Leikkonan Louisa Moritz, sem er hvað þekktust fyrir að leika í kvikmyndunum One Flew Over the Cuckoo's Nest og Love American Style, segir í viðtali við fréttasíðuna TMZ að grínistinn Bill Cosby hafa þvingað hana til munnmaka árið 1971.
Louisa segir árásina hafa átt sér stað í græna herberginu í myndverinu þar sem skemmtiþátturinn Tonight Show með Johnny Carson hafi verið tekinn upp. Hún hafi verið að bíða í herberginu eftir að koma fram í þættinum þegar Cosby bankaði á dyrnar. Hún segir hann hafa hrósað sér og gaf í skyn að hann ætlaði að beita sér fyrir því að hún yrði stórstjarna.
„Allt í einu kom hann upp að mér og tók út getnaðarlim sinn sem var nú í beinni línu við andlit mitt og hann þrýsti honum upp að mér. Hann setti hendur sínar á hnakka minn og þvingaði mig til að setja getnaðarlim sinn uppí munninn og sagði svo: Smakkaðu þetta. Það gerir þér gott á svo marga vegu,“ segir Louisa og bætir við að hann hafi sagt þetta þegar hann yfirgaf herbergið:
„Þú vilt ekki reita mig til reiði og eyðileggja plönin fyrir framtíðina, er það?“
Fjölmargar aðrar konur hafa sakað Cosby um kynferðislegt ofbeldi síðustu daga, þar á meðal ofurfyrirsætan Janice Dickinson sem segir hann hafa nauðgað sér árið 1982. Lögmaður Cosby segir ásakanir kvennanna tilhæfulausar.