Áskoranir í menntamálum Skúli Helgason skrifar 7. febrúar 2014 06:00 Menntamál eru afdrifaríkasti málaflokkur stjórnmálanna. Skólarnir ráða miklu um framtíð barnanna okkar og því er ekki hægt að ofmeta þýðingu þeirra fyrir velferð einstaklingsins og þjóðarhag. Menntun er almannagæði sem við þurfum öll að standa vörð um. Engu að síður eru kennarar láglaunastétt í samfélaginu og mikið skortir á viðurkenningu á störfum þeirra. Nýlegar fréttir um ofbeldi einstakra nemenda gagnvart kennurum sýna að við höfum verk að vinna.Fyrirmyndir Þær þjóðir sem mestum árangri hafa náð í menntamálum eiga það sammerkt að búa vel að sínum kennurum, byrjunarlaun eru sómasamleg, mikil áhersla er lögð á að velja hæft fólk til kennarastarfa, vel er staðið að starfsþróun kennara og þeim er treyst til að útfæra meginmarkmið skólastefnu á grundvelli fagmennsku sinnar. Nefna má Kanada, Finnland og einstök fylki Bandaríkjanna í þessu sambandi. Mikilvægt er að við lærum af reynslu þeirra í því umbótaferli sem fram undan er. Nýleg PISA-könnun sýnir að bæta þarf árangur, sérstaklega í lestri og náttúrufræði og nýta innlendar og erlendar fyrirmyndir í kennsluháttum. Ljóst er að efla þarf lesskilning með markvissum aðgerðum, enda er hann grundvallarfærni varðandi frekara nám og vinnu.Brottfall Hættumerki birtast m.a. í háu brottfalli framhaldsskólanema og ofuráherslu á bóknám á kostnað verk- og tæknináms. Ég beitti mér fyrir því að lagt yrði mat á þjóðhagsleg áhrif brottfallsins á vegum Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og verða niðurstöður kynntar á næstu vikum. Ljóst er að milljarðar króna fara forgörðum vegna þess að nærri 30% nemenda hætta námi í framhaldsskólum áður en kemur að útskrift. Það er mikil einföldun að hægt sé að leysa brottfallsvandann með því að stytta nám í framhaldsskólum. Brottfallið á sér skýringar m.a. í náms- eða hegðunarerfiðleikum, félagslegum eða heilsufarslegum aðstæðum, námsleiða og öðru sem er þegar ljóst í grunnskóla og verður vandinn ekki leystur nema með nánu samstarfi grunnskóla og framhaldsskóla, þar sem leitast er við að greina snemma áhættuþætti og beina nemendum á rétta braut þar sem áhugasvið og styrkleikar fá að njóta sín.Menntun í fremstu röð Við mætum ekki áskorunum í menntamálum með einföldum töfralausnum. Leiðin til árangurs er að stjórnvöld myndi bandalag með fagfólki í skólum um sameiginlega stefnu í skólamálum með það að markmiði að öll börn hafi aðgang að menntun í fremstu röð. Reykjavík hefur burði til að gegna þar forystuhlutverki í góðu samstarfi við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og ég er tilbúinn að leiða þá mikilvægu vinnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Menntamál eru afdrifaríkasti málaflokkur stjórnmálanna. Skólarnir ráða miklu um framtíð barnanna okkar og því er ekki hægt að ofmeta þýðingu þeirra fyrir velferð einstaklingsins og þjóðarhag. Menntun er almannagæði sem við þurfum öll að standa vörð um. Engu að síður eru kennarar láglaunastétt í samfélaginu og mikið skortir á viðurkenningu á störfum þeirra. Nýlegar fréttir um ofbeldi einstakra nemenda gagnvart kennurum sýna að við höfum verk að vinna.Fyrirmyndir Þær þjóðir sem mestum árangri hafa náð í menntamálum eiga það sammerkt að búa vel að sínum kennurum, byrjunarlaun eru sómasamleg, mikil áhersla er lögð á að velja hæft fólk til kennarastarfa, vel er staðið að starfsþróun kennara og þeim er treyst til að útfæra meginmarkmið skólastefnu á grundvelli fagmennsku sinnar. Nefna má Kanada, Finnland og einstök fylki Bandaríkjanna í þessu sambandi. Mikilvægt er að við lærum af reynslu þeirra í því umbótaferli sem fram undan er. Nýleg PISA-könnun sýnir að bæta þarf árangur, sérstaklega í lestri og náttúrufræði og nýta innlendar og erlendar fyrirmyndir í kennsluháttum. Ljóst er að efla þarf lesskilning með markvissum aðgerðum, enda er hann grundvallarfærni varðandi frekara nám og vinnu.Brottfall Hættumerki birtast m.a. í háu brottfalli framhaldsskólanema og ofuráherslu á bóknám á kostnað verk- og tæknináms. Ég beitti mér fyrir því að lagt yrði mat á þjóðhagsleg áhrif brottfallsins á vegum Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og verða niðurstöður kynntar á næstu vikum. Ljóst er að milljarðar króna fara forgörðum vegna þess að nærri 30% nemenda hætta námi í framhaldsskólum áður en kemur að útskrift. Það er mikil einföldun að hægt sé að leysa brottfallsvandann með því að stytta nám í framhaldsskólum. Brottfallið á sér skýringar m.a. í náms- eða hegðunarerfiðleikum, félagslegum eða heilsufarslegum aðstæðum, námsleiða og öðru sem er þegar ljóst í grunnskóla og verður vandinn ekki leystur nema með nánu samstarfi grunnskóla og framhaldsskóla, þar sem leitast er við að greina snemma áhættuþætti og beina nemendum á rétta braut þar sem áhugasvið og styrkleikar fá að njóta sín.Menntun í fremstu röð Við mætum ekki áskorunum í menntamálum með einföldum töfralausnum. Leiðin til árangurs er að stjórnvöld myndi bandalag með fagfólki í skólum um sameiginlega stefnu í skólamálum með það að markmiði að öll börn hafi aðgang að menntun í fremstu röð. Reykjavík hefur burði til að gegna þar forystuhlutverki í góðu samstarfi við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og ég er tilbúinn að leiða þá mikilvægu vinnu.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun