Framsókn ráðalaus í húsnæðismálum Magnús Már Guðmundsson skrifar 29. janúar 2014 06:00 Hún er rýr, Framsóknarskýrslan sem kynnt var í vikunni um húsnæðismál. Þrátt fyrir fögur kosningafyrirheit um afnám verðtryggingarinnar blasir nú við að ekki verði farið í þá vegferð, nema að takmörkuðu leyti. Stuttum níu mánuðum eftir loforðaflauminn hefur Framsóknarflokkurinn nú rekið sig á það sem margoft hefur verið bent á af talsmönnum Samfylkingarinnar: Verðtryggingin er órjúfanlegur hluti af krónuhagkerfinu og verður ekki að fullu afnumin nema með upptöku annars gjaldmiðils. Í skýrslunni eru engu að síður lagðar fram tillögur „í átt að fullu afnámi verðtryggingar“, sem meðal annars fela í sér að gera verðtryggð lán til lengri tíma en 25 ára óheimil. Það er vandséð hvernig það hjálpar húsnæðiskaupendum að takmarka möguleika þeirra á lánsfjármögnun íbúða, án þess að bjóða upp á eitthvað annað í staðinn. Þeir sem hafa ráð á að taka óverðtryggð lán í dag gera það – bannið breytir engu þar um.Húsnæðisöryggi Mun meira máli skiptir hvernig ríkisstjórnin ætlar að tryggja húsnæðisöryggi þeirra sem ekki ráða við þunga greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum eða af verðtryggðum lánum til einungis 25 ára. Í því máli skilar ríkisstjórnin svo til auðu. Vissulega er tæpt á hvaða mótvægisaðgerðum væri hægt að beita vegna styttingar lánstímans, en það er hvorki rætt hvað þurfi að gera að lágmarki svo hægt sé að hefja afnám verðtryggingarinnar, né greint frá því hvað slíkar aðgerðir myndu kosta ríkissjóð. Við slíkar aðstæður er nauðsynlegt að Reykjavíkurborg taki forystu í húsnæðismálum á höfuðborgarsvæðinu. Snúa þarf frá ofuráherslunni á séreignarstefnuna og byggja upp traustan leigumarkað, sem verður valkostur fyrir alla – líka þá sem ráða ekki við himinháar greiðslur of óverðtryggðum lánum eða verðtryggðum lánum til 25 ára. Aðeins með beinni þátttöku borgarinnar í uppbyggingu leigufélaga sem starfa á almennum markaði tryggjum við skjóta uppbyggingu á leiguíbúðum. Reykjavíkurborg hefur nú þegar lagt fram metnaðarfullar áætlanir um uppbyggingu 2.500–3.000 íbúða og mikilvægt er að þær nái fram að ganga. Fyrir því vil ég beita mér í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hún er rýr, Framsóknarskýrslan sem kynnt var í vikunni um húsnæðismál. Þrátt fyrir fögur kosningafyrirheit um afnám verðtryggingarinnar blasir nú við að ekki verði farið í þá vegferð, nema að takmörkuðu leyti. Stuttum níu mánuðum eftir loforðaflauminn hefur Framsóknarflokkurinn nú rekið sig á það sem margoft hefur verið bent á af talsmönnum Samfylkingarinnar: Verðtryggingin er órjúfanlegur hluti af krónuhagkerfinu og verður ekki að fullu afnumin nema með upptöku annars gjaldmiðils. Í skýrslunni eru engu að síður lagðar fram tillögur „í átt að fullu afnámi verðtryggingar“, sem meðal annars fela í sér að gera verðtryggð lán til lengri tíma en 25 ára óheimil. Það er vandséð hvernig það hjálpar húsnæðiskaupendum að takmarka möguleika þeirra á lánsfjármögnun íbúða, án þess að bjóða upp á eitthvað annað í staðinn. Þeir sem hafa ráð á að taka óverðtryggð lán í dag gera það – bannið breytir engu þar um.Húsnæðisöryggi Mun meira máli skiptir hvernig ríkisstjórnin ætlar að tryggja húsnæðisöryggi þeirra sem ekki ráða við þunga greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum eða af verðtryggðum lánum til einungis 25 ára. Í því máli skilar ríkisstjórnin svo til auðu. Vissulega er tæpt á hvaða mótvægisaðgerðum væri hægt að beita vegna styttingar lánstímans, en það er hvorki rætt hvað þurfi að gera að lágmarki svo hægt sé að hefja afnám verðtryggingarinnar, né greint frá því hvað slíkar aðgerðir myndu kosta ríkissjóð. Við slíkar aðstæður er nauðsynlegt að Reykjavíkurborg taki forystu í húsnæðismálum á höfuðborgarsvæðinu. Snúa þarf frá ofuráherslunni á séreignarstefnuna og byggja upp traustan leigumarkað, sem verður valkostur fyrir alla – líka þá sem ráða ekki við himinháar greiðslur of óverðtryggðum lánum eða verðtryggðum lánum til 25 ára. Aðeins með beinni þátttöku borgarinnar í uppbyggingu leigufélaga sem starfa á almennum markaði tryggjum við skjóta uppbyggingu á leiguíbúðum. Reykjavíkurborg hefur nú þegar lagt fram metnaðarfullar áætlanir um uppbyggingu 2.500–3.000 íbúða og mikilvægt er að þær nái fram að ganga. Fyrir því vil ég beita mér í borgarstjórn Reykjavíkur.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun