Innlent

Sigrún um RÚV: „Þarf ekki líka að hugsa um þegar eitthvað er að vörunni?“

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Sigrún vék að ummælum sínum um RÚV undir lok ræðu sem hún flutti undir liðnum störf þingsins.
Sigrún vék að ummælum sínum um RÚV undir lok ræðu sem hún flutti undir liðnum störf þingsins. Vísir/Pjetur
Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknar, gaf til kynna á þingi í morgun að ekki væri allt í lagi með RÚV. Áður sagði hún að Framsóknarmenn hefðu alla tíð stutt Ríkisútvarpið.

„Ég spyr sem gamall kaupmaður, þarf ekki líka að hugsa um þegar eitthvað er að vörunni? Er hún þá á réttum stað? Rétt merkt? Eða eitthvað…“ sagði hún og gekk úr ræðustólnum. Heyra mátti að þingmenn sem voru í salnum tóku orðum Sigrúnar ekki vel.

Ummælin féllu þegar Sigrún svaraði fyrir orð sem fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason hafði eftir henni á bloggsíðu sinni um að Framsóknarmenn nenntu ekki lengur að styðja RÚV. Sigrún sagði í þinginu að hún kannaðist ekki við orðalagið í tilvitnun Egils en sagði að orðaskiptin hefðu átt sér stað á hlaupum.

Sigrún sagði í ræðunni að Framsóknarmenn hefðu alltaf stutt Ríkisútvarpið en að hún sem gamall kaupmaður teldi að huga þyrfti að því þegar eitthvað væri að „vörunni“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×