Cesc Fabregas myndi taka á móti Lionel Messi opnum örmum hjá Chelsea ef sá síðarnefndi ákveður að yfirgefa Barcelona.
Messi og Fabregas þekkjast vel eftir að hafa spilað saman hjá unglingaliðum Barcelona á sínum tíma og endurnýjuðu svo kynnin eftir að Fabregas sneri aftur til Barcelona frá Arsenal.
„Sem Barca-maður tel ég að Messi eigi skilið að klára ferilinn hjá Barcelona eftir allt það sem hann hefur fært félaginu,“ sagði Fabregas sem gekk í raðir Chelsea nú í sumar.
„Hann er goðsögn sem breytti sögunni hjá Barcelona. En sem liðsfélagi hans og vinur myndi ég auðvitað elska að spila við hlið hans. Tímabilið hjá Barcelona í ár hefur í grunninn snúist um Messi og hina tíu leikmennina. Messi hefur bjargað liðinu ótal sinnum.“
Þrátt fyrir það hefur óvenju hávær orðrómur verið á kreiki um að Messi kunni að yfirgefa herbúðir Barcelona.
Fabregas vill fá Messi til Chelsea
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti


Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn


Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti




