Földu kyn frumburðarins inni í útskriftartertunni Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 30. janúar 2014 08:30 Sif og Kári á útskriftardaginn. Mynd/Einkasafn „Við eigum von á okkar fyrsta barni í júní og ákváðum strax að við myndum vilja vita kynið, enda sennilega nægilega margt annað að fara koma okkur á óvart við komu krílisins,“ segir Sif Steingrímsdóttir. Hún og hennar heittelskaði, Kári Ólafsson, ákváðu að fá að vita kynið á barninu á skemmtilegan hátt. „Þegar við fengum úthlutaða dagsetningu í tuttugu vikna sónar og áttuðum okkur á að sónarinn væri daginn fyrir útskriftina mína úr meistaranámi í lögfræði fengum við þá skemmtilegu hugmynd að við myndum komast að kyninu í gegnum útskriftartertuna. Þá var það að fá ljósmóðurina og bakara til að taka þátt í glensinu með okkur. Ég hafði samband við hann Árna hjá Okkar bakaríi sem var til í slaginn og ljósmóðirin lét einnig til leiðast. Framkvæmdin var þannig að í sónarnum leyndi ljósmóðirin okkur kyninu, var voðalega lúmsk og þóttist ekkert sjá. Eftir að við vorum farin þaðan hringdi hún svo í Árna bakara sem beið klár með kökukeflið og matarlit á lofti og tilkynnti honum hvort við ættum von á stelpu eða strák,“ segir Sif. Í útskriftarveislunni var kynið síðan afhjúpað og var andrúmsloftið spennuþrungið.Það myndaðist mikil spenna í útskriftarveislunni þegar kakan var skorin.Mynd/Einkasafn„Í veislunni höfðum við safnað saman í stofunni heima öllum nánustu ættingjum og vinum, um fjörutíu manns. Á veisluborðinu var þessi fína útskriftarterta, hjúpuð hvítum marsípan og skreytt með bláu og bleiku til jafns. Við byrjuðum á að taka nafnakall á meðal gesta og allir voru látnir giska á kynið, því eftir að kyn kemur í ljós þykjast allir hafa vitað allan tímann það rétta. Í þetta skiptið var ágiskun hvers og eins einfaldlega skrásett og þar með komið í veg fyrir slíkt. Mikil spenna hafði myndast í veislunni og má segja að andrúmsloftið hafi verið orðið rafmagnað þegar kakan var loks skorin og bleiki liturinn kom í ljós undan marsípaninu,“ segir Sif og er hæstánægð með þetta uppátæki. „Það var óneitanlega ansi tilfinningarík stund, allir föðmuðust og klöppuðu fyrir litlu stelpunni. Þetta var virkilega skemmtilegt, okkar nánustu fengu að taka þátt í þessari stund með okkur og þetta gerði útskriftarveisluna ógleymanlega.“ Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira
„Við eigum von á okkar fyrsta barni í júní og ákváðum strax að við myndum vilja vita kynið, enda sennilega nægilega margt annað að fara koma okkur á óvart við komu krílisins,“ segir Sif Steingrímsdóttir. Hún og hennar heittelskaði, Kári Ólafsson, ákváðu að fá að vita kynið á barninu á skemmtilegan hátt. „Þegar við fengum úthlutaða dagsetningu í tuttugu vikna sónar og áttuðum okkur á að sónarinn væri daginn fyrir útskriftina mína úr meistaranámi í lögfræði fengum við þá skemmtilegu hugmynd að við myndum komast að kyninu í gegnum útskriftartertuna. Þá var það að fá ljósmóðurina og bakara til að taka þátt í glensinu með okkur. Ég hafði samband við hann Árna hjá Okkar bakaríi sem var til í slaginn og ljósmóðirin lét einnig til leiðast. Framkvæmdin var þannig að í sónarnum leyndi ljósmóðirin okkur kyninu, var voðalega lúmsk og þóttist ekkert sjá. Eftir að við vorum farin þaðan hringdi hún svo í Árna bakara sem beið klár með kökukeflið og matarlit á lofti og tilkynnti honum hvort við ættum von á stelpu eða strák,“ segir Sif. Í útskriftarveislunni var kynið síðan afhjúpað og var andrúmsloftið spennuþrungið.Það myndaðist mikil spenna í útskriftarveislunni þegar kakan var skorin.Mynd/Einkasafn„Í veislunni höfðum við safnað saman í stofunni heima öllum nánustu ættingjum og vinum, um fjörutíu manns. Á veisluborðinu var þessi fína útskriftarterta, hjúpuð hvítum marsípan og skreytt með bláu og bleiku til jafns. Við byrjuðum á að taka nafnakall á meðal gesta og allir voru látnir giska á kynið, því eftir að kyn kemur í ljós þykjast allir hafa vitað allan tímann það rétta. Í þetta skiptið var ágiskun hvers og eins einfaldlega skrásett og þar með komið í veg fyrir slíkt. Mikil spenna hafði myndast í veislunni og má segja að andrúmsloftið hafi verið orðið rafmagnað þegar kakan var loks skorin og bleiki liturinn kom í ljós undan marsípaninu,“ segir Sif og er hæstánægð með þetta uppátæki. „Það var óneitanlega ansi tilfinningarík stund, allir föðmuðust og klöppuðu fyrir litlu stelpunni. Þetta var virkilega skemmtilegt, okkar nánustu fengu að taka þátt í þessari stund með okkur og þetta gerði útskriftarveisluna ógleymanlega.“
Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira