Systurnar fá ekki að slást Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2014 06:00 Gunnhildur Gunnarsdóttir, 23 ára bakvörður í Haukum. Foreldrar og fjölskylda Gunnhildar og Berglindar Gunnarsdætra er í sérstakri stöðu á laugardaginn þegar lið systranna mætast í bikarúrslitum kvenna í körfubolta. Báðar eru þær úr Stykkishólmi en Gunnhildur stundar nám í Reykjavík og spilar með Haukum. Það fer þó ekki þannig að systurnar mætist í leiknum á laugardaginn því Berglind er nýkomin úr aðgerð á hné og missir af bikarúrslitaleiknum. „Þetta er sama gamla góða hnéð,“ segir Berglind sem var að fara í sína þriðju aðgerð á hægra hnénu. „Ég er samt í liðinu þó að ég sé bara vatnsberi en við munum ekki berja hvor á annarri inni á vellinum eins og maður hefði viljað,“ segir Berglind en þær hafa aldrei gefið neitt eftir þegar þær hafa mæst á körfuboltavellinum. Berglind missti af fyrri hluta tímabilsins þar sem hún var að ná sér af axlaraðgerð eftir að hafa hrokkið ítrekað úr lið síðasta vetur. Það er hins vegar eins og óheppnin elti hana því hún meiddist á hné í einum af fyrstu leikjunum eftir að hún kom til baka. Hún tekur öllum meiðslunum með jafnaðargeði enda orðin vön því að horfa á liðið sitt frá hliðarlínunni.Berglind Gunnarsdóttir, 21 árs framherji í Snæfelli.„Það verður spennandi að fylgjast með en ég vildi óska að ég gæti spilað með þessu frábæra liði núna. Maður er alveg jafnmikill hluti af þessu liði hvort sem maður spilar í 40 mínútur eða engar,“ segir Berglind. Hún var í Hveragerði á sunnudag þegar Snæfell tryggði sér deildarmeistaratitilinn. Berglind er á því að þetta verði ekki eins erfitt fyrir mömmu og pabba og margir halda. „Ég held að þetta verði auðveldasti leikurinn sem þau horfa á í vetur vegna þess að þau verða alltaf í sigurliðinu hvort sem það verður Snæfell eða Haukar sem vinnur. Ég held að fjölskyldan sé eitthvað að sauma búninga með Snæfellsmerkinu öðrum megin og Haukamerkinu hinum megin til að styðja bæði liðin. Ætli það verði samt ekki bara systkinin sem mæta í þeim,“ segir Berglind en faðir hennar, Gunnar Svanlaugsson, er formaður Körfuknattleiksdeildar Snæfells. Dominos-deild kvenna Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Foreldrar og fjölskylda Gunnhildar og Berglindar Gunnarsdætra er í sérstakri stöðu á laugardaginn þegar lið systranna mætast í bikarúrslitum kvenna í körfubolta. Báðar eru þær úr Stykkishólmi en Gunnhildur stundar nám í Reykjavík og spilar með Haukum. Það fer þó ekki þannig að systurnar mætist í leiknum á laugardaginn því Berglind er nýkomin úr aðgerð á hné og missir af bikarúrslitaleiknum. „Þetta er sama gamla góða hnéð,“ segir Berglind sem var að fara í sína þriðju aðgerð á hægra hnénu. „Ég er samt í liðinu þó að ég sé bara vatnsberi en við munum ekki berja hvor á annarri inni á vellinum eins og maður hefði viljað,“ segir Berglind en þær hafa aldrei gefið neitt eftir þegar þær hafa mæst á körfuboltavellinum. Berglind missti af fyrri hluta tímabilsins þar sem hún var að ná sér af axlaraðgerð eftir að hafa hrokkið ítrekað úr lið síðasta vetur. Það er hins vegar eins og óheppnin elti hana því hún meiddist á hné í einum af fyrstu leikjunum eftir að hún kom til baka. Hún tekur öllum meiðslunum með jafnaðargeði enda orðin vön því að horfa á liðið sitt frá hliðarlínunni.Berglind Gunnarsdóttir, 21 árs framherji í Snæfelli.„Það verður spennandi að fylgjast með en ég vildi óska að ég gæti spilað með þessu frábæra liði núna. Maður er alveg jafnmikill hluti af þessu liði hvort sem maður spilar í 40 mínútur eða engar,“ segir Berglind. Hún var í Hveragerði á sunnudag þegar Snæfell tryggði sér deildarmeistaratitilinn. Berglind er á því að þetta verði ekki eins erfitt fyrir mömmu og pabba og margir halda. „Ég held að þetta verði auðveldasti leikurinn sem þau horfa á í vetur vegna þess að þau verða alltaf í sigurliðinu hvort sem það verður Snæfell eða Haukar sem vinnur. Ég held að fjölskyldan sé eitthvað að sauma búninga með Snæfellsmerkinu öðrum megin og Haukamerkinu hinum megin til að styðja bæði liðin. Ætli það verði samt ekki bara systkinin sem mæta í þeim,“ segir Berglind en faðir hennar, Gunnar Svanlaugsson, er formaður Körfuknattleiksdeildar Snæfells.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum