Hvenær fáum við hreindýrabjór? Haraldur Guðmundsson skrifar 12. febrúar 2014 08:00 Markaðshorn MarkaðarinsLaugardaginn 1. mars næstkomandi verða liðin tuttugu og fimm ár síðan sala á bjór var heimiluð í verslunum ÁTVR og á veitingastöðum. Margt hefur breyst á þeim tíma. Rótgróin fyrirtæki keppa nú við nýja kynslóð örbruggara sem sumir hverjir hafa náð góðum árangri á tiltölulega stuttum tíma. Íslenskum árstíðabjórum fer fjölgandi og margar tegundir seljast upp á fáeinum dögum. Sala á bjór til útlanda hefur aukist og á síðasta ári fluttu íslenskir framleiðendur út tuttugu og fimm ólíkar tegundir. Drykkurinn sem áður var bannaður í 74 ár er nú orðinn svo viðurkenndur hluti af íslenskri menningu að eftirlitsstofnanir sem fara með matvælaeftirlit í landinu geta ekki einu sinni bannað framleiðslu á bjór sem inniheldur hráefni sem ekki má gefa svínum, beljum eða öðrum skepnum sem ætlaðar eru til manneldis.Af innyflum, þörmum og þarmainnihaldi Ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og yfirmanns ráðuneytisins sem fer með matvælaeftirlit, um að heimila sölu og dreifingu á þorrabjórnum Hval sem brugghúsið Steðji í Borgarfirði framleiddi, er umdeild. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hafði áður bannað framleiðslu á bjórnum en Hvalur innihélt eins og flestir vita hvalmjöl. Það er sagt innihalda innyfli, þarma og þarmainnihald hvala. Um tvö þúsund lítrar af vörunni seldust í verslunum ÁTVR á einni viku. Sumir gagnrýna ákvörðun ráðherra en sjálfur vísar hann í lagalega „óvissu“ í tengslum við ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands. Framleiðandi Hvals seldi alla sína fimm þúsund lítra á einni viku í lok janúar en niðurstaða um hina lagalegu „óvissu“ mun ekki liggja fyrir fyrr en „að lokinni ítarlegri skoðun á málinu“, eins og segir í svari ráðherra við fyrirspurn Marðar Árnasonar alþingismanns.Íslenskur bjór í átta löndum Markaðurinn fjallaði í október um útflutning á íslenskum bjór. Þar kom fram að útflutningsverðmæti bjórs nam um 68 milljónum króna á fyrstu átta mánuðum síðasta árs. Verðmætið hafði þá meira en tvöfaldast frá sama tímabili árið áður. Sex innlendir framleiðendur fluttu þá út eins og áður segir um tuttugu og fimm tegundir til átta landa í þremur heimsálfum. Þar var um að ræða tvo stærri framleiðendur; Vífilfell og Ölgerð Egils Skallagrímssonar, og fjögur örbrugghús. Ölvisholt brugghús er eitt þeirra og forsvarsmenn þess hafa staðið í útflutningi frá árinu 2008 og stefna á frekari landvinninga. „Staðan í dag er þannig að helmingur af okkar framleiðslu fer í útflutning og það er fyrirséð að hann verði stærri en heimamarkaðurinn,“ sagði Örn Héðinsson, framkvæmdastjóri Ölvisholts í samtali við Markaðinn. Hvað með Austurland? Finna má brugghús bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Tvö þeirra, Ölgerðin og Borg brugghús, eru í Reykjavík. Steðji bruggar sinn bjór í Borgarfirði og Gæðingur Öl í Skagafirði. Bruggsmiðjan framleiðir bjórinn Kalda á Árskógssandi í Eyjafirði og Vífilfell bruggar á Akureyri. Engin brugghús eru á Austurlandi en Ölvisholt lokar hringnum í kringum landið með framleiðslu á bænum Ölvisholti í Flóahreppi rétt utan við Selfoss. Það hlýtur að vera einungis tímaspursmál hvenær framtakssamir Austfirðingar hefja framleiðslu á bjór í flöskum með umbúðum sem vísa í Hallormsstað, Lagarfljótsorminn eða Kárahnjúkavirkjun. Með vaxandi eftirspurn, bæði hér heima og erlendis, endalausu magni af íslensku vatni og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem væri líklegur til að hleypa bjór úr hreindýramjöli í gegn, hlýtur Austurland að fara detta inn á kortið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Guðmundsson Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Markaðshorn MarkaðarinsLaugardaginn 1. mars næstkomandi verða liðin tuttugu og fimm ár síðan sala á bjór var heimiluð í verslunum ÁTVR og á veitingastöðum. Margt hefur breyst á þeim tíma. Rótgróin fyrirtæki keppa nú við nýja kynslóð örbruggara sem sumir hverjir hafa náð góðum árangri á tiltölulega stuttum tíma. Íslenskum árstíðabjórum fer fjölgandi og margar tegundir seljast upp á fáeinum dögum. Sala á bjór til útlanda hefur aukist og á síðasta ári fluttu íslenskir framleiðendur út tuttugu og fimm ólíkar tegundir. Drykkurinn sem áður var bannaður í 74 ár er nú orðinn svo viðurkenndur hluti af íslenskri menningu að eftirlitsstofnanir sem fara með matvælaeftirlit í landinu geta ekki einu sinni bannað framleiðslu á bjór sem inniheldur hráefni sem ekki má gefa svínum, beljum eða öðrum skepnum sem ætlaðar eru til manneldis.Af innyflum, þörmum og þarmainnihaldi Ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og yfirmanns ráðuneytisins sem fer með matvælaeftirlit, um að heimila sölu og dreifingu á þorrabjórnum Hval sem brugghúsið Steðji í Borgarfirði framleiddi, er umdeild. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hafði áður bannað framleiðslu á bjórnum en Hvalur innihélt eins og flestir vita hvalmjöl. Það er sagt innihalda innyfli, þarma og þarmainnihald hvala. Um tvö þúsund lítrar af vörunni seldust í verslunum ÁTVR á einni viku. Sumir gagnrýna ákvörðun ráðherra en sjálfur vísar hann í lagalega „óvissu“ í tengslum við ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands. Framleiðandi Hvals seldi alla sína fimm þúsund lítra á einni viku í lok janúar en niðurstaða um hina lagalegu „óvissu“ mun ekki liggja fyrir fyrr en „að lokinni ítarlegri skoðun á málinu“, eins og segir í svari ráðherra við fyrirspurn Marðar Árnasonar alþingismanns.Íslenskur bjór í átta löndum Markaðurinn fjallaði í október um útflutning á íslenskum bjór. Þar kom fram að útflutningsverðmæti bjórs nam um 68 milljónum króna á fyrstu átta mánuðum síðasta árs. Verðmætið hafði þá meira en tvöfaldast frá sama tímabili árið áður. Sex innlendir framleiðendur fluttu þá út eins og áður segir um tuttugu og fimm tegundir til átta landa í þremur heimsálfum. Þar var um að ræða tvo stærri framleiðendur; Vífilfell og Ölgerð Egils Skallagrímssonar, og fjögur örbrugghús. Ölvisholt brugghús er eitt þeirra og forsvarsmenn þess hafa staðið í útflutningi frá árinu 2008 og stefna á frekari landvinninga. „Staðan í dag er þannig að helmingur af okkar framleiðslu fer í útflutning og það er fyrirséð að hann verði stærri en heimamarkaðurinn,“ sagði Örn Héðinsson, framkvæmdastjóri Ölvisholts í samtali við Markaðinn. Hvað með Austurland? Finna má brugghús bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Tvö þeirra, Ölgerðin og Borg brugghús, eru í Reykjavík. Steðji bruggar sinn bjór í Borgarfirði og Gæðingur Öl í Skagafirði. Bruggsmiðjan framleiðir bjórinn Kalda á Árskógssandi í Eyjafirði og Vífilfell bruggar á Akureyri. Engin brugghús eru á Austurlandi en Ölvisholt lokar hringnum í kringum landið með framleiðslu á bænum Ölvisholti í Flóahreppi rétt utan við Selfoss. Það hlýtur að vera einungis tímaspursmál hvenær framtakssamir Austfirðingar hefja framleiðslu á bjór í flöskum með umbúðum sem vísa í Hallormsstað, Lagarfljótsorminn eða Kárahnjúkavirkjun. Með vaxandi eftirspurn, bæði hér heima og erlendis, endalausu magni af íslensku vatni og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem væri líklegur til að hleypa bjór úr hreindýramjöli í gegn, hlýtur Austurland að fara detta inn á kortið.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun