Cristiano Ronaldo skoraði þrennu þegar Real Madrid lagði Celta de Vigo 3-0 í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Ronaldo skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur þegar fjórtán mínútur voru til hálfleiks.
Staðan í hálfleik var 1-0 og þannig var staðan allt þar til á 65. mínútu þegar Ronaldo skoraði aftur. Ronaldo fullkomnaði þrennuna þegar níu mínútur voru til leiksloka.
Þetta var 23 þrenna Ronaldo fyrir Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni. Enginn hefur skorað fleiri þrennur í deildinni.
Ronaldo hefur nú skorað 23 mörk í 14 leikjum í deildinni í vetur en Real Madrid var að fagna 18. sigri sínum í röð í öllum keppnum.
Real Madrid er á toppi deildarinnar með 36 stig, fjórum stigum meira en Atletico Madrid. Celta de Vigo er með 20 stig í 8. sæti.
Ronaldo með þrennu í auðveldum sigri
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið







Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn


Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn

Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar
Enski boltinn