Vinsæl sminka í New York Ugla Egilsdóttir skrifar 17. febrúar 2014 10:30 Tinna Empera Arlexdóttir ásamt samstarfskonu á New York Fasion Week. Mynd/Úr Einkasafni. „Þetta er í fyrsta skiptið sem ég gegni starfi yfirförðunarmeistara og það spillir ekki fyrir að það gerist á New York Fashion Week,“ segir Tinna Empera Arlexdóttir, sem var yfir förðun hjá fatamerkinu María Ke Fisherman á tískusýningu á New York Fashion Week, sem er nýafstaðin. „Það var brjálað að gera meðan á hátíðinni stóð. Það er loksins aðeins byrjað að róast í dag. Merkið er spænskt, og hefur verið að ryðja sér til rúms. Þau eru búin að fá verðlaun hjá Vogue og Style, og bæði Katy Perry og Miley Cyrus hafa klæðst fötum frá þeim á tónleikum hjá sér. Öll fötin frá þeim eru rosa 90‘s. Ekki eitthvað sem ég myndi klæða mig í, en þau eru að verða ansi stór, og það er gaman að taka þátt í þessu.“ María Ke Fisherman var að sýna í fyrsta skipti á New York Fashion Week. „Undirbúningi var þannig háttað að við sátum fundi með hönnuðum og hárgreiðslumeisturum til þess að ákveða heildarlúkk út frá fatalínunni. Allar ákvarðanir voru teknar í sameiningu. Hönnuðirnir komu ekki til New York fyrr en þremur dögum fyrir sýningu, en við vorum í samskiptum á netinu fram að því.“ Tinna hefur búið í New York í tæp þrjú ár. „Ég hef séð um förðun í fullt af sýningum, bæði hér og heima. Ég hef meðal annars unnið með Andreu Helgadóttur og gert ýmislegt fyrir Reykjavík Fashion Festival heima, og hef farðað fyrir ýmis tímarit. Meðal íslenskra merkja sem ég hef ég unnið fyrir eru Kríu Jewellery og KALDA.“ Tinna var ráðin í gegnum umboðsskrifstofu sem heitir Laicale. „Hún er tengd hárgreiðslustofu sem ég vinn á, sem heitir líka Laicale. Ég lærði hárgreiðslu heima, og líka förðun hjá skóla sem hét M Make-up school, sem er ekki til lengur. Svo byrjaði ég að vinna í Mac og vann þar í einhvern tíma áður en ég fluttist hingað. Ég er með bandarískan ríkisborgararétt og vildi nýta hann áður en ég festist heima.“ Hárgreiðslunám frá Íslandi gefur forskot í Bandaríkjunum. „Hér úti er mismunandi eftir fylkjum hvað hárgreiðslunámið er langt. Sums staðar er það ekki nema sex vikur. Í New York og Los Angeles er langlengsta námið, sem er samt ekki nema níu mánuðir. Heima er allt hárgreiðslunám fjögur ár. En það er mikið um námskeið alls staðar hér í New York sem fólk nýtir sér, og ef þú vilt vera á góðri stofu þarftu að læra á hárgreiðslustofu í mörg ár. En hárgreiðslumenn hafa allavegana mjög mismikla menntun og reynslu, og hárgreiðsla er mjög misdýr. Hér er hægt að fá klippingu fyrir sjö dollara og líka fyrir tvö þúsund dollara. Stofan sem ég vinn á er miðlungsdýr og er í Soho. Klipping hér kostar frá 90 dollurum upp í 160.“ RFF Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Sjá meira
„Þetta er í fyrsta skiptið sem ég gegni starfi yfirförðunarmeistara og það spillir ekki fyrir að það gerist á New York Fashion Week,“ segir Tinna Empera Arlexdóttir, sem var yfir förðun hjá fatamerkinu María Ke Fisherman á tískusýningu á New York Fashion Week, sem er nýafstaðin. „Það var brjálað að gera meðan á hátíðinni stóð. Það er loksins aðeins byrjað að róast í dag. Merkið er spænskt, og hefur verið að ryðja sér til rúms. Þau eru búin að fá verðlaun hjá Vogue og Style, og bæði Katy Perry og Miley Cyrus hafa klæðst fötum frá þeim á tónleikum hjá sér. Öll fötin frá þeim eru rosa 90‘s. Ekki eitthvað sem ég myndi klæða mig í, en þau eru að verða ansi stór, og það er gaman að taka þátt í þessu.“ María Ke Fisherman var að sýna í fyrsta skipti á New York Fashion Week. „Undirbúningi var þannig háttað að við sátum fundi með hönnuðum og hárgreiðslumeisturum til þess að ákveða heildarlúkk út frá fatalínunni. Allar ákvarðanir voru teknar í sameiningu. Hönnuðirnir komu ekki til New York fyrr en þremur dögum fyrir sýningu, en við vorum í samskiptum á netinu fram að því.“ Tinna hefur búið í New York í tæp þrjú ár. „Ég hef séð um förðun í fullt af sýningum, bæði hér og heima. Ég hef meðal annars unnið með Andreu Helgadóttur og gert ýmislegt fyrir Reykjavík Fashion Festival heima, og hef farðað fyrir ýmis tímarit. Meðal íslenskra merkja sem ég hef ég unnið fyrir eru Kríu Jewellery og KALDA.“ Tinna var ráðin í gegnum umboðsskrifstofu sem heitir Laicale. „Hún er tengd hárgreiðslustofu sem ég vinn á, sem heitir líka Laicale. Ég lærði hárgreiðslu heima, og líka förðun hjá skóla sem hét M Make-up school, sem er ekki til lengur. Svo byrjaði ég að vinna í Mac og vann þar í einhvern tíma áður en ég fluttist hingað. Ég er með bandarískan ríkisborgararétt og vildi nýta hann áður en ég festist heima.“ Hárgreiðslunám frá Íslandi gefur forskot í Bandaríkjunum. „Hér úti er mismunandi eftir fylkjum hvað hárgreiðslunámið er langt. Sums staðar er það ekki nema sex vikur. Í New York og Los Angeles er langlengsta námið, sem er samt ekki nema níu mánuðir. Heima er allt hárgreiðslunám fjögur ár. En það er mikið um námskeið alls staðar hér í New York sem fólk nýtir sér, og ef þú vilt vera á góðri stofu þarftu að læra á hárgreiðslustofu í mörg ár. En hárgreiðslumenn hafa allavegana mjög mismikla menntun og reynslu, og hárgreiðsla er mjög misdýr. Hér er hægt að fá klippingu fyrir sjö dollara og líka fyrir tvö þúsund dollara. Stofan sem ég vinn á er miðlungsdýr og er í Soho. Klipping hér kostar frá 90 dollurum upp í 160.“
RFF Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið