Hvenær fáum við hreindýrabjór? Haraldur Guðmundsson skrifar 12. febrúar 2014 08:00 Markaðshorn MarkaðarinsLaugardaginn 1. mars næstkomandi verða liðin tuttugu og fimm ár síðan sala á bjór var heimiluð í verslunum ÁTVR og á veitingastöðum. Margt hefur breyst á þeim tíma. Rótgróin fyrirtæki keppa nú við nýja kynslóð örbruggara sem sumir hverjir hafa náð góðum árangri á tiltölulega stuttum tíma. Íslenskum árstíðabjórum fer fjölgandi og margar tegundir seljast upp á fáeinum dögum. Sala á bjór til útlanda hefur aukist og á síðasta ári fluttu íslenskir framleiðendur út tuttugu og fimm ólíkar tegundir. Drykkurinn sem áður var bannaður í 74 ár er nú orðinn svo viðurkenndur hluti af íslenskri menningu að eftirlitsstofnanir sem fara með matvælaeftirlit í landinu geta ekki einu sinni bannað framleiðslu á bjór sem inniheldur hráefni sem ekki má gefa svínum, beljum eða öðrum skepnum sem ætlaðar eru til manneldis.Af innyflum, þörmum og þarmainnihaldi Ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og yfirmanns ráðuneytisins sem fer með matvælaeftirlit, um að heimila sölu og dreifingu á þorrabjórnum Hval sem brugghúsið Steðji í Borgarfirði framleiddi, er umdeild. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hafði áður bannað framleiðslu á bjórnum en Hvalur innihélt eins og flestir vita hvalmjöl. Það er sagt innihalda innyfli, þarma og þarmainnihald hvala. Um tvö þúsund lítrar af vörunni seldust í verslunum ÁTVR á einni viku. Sumir gagnrýna ákvörðun ráðherra en sjálfur vísar hann í lagalega „óvissu“ í tengslum við ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands. Framleiðandi Hvals seldi alla sína fimm þúsund lítra á einni viku í lok janúar en niðurstaða um hina lagalegu „óvissu“ mun ekki liggja fyrir fyrr en „að lokinni ítarlegri skoðun á málinu“, eins og segir í svari ráðherra við fyrirspurn Marðar Árnasonar alþingismanns.Íslenskur bjór í átta löndum Markaðurinn fjallaði í október um útflutning á íslenskum bjór. Þar kom fram að útflutningsverðmæti bjórs nam um 68 milljónum króna á fyrstu átta mánuðum síðasta árs. Verðmætið hafði þá meira en tvöfaldast frá sama tímabili árið áður. Sex innlendir framleiðendur fluttu þá út eins og áður segir um tuttugu og fimm tegundir til átta landa í þremur heimsálfum. Þar var um að ræða tvo stærri framleiðendur; Vífilfell og Ölgerð Egils Skallagrímssonar, og fjögur örbrugghús. Ölvisholt brugghús er eitt þeirra og forsvarsmenn þess hafa staðið í útflutningi frá árinu 2008 og stefna á frekari landvinninga. „Staðan í dag er þannig að helmingur af okkar framleiðslu fer í útflutning og það er fyrirséð að hann verði stærri en heimamarkaðurinn,“ sagði Örn Héðinsson, framkvæmdastjóri Ölvisholts í samtali við Markaðinn. Hvað með Austurland? Finna má brugghús bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Tvö þeirra, Ölgerðin og Borg brugghús, eru í Reykjavík. Steðji bruggar sinn bjór í Borgarfirði og Gæðingur Öl í Skagafirði. Bruggsmiðjan framleiðir bjórinn Kalda á Árskógssandi í Eyjafirði og Vífilfell bruggar á Akureyri. Engin brugghús eru á Austurlandi en Ölvisholt lokar hringnum í kringum landið með framleiðslu á bænum Ölvisholti í Flóahreppi rétt utan við Selfoss. Það hlýtur að vera einungis tímaspursmál hvenær framtakssamir Austfirðingar hefja framleiðslu á bjór í flöskum með umbúðum sem vísa í Hallormsstað, Lagarfljótsorminn eða Kárahnjúkavirkjun. Með vaxandi eftirspurn, bæði hér heima og erlendis, endalausu magni af íslensku vatni og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem væri líklegur til að hleypa bjór úr hreindýramjöli í gegn, hlýtur Austurland að fara detta inn á kortið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Guðmundsson Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Markaðshorn MarkaðarinsLaugardaginn 1. mars næstkomandi verða liðin tuttugu og fimm ár síðan sala á bjór var heimiluð í verslunum ÁTVR og á veitingastöðum. Margt hefur breyst á þeim tíma. Rótgróin fyrirtæki keppa nú við nýja kynslóð örbruggara sem sumir hverjir hafa náð góðum árangri á tiltölulega stuttum tíma. Íslenskum árstíðabjórum fer fjölgandi og margar tegundir seljast upp á fáeinum dögum. Sala á bjór til útlanda hefur aukist og á síðasta ári fluttu íslenskir framleiðendur út tuttugu og fimm ólíkar tegundir. Drykkurinn sem áður var bannaður í 74 ár er nú orðinn svo viðurkenndur hluti af íslenskri menningu að eftirlitsstofnanir sem fara með matvælaeftirlit í landinu geta ekki einu sinni bannað framleiðslu á bjór sem inniheldur hráefni sem ekki má gefa svínum, beljum eða öðrum skepnum sem ætlaðar eru til manneldis.Af innyflum, þörmum og þarmainnihaldi Ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og yfirmanns ráðuneytisins sem fer með matvælaeftirlit, um að heimila sölu og dreifingu á þorrabjórnum Hval sem brugghúsið Steðji í Borgarfirði framleiddi, er umdeild. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hafði áður bannað framleiðslu á bjórnum en Hvalur innihélt eins og flestir vita hvalmjöl. Það er sagt innihalda innyfli, þarma og þarmainnihald hvala. Um tvö þúsund lítrar af vörunni seldust í verslunum ÁTVR á einni viku. Sumir gagnrýna ákvörðun ráðherra en sjálfur vísar hann í lagalega „óvissu“ í tengslum við ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands. Framleiðandi Hvals seldi alla sína fimm þúsund lítra á einni viku í lok janúar en niðurstaða um hina lagalegu „óvissu“ mun ekki liggja fyrir fyrr en „að lokinni ítarlegri skoðun á málinu“, eins og segir í svari ráðherra við fyrirspurn Marðar Árnasonar alþingismanns.Íslenskur bjór í átta löndum Markaðurinn fjallaði í október um útflutning á íslenskum bjór. Þar kom fram að útflutningsverðmæti bjórs nam um 68 milljónum króna á fyrstu átta mánuðum síðasta árs. Verðmætið hafði þá meira en tvöfaldast frá sama tímabili árið áður. Sex innlendir framleiðendur fluttu þá út eins og áður segir um tuttugu og fimm tegundir til átta landa í þremur heimsálfum. Þar var um að ræða tvo stærri framleiðendur; Vífilfell og Ölgerð Egils Skallagrímssonar, og fjögur örbrugghús. Ölvisholt brugghús er eitt þeirra og forsvarsmenn þess hafa staðið í útflutningi frá árinu 2008 og stefna á frekari landvinninga. „Staðan í dag er þannig að helmingur af okkar framleiðslu fer í útflutning og það er fyrirséð að hann verði stærri en heimamarkaðurinn,“ sagði Örn Héðinsson, framkvæmdastjóri Ölvisholts í samtali við Markaðinn. Hvað með Austurland? Finna má brugghús bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Tvö þeirra, Ölgerðin og Borg brugghús, eru í Reykjavík. Steðji bruggar sinn bjór í Borgarfirði og Gæðingur Öl í Skagafirði. Bruggsmiðjan framleiðir bjórinn Kalda á Árskógssandi í Eyjafirði og Vífilfell bruggar á Akureyri. Engin brugghús eru á Austurlandi en Ölvisholt lokar hringnum í kringum landið með framleiðslu á bænum Ölvisholti í Flóahreppi rétt utan við Selfoss. Það hlýtur að vera einungis tímaspursmál hvenær framtakssamir Austfirðingar hefja framleiðslu á bjór í flöskum með umbúðum sem vísa í Hallormsstað, Lagarfljótsorminn eða Kárahnjúkavirkjun. Með vaxandi eftirspurn, bæði hér heima og erlendis, endalausu magni af íslensku vatni og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem væri líklegur til að hleypa bjór úr hreindýramjöli í gegn, hlýtur Austurland að fara detta inn á kortið.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun