Fylkjum liði í menntamálum Skúli Helgason skrifar 21. janúar 2014 06:00 Skólamál eru einn mikilvægasti málaflokkur stjórnmálanna og geta skipt sköpum fyrir velferð og hagsæld samfélagsins. Verulegu fjármagni er varið til menntamála, einkum þeirra skólastiga sem eru á forræði sveitarfélaga. Í leikskólum og grunnskólum er unnið gott starf, sem birtist í jákvæðum viðhorfum nemenda og forelda. En miklar áskoranir felast í brotthvarfi nemenda úr framhaldsskólum, háu hlutfalli drengja sem ekki nýtur sín í skóla, fjölbreytileika nemendahópsins og óviðunandi starfskjörum kennara. Umræða um þessi atriði hefur staðið árum saman en árangur lætur á sér standa – kannski vegna þess að við hlustum ekki nægilega vel á fagfólkið sem vinnur verkin.Forgangsverkefni Ný PISA-könnun sýnir að staða íslenskra nemenda hefur versnað í undirstöðugreinum, einkum á landsbyggðinni. Í Reykjavík er árangur nemenda í stærðfræði yfir meðaltali Norðurlanda en undir í lestri og náttúrufræði. Sérstaklega hallar þar á drengi sem rímar við nýlegar niðurstöður um að 30% drengja geti ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla. Afleiðingarnar eru afdrifaríkar fyrir ungt fólk á leið út í lífið. Það verður að vera forgangsverkefni að efla læsi og lesskilning allra barna og beita þeim aðferðum sem skila árangri.Leið til jafnaðar Ég er jafnaðarmaður og trúi því að samfélaginu farnist best ef allir hafa jöfn tækifæri til að láta drauma sína rætast. Það er krefjandi markmið en leiðin að því liggur um menntakerfið, þar getum við og eigum að nesta börnin okkar fyrir framtíðina. Það eru ekki önnur tækifæri til að leggja grunninn. Árangur mun á endanum ráðast af því að stjórnvöld og fagfólk í skólum vinni saman að mótun markmiða og aðgerða, þar með talið um hvernig megi auka veg og virðingu kennarastarfsins. Ég er tilbúinn að leggja mitt af mörkum við að mynda slíka breiðfylkingu. Ég býð mig fram í flokksvali Samfylkingarinnar 7.-8. febrúar, ekki síst til að beita mér í þessum mikilvæga málaflokki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Skólamál eru einn mikilvægasti málaflokkur stjórnmálanna og geta skipt sköpum fyrir velferð og hagsæld samfélagsins. Verulegu fjármagni er varið til menntamála, einkum þeirra skólastiga sem eru á forræði sveitarfélaga. Í leikskólum og grunnskólum er unnið gott starf, sem birtist í jákvæðum viðhorfum nemenda og forelda. En miklar áskoranir felast í brotthvarfi nemenda úr framhaldsskólum, háu hlutfalli drengja sem ekki nýtur sín í skóla, fjölbreytileika nemendahópsins og óviðunandi starfskjörum kennara. Umræða um þessi atriði hefur staðið árum saman en árangur lætur á sér standa – kannski vegna þess að við hlustum ekki nægilega vel á fagfólkið sem vinnur verkin.Forgangsverkefni Ný PISA-könnun sýnir að staða íslenskra nemenda hefur versnað í undirstöðugreinum, einkum á landsbyggðinni. Í Reykjavík er árangur nemenda í stærðfræði yfir meðaltali Norðurlanda en undir í lestri og náttúrufræði. Sérstaklega hallar þar á drengi sem rímar við nýlegar niðurstöður um að 30% drengja geti ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla. Afleiðingarnar eru afdrifaríkar fyrir ungt fólk á leið út í lífið. Það verður að vera forgangsverkefni að efla læsi og lesskilning allra barna og beita þeim aðferðum sem skila árangri.Leið til jafnaðar Ég er jafnaðarmaður og trúi því að samfélaginu farnist best ef allir hafa jöfn tækifæri til að láta drauma sína rætast. Það er krefjandi markmið en leiðin að því liggur um menntakerfið, þar getum við og eigum að nesta börnin okkar fyrir framtíðina. Það eru ekki önnur tækifæri til að leggja grunninn. Árangur mun á endanum ráðast af því að stjórnvöld og fagfólk í skólum vinni saman að mótun markmiða og aðgerða, þar með talið um hvernig megi auka veg og virðingu kennarastarfsins. Ég er tilbúinn að leggja mitt af mörkum við að mynda slíka breiðfylkingu. Ég býð mig fram í flokksvali Samfylkingarinnar 7.-8. febrúar, ekki síst til að beita mér í þessum mikilvæga málaflokki.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun