Ekkert annað en Persaflóinn í boði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. janúar 2014 09:15 Heimir Hallgrímsson sagði að hægt væri að búa til næstum fjögur lið úr þeim hópi Íslendinga sem spila á Norðurlöndunum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Eftir að Ísland féll úr leik í umspili fyrir HM 2014 í nóvember síðastliðnum er strax farið að leggja grunn fyrir undankeppni næsta stórmóts. Ísland mætir Svíþjóð í æfingaleik sem fer fram í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þann 21. janúar næstkomandi. Heimir Hallgrímsson tilkynnti landsliðshópinn í gær en hann er aðeins skipaður leikmönnum sem spila hér á landi eða á hinum Norðurlöndunum. „Þetta eru nauðsynlegir leikir,“ sagði Heimir við Fréttablaðið í gær en Ísland spilaði síðast æfingaleik með sams konar fyrirkomulagi árið 2012. „Í fyrra fengum við ekki tækifæri til að prófa neinn nýjan leikmann og teljum við það ósanngjarnt fyrir þá leikmenn sem eru að standa sig vel. Þess vegna eru leikir sem þessir afar mikilvægir.“Ekkert annað í boði Heimir hafði orð á því að það kynni að hljóma kjánalega að leika æfingaleik gegn Svíþjóð við Persaflóann. „Það var einfaldlega ekkert annað í boði fyrir okkur,“ útskýrir Heimir. „Ég veit ekki hvort kostnaðurinn sem þessu fylgir er mikill fyrir KSÍ en við hefðum alltaf þurft að fara í ferðalag nema við hefðum fundið hentugt verkefni á Norðurlöndunum. Slíkt var ekki í boði og því var ákveðið að taka þessu.“ Heimir tók fram á fundinum í gær að alls er 41 íslenskur knattspyrnumaður að spila á hinum Norðurlöndunum og því hafi verið úr stórum hópi að velja. Ákveðið hafi verið að leggja áherslu á unga leikmenn en einnig þá sem hafa gert tilkall til sætis í landsliðinu. „Það er mikilvægt fyrir leikmenn eins og Indriða, Elmar og Matthías að fá tækifæri til að sýna sig og sanna fyrir þjálfaranum. Þetta eru strákar sem hafa viljað fá stærra hlutverk með landsliðinu.“Lítið breyst í samstarfinu við Lars Þetta verður fyrsti leikur Heimis sem aðallandsliðsþjálfari en hann deilir nú þeirri stöðu með Lars Lagerbäck eftir að hafa verið aðstoðarmaður Svíans undanfarin tvö ár. „Það hefur í raun lítið breyst í okkar samstarfi. Ég er með stærra hlutverk en áður og hef ef til vill meira að segja um hverjir eru valdir og fleira slíkt. En skipting á verkum breytist ekki mikið,“ segir Heimir. „Lars þarf þar að auki ekki lengur að koma til Íslands fyrir einn blaðamannafund þannig að þetta fyrirkomulag er þægilegt fyrir hann.“ Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Fleiri fréttir Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Sjá meira
Eftir að Ísland féll úr leik í umspili fyrir HM 2014 í nóvember síðastliðnum er strax farið að leggja grunn fyrir undankeppni næsta stórmóts. Ísland mætir Svíþjóð í æfingaleik sem fer fram í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þann 21. janúar næstkomandi. Heimir Hallgrímsson tilkynnti landsliðshópinn í gær en hann er aðeins skipaður leikmönnum sem spila hér á landi eða á hinum Norðurlöndunum. „Þetta eru nauðsynlegir leikir,“ sagði Heimir við Fréttablaðið í gær en Ísland spilaði síðast æfingaleik með sams konar fyrirkomulagi árið 2012. „Í fyrra fengum við ekki tækifæri til að prófa neinn nýjan leikmann og teljum við það ósanngjarnt fyrir þá leikmenn sem eru að standa sig vel. Þess vegna eru leikir sem þessir afar mikilvægir.“Ekkert annað í boði Heimir hafði orð á því að það kynni að hljóma kjánalega að leika æfingaleik gegn Svíþjóð við Persaflóann. „Það var einfaldlega ekkert annað í boði fyrir okkur,“ útskýrir Heimir. „Ég veit ekki hvort kostnaðurinn sem þessu fylgir er mikill fyrir KSÍ en við hefðum alltaf þurft að fara í ferðalag nema við hefðum fundið hentugt verkefni á Norðurlöndunum. Slíkt var ekki í boði og því var ákveðið að taka þessu.“ Heimir tók fram á fundinum í gær að alls er 41 íslenskur knattspyrnumaður að spila á hinum Norðurlöndunum og því hafi verið úr stórum hópi að velja. Ákveðið hafi verið að leggja áherslu á unga leikmenn en einnig þá sem hafa gert tilkall til sætis í landsliðinu. „Það er mikilvægt fyrir leikmenn eins og Indriða, Elmar og Matthías að fá tækifæri til að sýna sig og sanna fyrir þjálfaranum. Þetta eru strákar sem hafa viljað fá stærra hlutverk með landsliðinu.“Lítið breyst í samstarfinu við Lars Þetta verður fyrsti leikur Heimis sem aðallandsliðsþjálfari en hann deilir nú þeirri stöðu með Lars Lagerbäck eftir að hafa verið aðstoðarmaður Svíans undanfarin tvö ár. „Það hefur í raun lítið breyst í okkar samstarfi. Ég er með stærra hlutverk en áður og hef ef til vill meira að segja um hverjir eru valdir og fleira slíkt. En skipting á verkum breytist ekki mikið,“ segir Heimir. „Lars þarf þar að auki ekki lengur að koma til Íslands fyrir einn blaðamannafund þannig að þetta fyrirkomulag er þægilegt fyrir hann.“
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Fleiri fréttir Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Sjá meira