Rolf Toft: Víkingur hafði meiri áhuga Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. desember 2014 12:30 Rolf Toft varð Íslandsmeistari með Stjörnunni í sumar. vísir/andri marinó „Ég er ánægður með að þetta sé klárt,“ segir Rolf Toft, danski framherjinn sem samdi við Víking fyrr í dag, í samtali við Vísi. Toft, sem skoraði sex mörk í ellefu leikjum í Pepsi-deildinni með Stjörnunni í sumar, segist ekki velkjast í vafa um að hann hafi tekið rétta ákvörðun. „Ég vissi frá byrjun að þetta væri rétt ákvörðun og ég er ánægður með að þetta hafi gengið upp,“ segir Toft, sem ræddi einnig við Stjörnumenn. „Stjarnan var inn í myndinni, en Víkingur hafði meiri áhuga og sýndi þann áhuga í verki. Þess vegna valdi ég Víking.“ „Ég var að leita mér að liði í stærri deild en það gekk ekki upp. Það verður gaman að koma aftur til Íslands þar sem ég á góðar minningar. Ég kem ekki sorgmæddur aftur til Íslands.“ Daninn er í Danmörku og veit ekki hvenær hann kemur til Íslands aftur, en hann er búinn að ræða við Milos Milojevic, annan þjálfara Víkinga, um markmiðin næsta sumar. „Hann hringdi í mig áður en þetta kom til umboðsmanns míns og spurði hvort ég væri áhugasamur um að koma. Hann sagði mér hvernig æfingarnar eru, hvernig þeir gera hlutina og hver markmið sumarsins eru. Mér leist vel á þetta allt,“ segir Toft sem skilur við Stjörnuna með söknuði. „Það var gaman í Stjörnunni og ég lít til baka glaður á tímann sem ég dvaldi þar. En nú tekst ég á við nýtt verkefni,“ segir framherjinn. Stjarnan fór alla leið í umspil um sæti í Evrópudeildinni í ár, en Víkingar taka þátt í Evrópudeildinni næsta sumar. Það er í fyrsta sinn í 23 ár sem liðið spilar í Evrópu. „Nú er bara að sjá hvort við getum ekki farið jafn langt eða lengra en Stjarnan,“ segir Rolf Toft léttur að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rolf Toft samdi við Víking til tveggja ára Danski framherjinn semur ekki aftur við Stjörnuna og spilar með Víkingum í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. 17. desember 2014 11:51 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Ég er ánægður með að þetta sé klárt,“ segir Rolf Toft, danski framherjinn sem samdi við Víking fyrr í dag, í samtali við Vísi. Toft, sem skoraði sex mörk í ellefu leikjum í Pepsi-deildinni með Stjörnunni í sumar, segist ekki velkjast í vafa um að hann hafi tekið rétta ákvörðun. „Ég vissi frá byrjun að þetta væri rétt ákvörðun og ég er ánægður með að þetta hafi gengið upp,“ segir Toft, sem ræddi einnig við Stjörnumenn. „Stjarnan var inn í myndinni, en Víkingur hafði meiri áhuga og sýndi þann áhuga í verki. Þess vegna valdi ég Víking.“ „Ég var að leita mér að liði í stærri deild en það gekk ekki upp. Það verður gaman að koma aftur til Íslands þar sem ég á góðar minningar. Ég kem ekki sorgmæddur aftur til Íslands.“ Daninn er í Danmörku og veit ekki hvenær hann kemur til Íslands aftur, en hann er búinn að ræða við Milos Milojevic, annan þjálfara Víkinga, um markmiðin næsta sumar. „Hann hringdi í mig áður en þetta kom til umboðsmanns míns og spurði hvort ég væri áhugasamur um að koma. Hann sagði mér hvernig æfingarnar eru, hvernig þeir gera hlutina og hver markmið sumarsins eru. Mér leist vel á þetta allt,“ segir Toft sem skilur við Stjörnuna með söknuði. „Það var gaman í Stjörnunni og ég lít til baka glaður á tímann sem ég dvaldi þar. En nú tekst ég á við nýtt verkefni,“ segir framherjinn. Stjarnan fór alla leið í umspil um sæti í Evrópudeildinni í ár, en Víkingar taka þátt í Evrópudeildinni næsta sumar. Það er í fyrsta sinn í 23 ár sem liðið spilar í Evrópu. „Nú er bara að sjá hvort við getum ekki farið jafn langt eða lengra en Stjarnan,“ segir Rolf Toft léttur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rolf Toft samdi við Víking til tveggja ára Danski framherjinn semur ekki aftur við Stjörnuna og spilar með Víkingum í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. 17. desember 2014 11:51 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Rolf Toft samdi við Víking til tveggja ára Danski framherjinn semur ekki aftur við Stjörnuna og spilar með Víkingum í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. 17. desember 2014 11:51