa heims, fátt meira en feður, syni og bræður þessa heims og því miður ekki að ástæðu lausu. Á hverju ári eru hundruð þúsunda kvenna myrtar af körlum um allann heim og meirihluti kvenna hefur einhverntíma á æfi sinni orðið fyrir einhverskonar ofbeldi af hálfu karla. Á hverju ári eru hundruð þúsunda kvenna, hnepptar í kynlífsþrældóm, hátt í 200 milljónum kvenna er nauðgað og hundruð milljóna beittar kynferðisofbeldi, um 82 milljónir stúlkna undir 18 ára aldri eru giftar eldri körlum og í Evrópu einni er talið að daglega deyi 7 konur af völdum heimilisofbeldis. Frá lokum heimstyrjaldarinnar síðari hafi karlar myrt fleiri konur en fórnarlömb nazista voru í heimstyrjöldinni síðari.Samfélagið bregst konumJafnvel á Íslandi, þar sem jafnrétti kynjanna er mest í öllum heiminum eru konur ekki öruggar. Ein af hverjum fimm stúlkum hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur og um helmingur íslenskra kvenna hafa einhverntíma á æfinni orðið fyrir ofbeldi af hálfu karla og stór hluti íslenskra kvenna upplifir sig óörugga í miðborg Reykjavíkur. Samhvæmt nýlegri íslenskri könnun tilkynna konur aðeins um 8% þeirra ofbeldisverka sem þær verða fyrir og lítill hluti þessara tilkynnu brota leiða til sakfellingar í meðferð réttarvörslukerfisins. Það blasir því við að réttarvörslukerfið og í raun, samfélagið allt, hefur brugðist í því hlutverki sínu að tryggja íslenskum konum öruggt umhverfi, til jafns við karla.Þú getur breytt heiminumÞað hljóta allir að sjá, að slíkt ástand er óásættanlegt í siðuðum samfélögum og það er vissulega umhugsunarefni hvers vegna þúsundir karlar beita konur ofbeldi og hvers vegna við höfum sem samfélag hingað til ekki getað unnið á þessu samfélagsmeini. En það góða er að við getum breytt þessu, þú getur breytt þessu, með því að hætt að taka þátt í þeirri ofbeldis menningu sem við lifum í. Segja frá ofbeldi sem þú veist um og hjálpa brotaþolum, taka ekki þátt í neinu sem niðurlægir konur og andmæla þess háttar ummælum, myndbirtingum, viðburðum og svo framvegis. Það er mikilvægt að við komum þeim skilaboðum til þeirra sem beita ofbeldi að það er ekki samþykkt. Ef þú beitir ofbeldi verður þú að leita þér hjálpar því við getum einfaldlega ekki haldið svona áfram, dætur okkar systur og mæður eiga betra skilið.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar