Endurheimti jólagjafir með hjálp Facebook Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. desember 2014 20:15 Eyrún Fríða lætur Mikael Andrason hafa gjafirnar. Andri Lúthersson, faðir drengsins og eiginmaður eiganda gjafanna, stendur hjá. vísir/ernir „Það er rétt, gjafirnar eru komnar í hendur þeirra sem keyptu þær,“ segir Eyrún Fríða Árnadóttir. Í gær fann hún á Laufásvegi innpakkaðar gjafir sem einhver hafði glatað. Hún lýsti í kjölfarið eftir eigandanum á Facebook og innan sólarhring voru gjafirnar komnar í réttar hendur á ný. „Þetta er í raun nokkuð skondið hvernig þetta gerðist. Sú sem týndi gjöfunum vissi ekki að hún hefði tapað þeim og notar ekki Facebook í þokkabót. Þannig það var ekki hún bar kennsl á þá,“ segir Eyrún. Sú sem týndi gjöfunum heitir Sigríður Laufey Gunnarsdóttir. Hún hafði verið að koma af Laugaveginum með fjöldann allan af pokum er sími hennar hringdi. Hún lagði pokana frá sér meðan hún talaði í símann en er hún hélt af stað á nýjan leik gleymdist pokinn með þessum gjöfum. „Pokinn innihélt jólagjöf og fimmtugsafmælisgjöf til systur minnar,“ segir Sigríður Laufey. Gjafirnar hafi verið í glærum, ómerktum poka og ekki verið mjög merkilegar á að líta. Líkt og áður segir notar Sigríður ekki Facebook og það var ekki hún sem kannaðist við gjafirnar. Aðspurð segist hún í raun ekki hafa haft hugmynd um að þær hafi verið týndar fyrr en hún fékk símtal og var spurð út í þær! Starfsfólk Spark Design á Klapparstíg kannaðist hins vegar við gjafapappírinn. Gjafirnar höfðu verið keyptar þar og pakkað inn af starfsmanni sem kannaðist við þær á myndinni. Starfsfólk fletti í kjölfarið upp færslum gærdagsins, hringdi í greiðslukortafyrirtækið og í kjölfarið fannst réttur eigandi. „Á gjöfunum var einkennandi slaufa sem er víst eingöngu hægt að fá í Spark Design. Þau púsluðu því saman að það hefði sennilega verið ég sem týndi þessu,“ segir Sigríður. „Mér finnst ótrúlega gott að gjafirnar séu þar sem þær eiga að vera og ég er þakklát öllum þeim sem deildu myndinni,“ segir Eyrún og bætir við að það sé ánægjulegt hve margir hafi aðstoðað. Ríflega 1.600 manns deildu myndinni á samskiptamiðlinum Facebook. „Þetta er í raun yndisleg jólasaga. Ég skil ekkert í henni [Eyrúnu] að nenna að standa í þessu, það hefði ekki hver sem er gert þetta. Þarna er á ferð sannur jólaandi og náungakærleikur,“ segir Sigríður. Hún segir að hún hafi ekki komist til að sækja pokann sjálf en sonur hennar og eiginmaður hafi gert það fyrir hana. Hún ætli sér þó að heimsækja Eyrúnu á næstu dögum og þakka henni fyrir. „Ætli ég fái mér samt ekki aðgang á Facebook úr þessu. Ég íhuga það allavega alvarlega,“ segir Sigríður að lokum. Jólafréttir Tengdar fréttir Þekkir þú þessar jólagjafir? Eyrún Fríða Árnadóttir lýsir á Facebook eftir eiganda þriggja jólagjafa sem hún fann á Laufásvegi. 18. desember 2014 21:23 Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira
„Það er rétt, gjafirnar eru komnar í hendur þeirra sem keyptu þær,“ segir Eyrún Fríða Árnadóttir. Í gær fann hún á Laufásvegi innpakkaðar gjafir sem einhver hafði glatað. Hún lýsti í kjölfarið eftir eigandanum á Facebook og innan sólarhring voru gjafirnar komnar í réttar hendur á ný. „Þetta er í raun nokkuð skondið hvernig þetta gerðist. Sú sem týndi gjöfunum vissi ekki að hún hefði tapað þeim og notar ekki Facebook í þokkabót. Þannig það var ekki hún bar kennsl á þá,“ segir Eyrún. Sú sem týndi gjöfunum heitir Sigríður Laufey Gunnarsdóttir. Hún hafði verið að koma af Laugaveginum með fjöldann allan af pokum er sími hennar hringdi. Hún lagði pokana frá sér meðan hún talaði í símann en er hún hélt af stað á nýjan leik gleymdist pokinn með þessum gjöfum. „Pokinn innihélt jólagjöf og fimmtugsafmælisgjöf til systur minnar,“ segir Sigríður Laufey. Gjafirnar hafi verið í glærum, ómerktum poka og ekki verið mjög merkilegar á að líta. Líkt og áður segir notar Sigríður ekki Facebook og það var ekki hún sem kannaðist við gjafirnar. Aðspurð segist hún í raun ekki hafa haft hugmynd um að þær hafi verið týndar fyrr en hún fékk símtal og var spurð út í þær! Starfsfólk Spark Design á Klapparstíg kannaðist hins vegar við gjafapappírinn. Gjafirnar höfðu verið keyptar þar og pakkað inn af starfsmanni sem kannaðist við þær á myndinni. Starfsfólk fletti í kjölfarið upp færslum gærdagsins, hringdi í greiðslukortafyrirtækið og í kjölfarið fannst réttur eigandi. „Á gjöfunum var einkennandi slaufa sem er víst eingöngu hægt að fá í Spark Design. Þau púsluðu því saman að það hefði sennilega verið ég sem týndi þessu,“ segir Sigríður. „Mér finnst ótrúlega gott að gjafirnar séu þar sem þær eiga að vera og ég er þakklát öllum þeim sem deildu myndinni,“ segir Eyrún og bætir við að það sé ánægjulegt hve margir hafi aðstoðað. Ríflega 1.600 manns deildu myndinni á samskiptamiðlinum Facebook. „Þetta er í raun yndisleg jólasaga. Ég skil ekkert í henni [Eyrúnu] að nenna að standa í þessu, það hefði ekki hver sem er gert þetta. Þarna er á ferð sannur jólaandi og náungakærleikur,“ segir Sigríður. Hún segir að hún hafi ekki komist til að sækja pokann sjálf en sonur hennar og eiginmaður hafi gert það fyrir hana. Hún ætli sér þó að heimsækja Eyrúnu á næstu dögum og þakka henni fyrir. „Ætli ég fái mér samt ekki aðgang á Facebook úr þessu. Ég íhuga það allavega alvarlega,“ segir Sigríður að lokum.
Jólafréttir Tengdar fréttir Þekkir þú þessar jólagjafir? Eyrún Fríða Árnadóttir lýsir á Facebook eftir eiganda þriggja jólagjafa sem hún fann á Laufásvegi. 18. desember 2014 21:23 Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira
Þekkir þú þessar jólagjafir? Eyrún Fríða Árnadóttir lýsir á Facebook eftir eiganda þriggja jólagjafa sem hún fann á Laufásvegi. 18. desember 2014 21:23