Sport

Tæplega 140 met í frjálsum á árinu | Þórdís Eva með 38

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þórdís til hægri hefur farið á kostum á árinu.
Þórdís til hægri hefur farið á kostum á árinu. Vísir/Steinn Jóhannsson
Tæplega 140 Íslandsmet hafa verið sett á frjálsíþróttaárinu sem er að líða, en Skráningarnefnd FRÍ hefur tekið þetta saman. Alls eru metin 137 og fleiri konur en karlar settu met þetta árið.

Konurnar bættu 69 met, en karlarnir 67. Aldursflokkurinn 18-19 pilta setti þó flest met þetta árið, en þau voru alls 21. Næst kom flokkur 14 ára stúlkna með einu minna.

Þórdís Eva Steinsdóttir, FH, sló flest metin þetta árið, en alls sló hún 38 met. Öll metin voru í flokkum 14 ára og eldri og tvö þar á meðal annars í fullorðnisflokki, en Þórdís Eva er einungis fjórtán ára gömul.

Frægasta met ársins fellur í skaut Anítu Hinriksdóttir úr ÍR þegar hún setti nýtt Íslands- og Evrópumet unglinga á RIG í janúar fyrir tæpu ári síðan í 800 metra hlaupi.

Öll metin í fullorðnisflokkum karla og kvenna má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×