Spánarmeistarar Atletico Madrid mátti sætta sig við 1-0 tap gegn Villarreal í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld, 1-0.
Argentínumaðurinn Luciano Vietto skoraði eina mark leiksins á 84. mínútu og tryggði Villarreal þar með óvæntan sigur á Vicente Calderon vellinum.
Atletico er í þriðja sæti deildarinnar með 32 stig og er sjö stigum á eftir grannliðinu Real Madrid, sem er í efsta sæti. Barcelona er svo í öðru sæti með 35 stig.
Villarreal komst upp í sjötta sætið með sigrinum en liðið er með 27 stig.
Meistararnir töpuðu á heimavelli
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn






Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska
Íslenski boltinn

Forest bannaði Neville að mæta á völlinn
Enski boltinn